Innlent

Börðu mann með kúbeini

Þrír menn veittust að þeim fjórða fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í nótt. Grunur leikur á að þeir hafi notað kúbein til að ganga í skrokk á manninum. Að sögn sjónarvotta var engin augljós ástæða fyrir barsmíðunum. Fórnarlambið fékk að snúa til síns heima eftir heimsókn á sjúkrahúsið á Selfossi en árásarmennirnir dúsa í fangageymslum lögreglu. Að auki var maður færður í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi vegna heimiliserja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×