Slökkviliðið er enn að á Mýrum 1. apríl 2006 18:36 Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. Það var svo rétt upp úr klukkan hálf fjögur í dag að boð barst um að eldurinn hefði tekið sig upp þegar hvessa tók af norðan. Við það nærðist eldglóð sem undir öskunni kraumaði og magnaðist upp svo kalla þurfti út slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði á nýjan leik. Þá var hringt í bændur og þeir beðnir um aðstoð en haugsugur þeirra hafa gert mikið gagn í baráttunni við eldanna. Þyrla Þyrluþjónustunnar var kölluð út í annað sinn en þetta er í fyrsta skipti sem þyrla hefur verið notuð á þennan hátt á Íslandi.Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi var daufur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis og sagði mikil vonbrigði að svo fór sem fór. Hann hafði sjálfur ekki sofið nema um tvo klukkutíma síðan í gærmorgun og sagði að eins væri farið með marga aðra bjrögunarmenn.Eldarnir á Mýrum eru þeir allra umfangsmestu í sögu Íslands. Vitað er um tvo aðra elda sem fram að þessu voru þeir mestu en þeir náðu ekki yfir nema um brot af því landssvæði sem Mýraeldar gera. Hátt á annað hundrað ferkílómetrar af votlendi og móum er nú sviðin jörð og ljóst að verulegar breytingar verða á gróðurfari á svæðinu sem fram til þessa hefur verið eitt mest samfellda votlendi landsins. Allt bendir til að mosi, fléttur, fjalldrapi og bláberjalyng muni sjást þar í minna mæli enda tekur það mörg ár, jafnvel áratugi fyrir þess háttar gróður að jafna sig eftir svo mikinn bruna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á dýralíf á svæðinu en um 10 þúsund mófuglapör gera sér þar hreiður ár hvert.Til að átta sig á hversu óhemjustórt landsvæði um ræðir þá skulum við bera svæðið saman við önnur þekkt kennileiti á Íslandi. Þá sést að svæðið er næstum tvöfalt höfuðborgarsvæðið sem er um 60 ferkílómetrar, fjórðungi stærra en Þingvallavatn sem er tæpir 84 ferkílómetrar og sjö sinnum stærra en Heimaey.Björgunarmenn munu standa í ströngu fram eftir nóttu en að sögn veðurfræðings NFS á vindur eftir að snúa sér til norðurs á morgun sem gæti orðið til þess að eldarnir fari til suðurs þar sem mikið er um eldmat sem hefur fram að þessu sloppið. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. Það var svo rétt upp úr klukkan hálf fjögur í dag að boð barst um að eldurinn hefði tekið sig upp þegar hvessa tók af norðan. Við það nærðist eldglóð sem undir öskunni kraumaði og magnaðist upp svo kalla þurfti út slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði á nýjan leik. Þá var hringt í bændur og þeir beðnir um aðstoð en haugsugur þeirra hafa gert mikið gagn í baráttunni við eldanna. Þyrla Þyrluþjónustunnar var kölluð út í annað sinn en þetta er í fyrsta skipti sem þyrla hefur verið notuð á þennan hátt á Íslandi.Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi var daufur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis og sagði mikil vonbrigði að svo fór sem fór. Hann hafði sjálfur ekki sofið nema um tvo klukkutíma síðan í gærmorgun og sagði að eins væri farið með marga aðra bjrögunarmenn.Eldarnir á Mýrum eru þeir allra umfangsmestu í sögu Íslands. Vitað er um tvo aðra elda sem fram að þessu voru þeir mestu en þeir náðu ekki yfir nema um brot af því landssvæði sem Mýraeldar gera. Hátt á annað hundrað ferkílómetrar af votlendi og móum er nú sviðin jörð og ljóst að verulegar breytingar verða á gróðurfari á svæðinu sem fram til þessa hefur verið eitt mest samfellda votlendi landsins. Allt bendir til að mosi, fléttur, fjalldrapi og bláberjalyng muni sjást þar í minna mæli enda tekur það mörg ár, jafnvel áratugi fyrir þess háttar gróður að jafna sig eftir svo mikinn bruna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á dýralíf á svæðinu en um 10 þúsund mófuglapör gera sér þar hreiður ár hvert.Til að átta sig á hversu óhemjustórt landsvæði um ræðir þá skulum við bera svæðið saman við önnur þekkt kennileiti á Íslandi. Þá sést að svæðið er næstum tvöfalt höfuðborgarsvæðið sem er um 60 ferkílómetrar, fjórðungi stærra en Þingvallavatn sem er tæpir 84 ferkílómetrar og sjö sinnum stærra en Heimaey.Björgunarmenn munu standa í ströngu fram eftir nóttu en að sögn veðurfræðings NFS á vindur eftir að snúa sér til norðurs á morgun sem gæti orðið til þess að eldarnir fari til suðurs þar sem mikið er um eldmat sem hefur fram að þessu sloppið.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira