Innlent

Slökkvistarfi næstum lokið

Tekist hefur að hemja eldhafið sem breiddist yfir hátt í hundrað ferkílómetra svæði á Mýrunum í fyrradag. Slökkvistarfi á Mýrum er nú að mestu lokið og fóru síðustu slökkviliðsmennirnir af svæðinu klukkan átta í morgun. Þó logar enn við Stóra-Kálfafell en á mjög afmörkuðu svæði og er það vaktað af bóndanum þar. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi gerðu haugsugur bænda útslagið í baráttunni ivð eldana en þeir stóðu íströngu í gær og nótt og dreifðu hlandfori og mykju á eldinn.

eins og sjá má á þessu korti þá skilja sinueldarnir eftir sig nærri 100 ferkílómetra af sviðinni jörð sem jafngildir því að næstum allt höfuðborgarsvæðið hefði orðið eldinum að bráð.

Lítið tjón varð af eldinum og er það helst gróðurinn sem hefur farið illa út úr ósköpunum sem og girðingastaurar og annað smálegt. Þykir mikið mildi að ekki fór verr en það stóð tæpt um tíma í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×