Innlent

Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald

MYND/Vísir

Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var nýverið í tengslum við innflutning annars Litháa á fíkniefnum hingað til lands. Um var að ræða mikið magn amfetamíns í vökvaformi. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa komið að innflutningi á fíkniefnum í desember síðastliðnum, auk þess sem amfetamíntöflur og leiðbeiningar um amfetamínframleiðslu fundust á heimili hans. Hinn grunaði, sem er búsettur hér á landi, neitar allri aðild að málunum. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir á meðan mál mannsins er ólokið, en þó ekki lengur en til tuttugasta og áttunda apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×