Fleiri fréttir Áfrýjað í Baugsmálinu Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í síðustu viku. Hann áfrýjar sýknun í sex af átta ákæruliðum. 22.3.2006 15:52 Sjómenn í meiri lífshættu eftir brottflutning varnarliðsþyrlna Sjómenn verða í mun meiri lífshættu eftir að þyrlur varnarliðsins fara, ef ekki verður bætt úr þyrluflota Landhelgisgæslunnar. Þetta segir varaformaður Vélstjórafélags Íslands. 22.3.2006 15:38 Fagna flutningi starfa út á land Þingmenn úr öllum flokkum fögnuðu því á Alþingi í dag að starfsemi Fæðingarorlofssjóðs skuli flutt í Húnavatnssýslur. Þeir sögðu að með því væri stutt við atvinnulíf á landsbyggðinni. 22.3.2006 15:38 Rafgeymar splundruðust yfir all stórt svæði Ílát sem notað er til flutnings á notuðum rafgeymum valt af bíl frá Flytjanda í gærkvöldi. Við það splundruðust rafgeymar sem voru í ílátinu yfir all stórt svæði. Óhappið varð um klukkan sjö í gærkvöldi við rætur Öxnadalsheiðar. Hreinsunarstarf gekk vel en fimmtán manns frá Brunavörnum Skagafjarðar og Björgunarsveitinni í Varmahlíð stóðu að hreinsuninni fram undir miðnætti í gær. 22.3.2006 15:30 Dæmdur fyrir umferðarlagabrot Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot. 22.3.2006 15:20 Áreitti tvær ungar stúlkur Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig. 22.3.2006 15:10 Bílvelta nærri Varmahlíð Ökumaður velti bíl sínum rétt fyrir utan Varmahlíð um klukkan þrjú. Að sögn lögreglunnar á Sauðarkróki er lögreglan á staðnum en bílstjórinn virðist hafa misst stjórn á bílnum í hálku með fyrrgreindum afleiðingum. 22.3.2006 15:08 Flugmálastjórnir settar undir einn hatt Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli verður lögð niður í núverandi mynd og starfsemi hennar flutt undir Flugmálastjórn Íslands. Samgönguráðherra segir hægt að ná fram mikilli hagræðingu með þessum hætti en segir þetta ekki þurfa að hafa mikil áhrif á það fólk sem þar vinnur. 22.3.2006 13:32 Fylgi við aðild Íslands að ESB minnkar Færri segjast hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en undanfarin ár, samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Þeim sem vilja taka upp evruna fjölgar hins vegar töluvert frá síðustu könnun. 22.3.2006 13:00 Mátti ekki svara fyrir sig Forsetinn átti ekki að svara fyrir sig þegar Morgunblaðið gagnrýndi Mónakóferð forsetans á síðasta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Fréttablaðsins. Hann segir að með því hafi forsetinn farið gegn stjórnskipulegri stöðu sinni. 22.3.2006 12:45 Síminn selur líklega sinn hlut í Kögun Skoðun, dótturfélag Dagsbrúnar, hefur keypt fimmtíu og eitt prósent hlutafjár í Kögun. Síminn, sem er stærsti hluthafinn í Kögun, hafði sýnt áhuga á að leiða fyrirtækið en mun nú líklega fara út úr fyrirtækinu. 22.3.2006 12:07 Aðstandendafélag aldraðra stofnað Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða. 22.3.2006 11:15 Fjölmargir skila skattframtali rafrænt Alls hafa rúmlega sextíu þúsund manns skilað inn skattframtali á Netinu. Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rann út á miðnætti. 22.3.2006 11:00 Stórt verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa 26 þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. Landið sem Smáratorg hefur tryggt sér var áður var nýtt undir körtubraut við Reykjanesbrautina. Að sögn Agnesar Geirsdóttur, framkvæmdastjóra Smáratorgs, sem kynnti hugmyndina á framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar fyrir tæpum tveimur vikum hyggst fyrirtækið reisa sams konar verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ og á Selfossi. Vinna að teikningum á húsunum er á frumstigi en fyrstu teikninga er að vænta í maí. Á lóðinni í Reykjanesbæ verður gert ráð fyrir 23 þúsund og fimm hundruð fermetra verslunarhúsi þar sem Rúmfatalagerinn verður að finna, stóra matvöruverslun ásamt minni verslunum. Þá er gert ráð fyrir 1500 fermetrum undir bensínstöð á svæðinu og þúsund fermetrum undir veitingastað en ekki er ljóst hver það verður. Aðspurð segir Agnes að ef allt gangi að óskum verði ráðist í framkvæmdirnar í bæði Reykjanesbæ og á Selfossi á næsta ári og er áætlað að þeim ljúki haustið 2008. Eins og kunnugt er hafa menn töluverðar áhyggjur af atvinnumálum á Suðurnesjum eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu að dregið yrði verulega úr starfsemi varnarliðsins á næstu mánuðum Agnes segist ekki geta spáð fyrir um hversu margir fái vinnu í hinum nýju verslunum í Reykjanesbæ enda vinna að verkefninu skammt á veg kominn. Þá bendir hún á að verslanirnar verði ekki opnaðar fyrr en á haustdögum 2008. 22.3.2006 10:30 Launavísitalan hækkar Launavísitala hefur hækkað um 8,6% síðastliðnum tólf mánuði. Launavísitala febrúarmánðar er 284,4 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í apríl 2006 er 6222 stig að því fram kemur á vef Hagstofunnar. 22.3.2006 10:08 Mengunarslys í Norðurárdal Mengunarslys varð í Norðurárdal í gærkvöldi þegar ker með rafgeymum féll af vörubifreið sem ók þar um. 22.3.2006 09:45 Teknir með fíkniefni Tveir ökumenn voru teknir með fíkniefni í höfuðborginni í nótt. 22.3.2006 09:30 Vill aðstoð Breta við að þrýsta á Evrópusambandið Sjávarútvegsráðherra hvetur hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Bretlandi til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum. Ráðherrann er nú staddur í heimsókn í Bretlandi. 22.3.2006 09:01 Þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela málverki og skjalatösku Karlmaður var í gær dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið málverki á Hótel Loftleiðum fyrir um fjórum árum og skjalatösku í verslun Pennans í fyrra. 22.3.2006 08:30 Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var nýverið í tengslum við innflutning annars Litháa á fíkniefnum hingað til lands. Um var að ræða mikið magn amfetamíns í vökvaformi. 22.3.2006 08:09 Náttúruminjasafn Íslands eitt þriggja höfuðsafna Náttúruminjasafn Íslands verður eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi ásamt Þjóðminjasafninu og Listasafni Íslands nái nýtt frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi fram að ganga. Í framhaldinu stendur svo til að finna Náttúrugripasafninu nýjan stað. 22.3.2006 08:00 Vill persónulega liðveislu fyrir fatlaða hér á landi Persónuleg liðsveisla fyrir fatlaða er hagkvæmara fyrir ríkið en rekstur stofnana fyrir fatlaða og skilar sér margfalt til þeirra sem hennar njóta. Reynsla af persónulegri liðveislu fyrir fatlaða hefur gefið góða raun í Danmörku en þar ráða fatlaðir sjálfir sína aðstoðarmenn. 22.3.2006 08:00 Ráðherra telur sig vanhæfan til að skipa hæstarréttardómara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstarréttardómara sem auglýst hefur verið til umsóknar. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. 22.3.2006 07:35 Nærri 58 þúsund manns hafa skilað inn framtölum á Netinu 57.656 höfðu skilað inn skattframtali á Netinu í kvöld klukkan níu en frestur til að skila inn framtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti. Þetta kemur fram á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. 21.3.2006 22:15 26 þúsund fermetra verlsunarhúsnæði í Reykjanesbæ Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa tuttugu og sex þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. 21.3.2006 22:07 Mikill áhugi á matreiðslu í Rimaskóla Matreiðsluáhugi í Rimaskóla er með því mesta sem þekkist í grunnskólum landsins en árlega taka tugir nemenda þátt í kokkakeppni skólans. Kokkameistarakeppnin var haldin í þriðja skiptið í dag og óhætt er að segja að þar leynist margur meistarakokkurinn. Heimilisfræði er valfag í 9. og 10. bekk og er fagið vinsælasta valfag skólans en 89 nemendur eru í matreiðslu. 21.3.2006 22:00 Eigum að berjast gegn stríðsvélinni Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli loksins vera á förum og krefst þess að stjórnvöld hugsi gáfulega og taki forystu sem friðelskandi þjóð. Í á´lyktun sem stjórnin sendi frá sér segir að þrátt fyrir að Ísland sé að losna við stríðstól úr landi þá sé ætlun Bandaríkjahers að nota þessi tól til að myrða fólk í öðrum löndum. Segir ennfremur að Ísland eigi að berjast gegn stríðsvélinni en ekki verahuglaust, sérhlífið og sjálfselskt. 21.3.2006 21:15 Þjónusta fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi Framlag þjónustu til landsframleiðslu eykst ár frá ári og þjónusta er fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi. Iðnaðar-og viðskiptaráðherra segir mikilvægt að efla ólíkar starfsgreinar til að auka sveigjanleika í efnahagslífinu. 21.3.2006 21:00 Hvatti til að tollum yrði aflétt af íslenskum fiski Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti í dag fyrirtæki í sjávarútvegi á Humberside svæðinu í Bretlandi og hitti að máli bæði borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby. Á fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hvatti sjávarútvegsráðherra þá til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum, sem fluttar eru út til sambandslandanna. Jafnframt því að aflétt yrði útflutningsálagi á ferskan fisk frá Íslandi. 21.3.2006 20:46 Vöknum með AFA Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra, AFA, verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða og er ætlað að vekja Íslendinga til umhugsunar um málefni aldraðra. 21.3.2006 20:05 Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón. 21.3.2006 19:15 Skýrsla Danske Bank er full af rangfærslum Hlutabréf þriggja stærstu bankanna hríðféllu í dag eftir að skýrsla Danske Bank um íslensk efnahagsmál var birt. Ingólfur Bender, hagfræðingur, segir skýrsluna fulla af rangfærslum. 21.3.2006 19:08 Vaktakerfi flugumferðarstjóra verður breytt Flugmálastjórn segist vilja stytta vaktir í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, en fimm ára samningaviðræður hafi ekki skilað árangri. Því komi til greina að breyta vaktakerfinu einhliða. Ágreiningurinn sé fyrir félagsdómi og reynt verði að fá félagsdóm til að útkljá öll deilumál aðila. 21.3.2006 19:05 Lægsta tilboð í Héðinsfjarðargöng 5,7 milljarðar króna Tékkneskur verktaki, Metrostav, í samstarfi við Háfell, átti lægsta tilboð í Héðinsfjarðargöng, upp á 5,7 milljarða króna. Tilboð þeirra reyndist 720 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 21.3.2006 19:02 Hátt í 55 þúsund hafa skilað framtölum á Netinu Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti í kvöld en klukkan sex höfðu 54.780 skilað inn framtali á Netinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. 21.3.2006 19:01 Kemur til greina að Nató taki við varnarhlutverki Framkvæmdastjóri NATÓ telur koma til greina að sambandið taki við varnarhlutverki Bandaríkjamanna hér á landi. Í gær ræddi hann málefni Íslands við George Bush, forseta Bandaríkjanna, Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. 21.3.2006 18:57 Höfundur Draumalandsins stendur við ummælin Höfundur Draumalandsins dregur ekkert í land, þótt Alcoa kalli hann ósannindamann. Alcoa sé umsvifamikill þáttakandi í hönnun og þróun á stríðsvélum, ekki aðeins venjulegur hráefnisframleiðandi. "Alcoa framleiðir til dæmis Tomahawk eldflaugarnar, Bradley skriðdreka sem eru svona allra ljótustu djöflarnir sem við sjáum í Íraksmyndunum. Við erum hluti af mjög stóru og grimmu samhengi," segir Andri Snær sem skrifaði bók sína til að stinga á kýlum í samfélaginu. 21.3.2006 18:55 Segir suma fjölmiðla og stjórnarandstöðu hlaupa á eftir erlendum rangfærslum Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að það væri áhyggjuefni hversu viljugir sumir fjölmiðlar og stjórnarandstaðan hefðu verið að hlaupa á eftir rangfærslum erlendra aðila um íslensk efnahagsmál. 21.3.2006 18:54 Fráleitt að Alfreð bjóði orku til álvers í Helguvík Vinstri grænir í Reykjavík segja fráleitt að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, bjóði orku til álvers í Helguvík án samráðs við stjórn Orkuveitunnar eða borgarstjórn. Alfreð segir að nýtt álver sé langáhrifaríkasta aðferðin til að bæta atvinnuástandið á Suðurnesjum og það eina sem er fast í hendi. 21.3.2006 18:49 Umhverfissvið Rvk óskar eftir umsóknum Umhverfisráð Reykjavíkur hefur auglýst eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2006. Til greina kemur fyrirtæki eða stofnun sem leitast við að haga rekstri sínum í samræmi við reglur um sjálfbæra þróun. Viðurkenningin kom í hlut Borgarholtsskóla árið 2005 og var það í níunda sinn sem hún var veitt. 21.3.2006 17:49 Virðisaukalágmarkið hækki Lágmark virðisaukaskattskyldrar sölu verður hækkað úr tvö hundruð og tuttugu þúsundum í fimm hundruð þúsund nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga á Alþingi. 21.3.2006 17:07 Tilboð í Héðinsfjarðargöng opnuð í dag Tékkneska vertakafyrirtækið Metrostav a.s. og Háfell ehf. stóðu sameiginlega að lægsta tilboði í gerð Héðinsfjarðarganga en tilboð í göngin voru opnuð í dag. Tilboðið hljóðaði upp á rúma fimm komma sjö milljarða og sem er um áttatíu og níu prósent af áætluðum verkkostnaði. Fimm tilboð hafa borist í verkið og tvö frávikstilboð en göngin verða þrír komma sjö kílómetrar á lengd á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um sex komma níu kílómetra löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Næst lægsta tilboðið hljóðaði uppá rúma fimm komma átta milljarða króna þannig að litlu munar á tilboðunum tveimur. 21.3.2006 17:03 Varnarmál Íslands rædd á fundi í Frakklandi Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, ræddi varnarmál Íslands á fundi sínum með Philippe Douset-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Utanríkisráðherra er staddur í vinnuheimsókn í París í boði franska starfsbróður síns. 21.3.2006 17:00 Tvær snjóbyssur að gjöf Á aðalfundi Sparisjóðs Svarfdæla í gær var Skíðafélagi Dalvíkur fært að gjöf andvirði tveggja snjóbyssa til að stækka snjóframleiðslukerfi félagsins í Böggvisstaðafjalli. 21.3.2006 16:30 Vilja að stuðlað verði að farsælum starfslokum Framkvæmdarstjórn Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að stjórnvöld hefjist strax handa við stefnumörkun um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Í ályktun sem framkvæmdarstjórnin sendi frá sér segir að gera verði þá kröfu til íslenskra stjórnvalda og Bandaríkjahers sem atvinnurekanda að stuðlað verði að farsælum starfslokum allra starfsmanna og leita til leiða til að draga úr afleiðingum uppsagnanna með félagslegri aðstoð. 21.3.2006 16:17 Sjá næstu 50 fréttir
Áfrýjað í Baugsmálinu Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í síðustu viku. Hann áfrýjar sýknun í sex af átta ákæruliðum. 22.3.2006 15:52
Sjómenn í meiri lífshættu eftir brottflutning varnarliðsþyrlna Sjómenn verða í mun meiri lífshættu eftir að þyrlur varnarliðsins fara, ef ekki verður bætt úr þyrluflota Landhelgisgæslunnar. Þetta segir varaformaður Vélstjórafélags Íslands. 22.3.2006 15:38
Fagna flutningi starfa út á land Þingmenn úr öllum flokkum fögnuðu því á Alþingi í dag að starfsemi Fæðingarorlofssjóðs skuli flutt í Húnavatnssýslur. Þeir sögðu að með því væri stutt við atvinnulíf á landsbyggðinni. 22.3.2006 15:38
Rafgeymar splundruðust yfir all stórt svæði Ílát sem notað er til flutnings á notuðum rafgeymum valt af bíl frá Flytjanda í gærkvöldi. Við það splundruðust rafgeymar sem voru í ílátinu yfir all stórt svæði. Óhappið varð um klukkan sjö í gærkvöldi við rætur Öxnadalsheiðar. Hreinsunarstarf gekk vel en fimmtán manns frá Brunavörnum Skagafjarðar og Björgunarsveitinni í Varmahlíð stóðu að hreinsuninni fram undir miðnætti í gær. 22.3.2006 15:30
Dæmdur fyrir umferðarlagabrot Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot. 22.3.2006 15:20
Áreitti tvær ungar stúlkur Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig. 22.3.2006 15:10
Bílvelta nærri Varmahlíð Ökumaður velti bíl sínum rétt fyrir utan Varmahlíð um klukkan þrjú. Að sögn lögreglunnar á Sauðarkróki er lögreglan á staðnum en bílstjórinn virðist hafa misst stjórn á bílnum í hálku með fyrrgreindum afleiðingum. 22.3.2006 15:08
Flugmálastjórnir settar undir einn hatt Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli verður lögð niður í núverandi mynd og starfsemi hennar flutt undir Flugmálastjórn Íslands. Samgönguráðherra segir hægt að ná fram mikilli hagræðingu með þessum hætti en segir þetta ekki þurfa að hafa mikil áhrif á það fólk sem þar vinnur. 22.3.2006 13:32
Fylgi við aðild Íslands að ESB minnkar Færri segjast hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en undanfarin ár, samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Þeim sem vilja taka upp evruna fjölgar hins vegar töluvert frá síðustu könnun. 22.3.2006 13:00
Mátti ekki svara fyrir sig Forsetinn átti ekki að svara fyrir sig þegar Morgunblaðið gagnrýndi Mónakóferð forsetans á síðasta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Fréttablaðsins. Hann segir að með því hafi forsetinn farið gegn stjórnskipulegri stöðu sinni. 22.3.2006 12:45
Síminn selur líklega sinn hlut í Kögun Skoðun, dótturfélag Dagsbrúnar, hefur keypt fimmtíu og eitt prósent hlutafjár í Kögun. Síminn, sem er stærsti hluthafinn í Kögun, hafði sýnt áhuga á að leiða fyrirtækið en mun nú líklega fara út úr fyrirtækinu. 22.3.2006 12:07
Aðstandendafélag aldraðra stofnað Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða. 22.3.2006 11:15
Fjölmargir skila skattframtali rafrænt Alls hafa rúmlega sextíu þúsund manns skilað inn skattframtali á Netinu. Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rann út á miðnætti. 22.3.2006 11:00
Stórt verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa 26 þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. Landið sem Smáratorg hefur tryggt sér var áður var nýtt undir körtubraut við Reykjanesbrautina. Að sögn Agnesar Geirsdóttur, framkvæmdastjóra Smáratorgs, sem kynnti hugmyndina á framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar fyrir tæpum tveimur vikum hyggst fyrirtækið reisa sams konar verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ og á Selfossi. Vinna að teikningum á húsunum er á frumstigi en fyrstu teikninga er að vænta í maí. Á lóðinni í Reykjanesbæ verður gert ráð fyrir 23 þúsund og fimm hundruð fermetra verslunarhúsi þar sem Rúmfatalagerinn verður að finna, stóra matvöruverslun ásamt minni verslunum. Þá er gert ráð fyrir 1500 fermetrum undir bensínstöð á svæðinu og þúsund fermetrum undir veitingastað en ekki er ljóst hver það verður. Aðspurð segir Agnes að ef allt gangi að óskum verði ráðist í framkvæmdirnar í bæði Reykjanesbæ og á Selfossi á næsta ári og er áætlað að þeim ljúki haustið 2008. Eins og kunnugt er hafa menn töluverðar áhyggjur af atvinnumálum á Suðurnesjum eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu að dregið yrði verulega úr starfsemi varnarliðsins á næstu mánuðum Agnes segist ekki geta spáð fyrir um hversu margir fái vinnu í hinum nýju verslunum í Reykjanesbæ enda vinna að verkefninu skammt á veg kominn. Þá bendir hún á að verslanirnar verði ekki opnaðar fyrr en á haustdögum 2008. 22.3.2006 10:30
Launavísitalan hækkar Launavísitala hefur hækkað um 8,6% síðastliðnum tólf mánuði. Launavísitala febrúarmánðar er 284,4 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í apríl 2006 er 6222 stig að því fram kemur á vef Hagstofunnar. 22.3.2006 10:08
Mengunarslys í Norðurárdal Mengunarslys varð í Norðurárdal í gærkvöldi þegar ker með rafgeymum féll af vörubifreið sem ók þar um. 22.3.2006 09:45
Vill aðstoð Breta við að þrýsta á Evrópusambandið Sjávarútvegsráðherra hvetur hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Bretlandi til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum. Ráðherrann er nú staddur í heimsókn í Bretlandi. 22.3.2006 09:01
Þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela málverki og skjalatösku Karlmaður var í gær dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið málverki á Hótel Loftleiðum fyrir um fjórum árum og skjalatösku í verslun Pennans í fyrra. 22.3.2006 08:30
Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var nýverið í tengslum við innflutning annars Litháa á fíkniefnum hingað til lands. Um var að ræða mikið magn amfetamíns í vökvaformi. 22.3.2006 08:09
Náttúruminjasafn Íslands eitt þriggja höfuðsafna Náttúruminjasafn Íslands verður eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi ásamt Þjóðminjasafninu og Listasafni Íslands nái nýtt frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi fram að ganga. Í framhaldinu stendur svo til að finna Náttúrugripasafninu nýjan stað. 22.3.2006 08:00
Vill persónulega liðveislu fyrir fatlaða hér á landi Persónuleg liðsveisla fyrir fatlaða er hagkvæmara fyrir ríkið en rekstur stofnana fyrir fatlaða og skilar sér margfalt til þeirra sem hennar njóta. Reynsla af persónulegri liðveislu fyrir fatlaða hefur gefið góða raun í Danmörku en þar ráða fatlaðir sjálfir sína aðstoðarmenn. 22.3.2006 08:00
Ráðherra telur sig vanhæfan til að skipa hæstarréttardómara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstarréttardómara sem auglýst hefur verið til umsóknar. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. 22.3.2006 07:35
Nærri 58 þúsund manns hafa skilað inn framtölum á Netinu 57.656 höfðu skilað inn skattframtali á Netinu í kvöld klukkan níu en frestur til að skila inn framtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti. Þetta kemur fram á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. 21.3.2006 22:15
26 þúsund fermetra verlsunarhúsnæði í Reykjanesbæ Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa tuttugu og sex þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. 21.3.2006 22:07
Mikill áhugi á matreiðslu í Rimaskóla Matreiðsluáhugi í Rimaskóla er með því mesta sem þekkist í grunnskólum landsins en árlega taka tugir nemenda þátt í kokkakeppni skólans. Kokkameistarakeppnin var haldin í þriðja skiptið í dag og óhætt er að segja að þar leynist margur meistarakokkurinn. Heimilisfræði er valfag í 9. og 10. bekk og er fagið vinsælasta valfag skólans en 89 nemendur eru í matreiðslu. 21.3.2006 22:00
Eigum að berjast gegn stríðsvélinni Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli loksins vera á förum og krefst þess að stjórnvöld hugsi gáfulega og taki forystu sem friðelskandi þjóð. Í á´lyktun sem stjórnin sendi frá sér segir að þrátt fyrir að Ísland sé að losna við stríðstól úr landi þá sé ætlun Bandaríkjahers að nota þessi tól til að myrða fólk í öðrum löndum. Segir ennfremur að Ísland eigi að berjast gegn stríðsvélinni en ekki verahuglaust, sérhlífið og sjálfselskt. 21.3.2006 21:15
Þjónusta fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi Framlag þjónustu til landsframleiðslu eykst ár frá ári og þjónusta er fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi. Iðnaðar-og viðskiptaráðherra segir mikilvægt að efla ólíkar starfsgreinar til að auka sveigjanleika í efnahagslífinu. 21.3.2006 21:00
Hvatti til að tollum yrði aflétt af íslenskum fiski Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti í dag fyrirtæki í sjávarútvegi á Humberside svæðinu í Bretlandi og hitti að máli bæði borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby. Á fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hvatti sjávarútvegsráðherra þá til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum, sem fluttar eru út til sambandslandanna. Jafnframt því að aflétt yrði útflutningsálagi á ferskan fisk frá Íslandi. 21.3.2006 20:46
Vöknum með AFA Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra, AFA, verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða og er ætlað að vekja Íslendinga til umhugsunar um málefni aldraðra. 21.3.2006 20:05
Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón. 21.3.2006 19:15
Skýrsla Danske Bank er full af rangfærslum Hlutabréf þriggja stærstu bankanna hríðféllu í dag eftir að skýrsla Danske Bank um íslensk efnahagsmál var birt. Ingólfur Bender, hagfræðingur, segir skýrsluna fulla af rangfærslum. 21.3.2006 19:08
Vaktakerfi flugumferðarstjóra verður breytt Flugmálastjórn segist vilja stytta vaktir í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, en fimm ára samningaviðræður hafi ekki skilað árangri. Því komi til greina að breyta vaktakerfinu einhliða. Ágreiningurinn sé fyrir félagsdómi og reynt verði að fá félagsdóm til að útkljá öll deilumál aðila. 21.3.2006 19:05
Lægsta tilboð í Héðinsfjarðargöng 5,7 milljarðar króna Tékkneskur verktaki, Metrostav, í samstarfi við Háfell, átti lægsta tilboð í Héðinsfjarðargöng, upp á 5,7 milljarða króna. Tilboð þeirra reyndist 720 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 21.3.2006 19:02
Hátt í 55 þúsund hafa skilað framtölum á Netinu Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti í kvöld en klukkan sex höfðu 54.780 skilað inn framtali á Netinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. 21.3.2006 19:01
Kemur til greina að Nató taki við varnarhlutverki Framkvæmdastjóri NATÓ telur koma til greina að sambandið taki við varnarhlutverki Bandaríkjamanna hér á landi. Í gær ræddi hann málefni Íslands við George Bush, forseta Bandaríkjanna, Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. 21.3.2006 18:57
Höfundur Draumalandsins stendur við ummælin Höfundur Draumalandsins dregur ekkert í land, þótt Alcoa kalli hann ósannindamann. Alcoa sé umsvifamikill þáttakandi í hönnun og þróun á stríðsvélum, ekki aðeins venjulegur hráefnisframleiðandi. "Alcoa framleiðir til dæmis Tomahawk eldflaugarnar, Bradley skriðdreka sem eru svona allra ljótustu djöflarnir sem við sjáum í Íraksmyndunum. Við erum hluti af mjög stóru og grimmu samhengi," segir Andri Snær sem skrifaði bók sína til að stinga á kýlum í samfélaginu. 21.3.2006 18:55
Segir suma fjölmiðla og stjórnarandstöðu hlaupa á eftir erlendum rangfærslum Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að það væri áhyggjuefni hversu viljugir sumir fjölmiðlar og stjórnarandstaðan hefðu verið að hlaupa á eftir rangfærslum erlendra aðila um íslensk efnahagsmál. 21.3.2006 18:54
Fráleitt að Alfreð bjóði orku til álvers í Helguvík Vinstri grænir í Reykjavík segja fráleitt að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, bjóði orku til álvers í Helguvík án samráðs við stjórn Orkuveitunnar eða borgarstjórn. Alfreð segir að nýtt álver sé langáhrifaríkasta aðferðin til að bæta atvinnuástandið á Suðurnesjum og það eina sem er fast í hendi. 21.3.2006 18:49
Umhverfissvið Rvk óskar eftir umsóknum Umhverfisráð Reykjavíkur hefur auglýst eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2006. Til greina kemur fyrirtæki eða stofnun sem leitast við að haga rekstri sínum í samræmi við reglur um sjálfbæra þróun. Viðurkenningin kom í hlut Borgarholtsskóla árið 2005 og var það í níunda sinn sem hún var veitt. 21.3.2006 17:49
Virðisaukalágmarkið hækki Lágmark virðisaukaskattskyldrar sölu verður hækkað úr tvö hundruð og tuttugu þúsundum í fimm hundruð þúsund nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga á Alþingi. 21.3.2006 17:07
Tilboð í Héðinsfjarðargöng opnuð í dag Tékkneska vertakafyrirtækið Metrostav a.s. og Háfell ehf. stóðu sameiginlega að lægsta tilboði í gerð Héðinsfjarðarganga en tilboð í göngin voru opnuð í dag. Tilboðið hljóðaði upp á rúma fimm komma sjö milljarða og sem er um áttatíu og níu prósent af áætluðum verkkostnaði. Fimm tilboð hafa borist í verkið og tvö frávikstilboð en göngin verða þrír komma sjö kílómetrar á lengd á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um sex komma níu kílómetra löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Næst lægsta tilboðið hljóðaði uppá rúma fimm komma átta milljarða króna þannig að litlu munar á tilboðunum tveimur. 21.3.2006 17:03
Varnarmál Íslands rædd á fundi í Frakklandi Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, ræddi varnarmál Íslands á fundi sínum með Philippe Douset-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Utanríkisráðherra er staddur í vinnuheimsókn í París í boði franska starfsbróður síns. 21.3.2006 17:00
Tvær snjóbyssur að gjöf Á aðalfundi Sparisjóðs Svarfdæla í gær var Skíðafélagi Dalvíkur fært að gjöf andvirði tveggja snjóbyssa til að stækka snjóframleiðslukerfi félagsins í Böggvisstaðafjalli. 21.3.2006 16:30
Vilja að stuðlað verði að farsælum starfslokum Framkvæmdarstjórn Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að stjórnvöld hefjist strax handa við stefnumörkun um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Í ályktun sem framkvæmdarstjórnin sendi frá sér segir að gera verði þá kröfu til íslenskra stjórnvalda og Bandaríkjahers sem atvinnurekanda að stuðlað verði að farsælum starfslokum allra starfsmanna og leita til leiða til að draga úr afleiðingum uppsagnanna með félagslegri aðstoð. 21.3.2006 16:17