Slökkviliðið er enn að á Mýrum 1. apríl 2006 18:36 Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. Það var svo rétt upp úr klukkan hálf fjögur í dag að boð barst um að eldurinn hefði tekið sig upp þegar hvessa tók af norðan. Við það nærðist eldglóð sem undir öskunni kraumaði og magnaðist upp svo kalla þurfti út slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði á nýjan leik. Þá var hringt í bændur og þeir beðnir um aðstoð en haugsugur þeirra hafa gert mikið gagn í baráttunni við eldanna. Þyrla Þyrluþjónustunnar var kölluð út í annað sinn en þetta er í fyrsta skipti sem þyrla hefur verið notuð á þennan hátt á Íslandi.Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi var daufur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis og sagði mikil vonbrigði að svo fór sem fór. Hann hafði sjálfur ekki sofið nema um tvo klukkutíma síðan í gærmorgun og sagði að eins væri farið með marga aðra bjrögunarmenn.Eldarnir á Mýrum eru þeir allra umfangsmestu í sögu Íslands. Vitað er um tvo aðra elda sem fram að þessu voru þeir mestu en þeir náðu ekki yfir nema um brot af því landssvæði sem Mýraeldar gera. Hátt á annað hundrað ferkílómetrar af votlendi og móum er nú sviðin jörð og ljóst að verulegar breytingar verða á gróðurfari á svæðinu sem fram til þessa hefur verið eitt mest samfellda votlendi landsins. Allt bendir til að mosi, fléttur, fjalldrapi og bláberjalyng muni sjást þar í minna mæli enda tekur það mörg ár, jafnvel áratugi fyrir þess háttar gróður að jafna sig eftir svo mikinn bruna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á dýralíf á svæðinu en um 10 þúsund mófuglapör gera sér þar hreiður ár hvert.Til að átta sig á hversu óhemjustórt landsvæði um ræðir þá skulum við bera svæðið saman við önnur þekkt kennileiti á Íslandi. Þá sést að svæðið er næstum tvöfalt höfuðborgarsvæðið sem er um 60 ferkílómetrar, fjórðungi stærra en Þingvallavatn sem er tæpir 84 ferkílómetrar og sjö sinnum stærra en Heimaey.Björgunarmenn munu standa í ströngu fram eftir nóttu en að sögn veðurfræðings NFS á vindur eftir að snúa sér til norðurs á morgun sem gæti orðið til þess að eldarnir fari til suðurs þar sem mikið er um eldmat sem hefur fram að þessu sloppið. Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. Það var svo rétt upp úr klukkan hálf fjögur í dag að boð barst um að eldurinn hefði tekið sig upp þegar hvessa tók af norðan. Við það nærðist eldglóð sem undir öskunni kraumaði og magnaðist upp svo kalla þurfti út slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði á nýjan leik. Þá var hringt í bændur og þeir beðnir um aðstoð en haugsugur þeirra hafa gert mikið gagn í baráttunni við eldanna. Þyrla Þyrluþjónustunnar var kölluð út í annað sinn en þetta er í fyrsta skipti sem þyrla hefur verið notuð á þennan hátt á Íslandi.Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi var daufur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis og sagði mikil vonbrigði að svo fór sem fór. Hann hafði sjálfur ekki sofið nema um tvo klukkutíma síðan í gærmorgun og sagði að eins væri farið með marga aðra bjrögunarmenn.Eldarnir á Mýrum eru þeir allra umfangsmestu í sögu Íslands. Vitað er um tvo aðra elda sem fram að þessu voru þeir mestu en þeir náðu ekki yfir nema um brot af því landssvæði sem Mýraeldar gera. Hátt á annað hundrað ferkílómetrar af votlendi og móum er nú sviðin jörð og ljóst að verulegar breytingar verða á gróðurfari á svæðinu sem fram til þessa hefur verið eitt mest samfellda votlendi landsins. Allt bendir til að mosi, fléttur, fjalldrapi og bláberjalyng muni sjást þar í minna mæli enda tekur það mörg ár, jafnvel áratugi fyrir þess háttar gróður að jafna sig eftir svo mikinn bruna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á dýralíf á svæðinu en um 10 þúsund mófuglapör gera sér þar hreiður ár hvert.Til að átta sig á hversu óhemjustórt landsvæði um ræðir þá skulum við bera svæðið saman við önnur þekkt kennileiti á Íslandi. Þá sést að svæðið er næstum tvöfalt höfuðborgarsvæðið sem er um 60 ferkílómetrar, fjórðungi stærra en Þingvallavatn sem er tæpir 84 ferkílómetrar og sjö sinnum stærra en Heimaey.Björgunarmenn munu standa í ströngu fram eftir nóttu en að sögn veðurfræðings NFS á vindur eftir að snúa sér til norðurs á morgun sem gæti orðið til þess að eldarnir fari til suðurs þar sem mikið er um eldmat sem hefur fram að þessu sloppið.
Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira