Innlent

Stangveiði fer vel af stað

Mynd/Heiða

Stangveiðin fór vel af stað austur í Skaftafellssýslum um helgina þótt ísrek væri víða í ám og lækjum og að veiðimenn þyrftu sumstaðar að brjóta ís til að kom færum sínum í vatn. Tungulækur tók mjög vel við sér og gaf vel á annað hundrað fiska um helgina. Góð veiði var líka í Skaftá, Tungufljóti, Minnivallarlæk og Geirlandsá. Lang mest var veitt af sjóbirtingi og svo eitthvað af bleikju. Mikið var um vænan fisk og þykir upphaf veiðitímans lofa góðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×