Innlent

Búið að opna á Kjalarnesinu

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Búið er að opna Vesturlandsveg aftur en honum var lokað vegna reykjarkófs af sinueldi í tæpa tvo tíma. Verið er að slökkva í síðustu logunum en áfram verður vakað yfir glóðunum til öryggis. Ekki urðu skemmdir á mannvirkjum í eldinum. Tvísýnt var um bæinn Esjuberg um tíma en slökkviliði tókst að verja bæinn.

Áætlað er að um einn til einn og hálfur ferkílómetri hafi brunnið, mest af ræktuðu gróðurlendi. Einhverjar girðingar urðu eldinum að bráð en annars ekki önnur mannvirki.

Tilkynning barst um eldinn um 15:20 og var opnað að fullu fyrir umferð á ný um 17:21, en þá var nokkuð þung umferð í báðar áttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×