Innlent

Vinnuslys á Hellisheiði

Um sjötíu kílóa járnstykki féll og klemmdi hönd á manni við borun í Hellisheiðarvirkjun í nótt. Maðurinn slasaðist talsvert á hönd en vinnufélagar hans gátu losað hann og flutt hann undir læknis hendur. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×