Innlent

Um 30.000 manns á sýningunni Matur 2006

Mynd/Stefán

Talið er að um 30.000 manns hafi lagt leið sína á sýninguna Matur 2006 í Fífunni um helgina. Fjölmörg fyritæki kynntu þar þjónustu sína auk þess sem þar voru haldnar hinar ýmsu keppnir. Steinn Óskar Sigurðsson, kokkur á Sjávarkjallaranum var valinn matreiðslumaður ársins og Björn Bragi Bragason frá Perlunni varð annar. Erling Sunda frá Noregi sem fór með sigur úr býtum um titilinn matreiðslumeistari Norðurlanda og Þórarinn Eggertsson varð annar. Sýningin Ferðatorg 2006 var haldin samhliða Matur 2006. Ferðamálasamtökum Austurlands voru veitt verðlaun fyrir thyglisverðasta og besta básinn og voru það Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, sem afhentu samtökunum verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×