Innlent

Vill persónulega liðveislu fyrir fatlaða hér á landi

Persónuleg liðsveisla fyrir fatlaða er hagkvæmara fyrir ríkið en rekstur stofnana fyrir fatlaða og skilar sér margfalt til þeirra sem hennar njóta. Reynsla af persónulegri liðveislu fyrir fatlaða hefur gefið góða raun í Danmörku en þar ráða fatlaðir sjálfir sína aðstoðarmenn.

Evald Krog, formaður heildarsamtaka fólks með vöðvarýrnunarsjúkdóma í Danmörku, hélt fyrirlestur á málþingi öryrkjabandalagsins á Grand hótel í gær. Krog er með vöðvarýrnunarsjúkdóm og þarf aðstoðarmenn til að hjálpa sér við daglegt líf. Krog er ötull talsmaður fatlaðra en hann hefur farið víða og kynnt persónulega liðveislu fyrir fatlaða, en í henni felst að fatlaðir eiga rétt á aðstoðarmanniráða til sín aðstoðarmann og sveitafélögin borga laun þeirra. Persónuleg liðveisla komst til laga í Danmörku árið 1981. Um 1100 manns í nýta sér þessa þjónustu í Danmörku og sé miðað við höfðatölu áætlar Krog að um 50 manns hér á landi þyrftu á henni að halda, stæði hún til boða. Krog vill sjá breytingar hér á landi en hann segir að auðvelt sé þetta sé ekki spurning um kostnað heldur afstöðu og vilja.

Krog hyggst koma aftur í september til þess að sjá hvernig málin þróast hér á landi og til þess að gæta þess að stjórnvöld taki sig á og bæti þjónustu fyrir fatlaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×