Innlent

Matas mögulega í íslenskar hendur

MYND/Kristján Sigurjónsson

Baugur Group hefur gert kauptilboð í dönsku snyrti- og heilsuvörukeðjuna Matas sem rekur 291 verslun vítt og breitt um Danmörku. Hluthafar í Matas auglýstu eftir tilboðum í keðjuna og alls hafa borist tíu kauptilboð, upp á 3,5-4,3 milljarða danskra króna. Fæst þeirra eru nafngreind, utan tilboð Íslensku fjárfestanna.

Baugur óskar þó ekki eftir því að yfirtaka keðjuna, heldur hyggja þeir frekar á samstarf við danska fyrirtækið. Hluthafar í Matas fólu stjórn fyrirtækisins að leita eftir tilboðum í alla hluti en ekki er þó alveg komið að því að selja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×