Innlent

Grunur leikur á íkveikju

Eldur var kveiktur í rusli við hlið iðnaðar- og verslunarhúss við Fossaleyni uppúr klukkan eitt í nótt en slökkvilið náði að slökkva hann áður en hann næði að læsa sig í húsið. Nokkrum minútum síðar var tilkynnt um eld í stigagangi fjölbýlishúss þar skammt frá og gekk greiðlega að slökkva hann. Grunur leikur á að þar hafi eldfimur vökvi verið notaður til að glæða eldinn. Slökkviliðsmenn voru ekki fyrr búnir að slökkva þar en tilkynning barst um eld í blaðagámi þar skammt frá, og var slökkt í honum í skyndingu. Grunur leikur á að sami brennuvargurinn hafi verið að verki í öllum tilvikum, en engin hefur enn verið handtekinn vegna málsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×