Fleiri fréttir 65 milljónir til Vestfjarða Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2006 og fara rúmar 65 milljónir króna til Vestfjarða. Í frétt á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að tíu kirkjur á Vestfjörðum fái styrk en hæsta styrkinn, fjórar milljónir króna, fær Þingeyrarkirkja við Dýrafjörð. 14.3.2006 15:37 Liggur enn á gjörgæslu eftir vinnuslys í Garðabæ Maður sem féll af húsþaki við vinnu sína í Garðabæ í lok febrúar liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala - háskólasjúkrahúss og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn hlaut mikla áverka á brjóstholi við fallið sem voru um fimm metrar. Líða hans er eftir atvikum góð, að sögn vakthafandi læknis. 14.3.2006 15:30 Leggur til að upplýsingar um líffæragjöf komi fram á ökuskírteini Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga. Hann leggur til að farin verði sú leið að notast við upplýsingar á ökuskírteinum líkt og gert sé í Bandaríkjunum, en látnir ökumenn koma oft til greina sem líffæragjafar. 14.3.2006 15:29 Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli í dag. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur Ísafjarðarsýslu en nafninu var síðar breytt í Sparisjóð Þingeyrarhrepps. 14.3.2006 15:21 Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 15:12 Gunnar Einarsson bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Garðabæ Gunnar Einarsson verður bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Garðabæ við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Ítilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ segir að Gunnar sé starfandi bæjarstjóri í Garðabæ en hann tók við embættinu fyrir tæpu ári þegar Ásdís Halla Bragadóttir lét af störfum. 14.3.2006 14:09 Glitnismótið í hraðskák hefst á morgun Á morgun hefst Glitnismótið í hraðskák í Ráðhúsinu í Reykjavík. Meðal þátttakenda á mótinu eru Judit Polgar og Vishy Anand og er mótið er haldið í minningu um Harald Blöndal sem hefði orðið sextugur á þessu ári. Bakhjarl mótsins er Glitnir en undiriritun samnings þess efnis fór fram í húsnæði Gltinis í morgun 14.3.2006 14:00 Hlutur Fons í Plastprenti í sölumeðferð Tæplega 62% hlutur Fons Eignarhaldsfélags í Plastprenti er nú í sölumeðferð hjá MP Fjárfestingarbanka hf. Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er alþjóðlegt fjárfestingafélag sem sérhæfir sig í fjárfestingum í fyrirtækjum með mikla framtíðarmöguleika til vaxtar og hagræðingar. 14.3.2006 13:55 Enn einn kvöldfundurinn um vatnalög Umræður um vatnalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar halda áfram á Alþingi í dag, eftir enn einn kvöldfundinn í gær, þar sem aðeins örfáir þingmenn komust í ræðustól. Ekki er útlit fyrir að umræðu um málið ljúki á næstunni. Við upphaf umræðunnar í gærkvöldi gagnrýndi stjórnarandstaðan fundarstörf forseta og krafðist þess að skipulagi væri komið á þingstörf svo þingmenn gætu skipulagt tíma sinn í samræmi við það. 14.3.2006 13:52 Kanna þarf áhrif á fuglalíf vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli Kanna þarf betur hvaða áhrif efnistaka úr Ingólfsfjalli hafi á fuglalíf, könnun á þessum þætti er á engan hátt fullnægjandi, segir í svari stjórnar Landverndar um frummatsskýrslu sem Fossvélar sendu frá sér í janúar um efnistöku úr fjallinu. 14.3.2006 13:18 Áhrif áliðnaðarins á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands hafa aflað sér lögfræðiálits um hverjar skuldbindingar Íslands séu gagnvart Kyoto-bókuninni og Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Lögfræðiálitið var unnið af Dr Roda Verheyen hjá lögmannsstofu Gunther, Heidel, Wollenteit og Hack í Hamburg. 14.3.2006 12:03 Krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morgun Bæði krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morgun og hækkuðu á ný eftir að markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hafði rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum. 14.3.2006 11:30 Alvarlega slösuð eftir bílslys á Sæbraut Líðan konunnar sem slasaðist í bílslysi á Sæbraut í gærmorgun er stöðug en hún slasaðist mjög alvarlega, er hún enn á gjörgæsludeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. 14.3.2006 10:38 Hannes Hlífar Stefánsson efstur Íslendinga Alþjólega Reykjavíkurskákmótinu lýkur í dag en efstir fyrir síðustu umferð með sex og hálfan vinning eru norski undradrengurinn Magnus Carlsen, Armeninn Gabriel Sargissian og Indverjinn Pentala Harikrishna. 14.3.2006 09:48 Ók of hratt með kerru í eftirdragi Ökumaður, sem lögreglan í Vík í Mýrdal tók nýverið fyrir að aka á hundrað tuttugu og þriggja kílómetra hraða, eða rösklega 40 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða, reyndist líka vera með kerru í eftirdragi. Kerrur eru afar mismunandi vel búnar, en hvað sem þær eru vel úr garði gerðar vill lögreglan benda fólki á að þær eru ekki ætlaðar til hraðaksturs. 14.3.2006 09:45 Tveggja mánaða skilorðsbundinn dómur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í tveggja mánaða skiloðrsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega hundrað þúsund krónur í skaðabætur fyrir líkamárás á skemmtistaðnum Nelly's í nóvember 2004 en meintur vitorðsmaður hans í málinu var sýknaður. 14.3.2006 09:45 Afli íslenskra fiskiskipa dregst saman Afli íslenskra fiskiskipa hefur dregist saman um tæplega fjörutíu prósent á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskistofu í tilefni þess að í lok febrúar var fiskveiðiárið hálfnað. 14.3.2006 09:39 Íbúar Reykjavíkur borga ljósleiðaravæðingu á Seltjarnarnesi Lagning ljósleiðara í mörgum hverfum Reykjavíkur hefur setið á hakanum á sama tíma og borgarbúar eru látnir standa undir kostnaði við ljósleiðaravæðingu í öðrum sveitarfélögum. 14.3.2006 09:34 Eldur í mjölgeymi Eldur kviknaði í mjölgeymi við fiskimjölsverksmiðjuna í Helguvík á níunda tímanum í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á vettvang. Eldurinn náði ekki útbreiðslu og gekk greiðlega að slökkva hann. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af honum en talið er að eldsupptök megi rekja til ofhitnunar á mjöli. 14.3.2006 09:00 Eitt stærsta fíkniefnamál á Litla Hrauni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú eitt stærsta fíkniefnamál, sem upp hefur komið í fangelsinu á Litla Hrauni. Við leit á fanga, sem hafði fengið dags leyfi um helgina, fundust hundrað grömm af hassi og nokkrir tugir gramma af amfetamíni þegar hann kom aftur í fangelsið. Hann var strax settur í einangrunarvist og verið er að rannsaka hvort hann hafi átt vitorðsmenn innan veggja fangelsisins. 14.3.2006 08:45 Féll af snjóbretti og missti meðvitund Ungur drengur missti meðvitund þegar hann féll af snjóbretti í Bláfjöllum í gærkvöld. Þegar var kallað á sjúkrabíl, en þegar hann og lögregla komu á vettvang hafði drengurinn rankað við sér. Engu að síður var hann fluttur á Slysadeild til rannsóknar og reyndist hann óbrotinn. 14.3.2006 08:30 Borgarbúar borga fyrir lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi Lagning ljósleiðara í mörgum hverfum Reykjavíkur hefur setið á hakanum á sama tíma og borgarbúar eru látnir standa undir kostnaði við ljósleiðaravæðingu í öðrum sveitarfélögum. Þessu heldur Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ fram og vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. 14.3.2006 08:00 Markaðsvirði rýrnað um 200 milljarða Markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hefur rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum eftir að Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Þá vekur Morgan Stanley athygli á mikilli hlutabréfaeign bankanna og að íslensku bréfin hafi hækkað um 60 til 75 prósent á einu ári. Ef sú hækkun íslensku bréfanna gengi verulega til baka, eða um 50 prósent, myndi eign bankanna í þeim rýrna um samtals 48 milljarða króna. 14.3.2006 07:49 Atvinnuleysi 1,6% í febrúar Atvinnuleysi á landinu mældist 1,6% í síðasta mánuði en var 2,8% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Vinnumálastofnun birti á vefsíðu sinni í dag. Í ár voru skráðir hátt í 47 þúsund atvinnuleysisdagar á öllu landinu í febrúar sem jafngildir því að rúmlega 2300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá. 13.3.2006 23:15 Utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Danmerkur Tveggja daga opinber heimsókn Geirs H. Haarde utanríkisráðherra og Ingu jónu Þórðardóttur, eiginkonu hans, til Danmerkur, hófst í dag. Heimsóknin hófst með fundi milli utanríkisráðherrans og danska varnarmáraráðherrans, Søren Gade. 13.3.2006 22:15 Engin niðurstaða á fundi Forseti Alþingis átti í kvöld fund með þingflokksformönnum til að reyna að leita leiða til að leysa þann hnút sem umræður um vatnalög iðnaðarráðherra eru komnar í á Alþingi. Ekkert samkomulag náðist. Kvöldfundi um málið var því framhaldið og alls óvíst hvenær annarri umræðu um málið lýkur. 13.3.2006 22:04 Eldur í SR mjöl í Helguvík Eldur kom upp í mjölkæli í fiskimjölsverksmiðju SR mjöls í Helguvík í á níundatímanum í kvöld. Starfsmenn brugðust fljótt og vel við og náðu að halda eldinum í skefjum þar til brunavarnalið suðurnesja kom á staðinn. greiðlega gekk að slökkva eldinn en ekki er vitað um tjón að svo stöddu. 13.3.2006 21:58 Nám í Evrópufræðum á Bifröst fær styrk Meistaranám í Evrópufræðum við viðskiptaháskólanna á Bifröst hefur hlotið styrk til þriggja ára úr Jean Monnet sjóð Evrópusambandsins. Styrkurinn þykir mikil viðurkenning fyrir skólann. 13.3.2006 20:48 Afli fiskiskipa hefur dregist saman um 40% Afli íslenskra fiskiskipa hefur dregist saman um tæplega fjörutíu prósent á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við síðasta ár. 13.3.2006 20:34 Nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. hefur sótt um markaðsleyfi til Evrópsku lyfjastofnunarinnar fyrir nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini. Ef allt gengur að óskum má reikna með að bóluefnið verði komið á markað í Evrópu á næsta ári. 13.3.2006 19:55 Hlutverk Íbúðalánasjóðs endurskoðað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur beðið um að endurskoðun á hlutverki Íbúðalánasjóðs verði hraðað en horft er til þess að breyta honum í heildsölubanka. Halldór fól nýjum félagsmálaráðherra að fylgja málinu eftir þegar breytingar urðu á ríkisstjórninni. 13.3.2006 19:45 Heilbrigðisráðherra tók ekki af skarið Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra tók ekki af skarið í umræðum á Alþingi í dag og lofaði fjármögnun til hágæsluherbergis á Barnaspítalanum. Þess í stað benti hún á að spítalinn hefði ekki haft þetta á forgangslista. Þingumræðurnar voru sprottnar af umfjöllun Kompáss í í gærkvöld, en þar sögðu foreldrar frá átakanlegri reynslu af því þegar barn þeirra dó í höndunum á þeim, á langri leið frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. 13.3.2006 19:30 Húsvíkingar margt reynt í atvinnumálum Pappírsverksmiðja, parketvinnsla, krókódílaeldi, tílapíaeldi, glúkósaverksmiðja, pólýolverksmiðja. Allt eru þetta dæmi um tilraunir til atvinnuuppbyggingar á Húsavík. Bæjarstjórinn á Húsavík segir það lýsa hroka og fordómum þegar því sé haldið fram að þar hafi menn bara beðið eftir álveri. Þvert á móti hafi menn í áratugi leitað að tækifærum. 13.3.2006 19:21 Hlutabréf féllu - krónan lækkaði Hlutabréf í Kauphöll Íslands féllu um nærri fjögur prósent í dag. Þetta er mesta lækkun sem orðið hefur á einum degi hérlendis í eitt og hálft ár. Krónan lækkaði um tvö prósent og hefur hún ekki verið veikari frá því haustið 2004. Erlend fjármálafyrirtæki hafa sent ýmist neikvæðar eða jákvæðar umsagnir um íslensku bankana í dag og um helgina. 13.3.2006 19:13 Ekki í hættu Íslenska bankakerfið er fjarri því að vera í einhverri hættu vegna gagnrýni erlendra fjölmiðla, segir fjármálaráðherra. Danska fjárfestingafélagið Nykredit beindi því umbúðalaust til fjárfesta sinna í dag að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum. 13.3.2006 19:05 Framsókn sameinist Samfylkingu Framsóknarflokkurinn á að skoða af fullri alvöru nánari samvinnu, eða jafnvel sameiningu við Samfylkinguna, segir Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson. Flokkurinn virðist, að hans mati, hafa misst forystuhlutverk sitt í íslenskum stjórnmálum. 13.3.2006 19:00 Harður árekstur við Hvalfjarðargöngin Fólksbifreið lenti í hörðum árekstri við vörubíl með tengivagn á gatnamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar á fimmta tímanum. Þrír voru í fólksbifreiðinni, allt unglingar. Nota þurfti klippur til að ná ökumanni hennar, 17 ára pilti, út úr bílnum og var hann fluttur mikið slasaður til aðhlynningar í Reykjavík. 13.3.2006 18:13 Hjálparstarf kirkjunnar vill að ríkið endurgreiði 2 milljónir Fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar fer fram á að ríkið endurgreiði tvær milljónir króna sem innheimtar voru í virðisaukaskatt af söfnun til neyðaraðstoðar í Pakistan. Söfnunin fór fram með sölu á geisladisknum Hjálpum þeim. 13.3.2006 18:00 Langhlaup en ekki spretthlaup Úrvalsvísitalan lækkaði um rétt tæp 4% í dag og gengi nokkurra stórra fyrirtækja lækkaði um meira en 5%. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir þrátt fyrir þetta enga ástæðu til að óttast hrun á markaðnum. 13.3.2006 17:30 Hvött til að tryggja fjármagn fyrir hágæsluherbergi Siv Friðleifsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, var hvött til þess á þingi í dag til að tryggja fjármagn til að reka hágæsluherbergi á Barnaspítalanum. Ráðherra tók ekki af skarið en sagði málið í skoðun og benti jafnframt á að stjórn spítalans hefði ekki haft slíkt herbergi á forgangslista fyrir þetta fjárlagaár. 13.3.2006 17:30 Eignir lífeyrissjóða 1220 milljarðar Eignir lífeyrissjóðanna námu 1220 milljörðum íslenskra króna í lok janúar og jukust um 54 milljarða í mánuðinum. 13.3.2006 17:15 Engar breytingar fyrr en í október Engar breytingar verða á viðskiptum lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu FL Group, og ferðaskrifstofunnar Star Tours þar til í október að því er fram kemur í tilkynningu frá Sterling. Sterling hefur séð um farþegaflutninga fyrir Star Tours sem nú snýr sér að SAS. 13.3.2006 16:45 Fyrirlestri mótmælt Nokkrir stúdentar við Háskóla Íslands stóð fyrir mótmælum í og við Odda í hádeginu þar sem fram fór fyrirlestur bandaríska fræðimannsins og stjórnmálaráðgjafans Michael Rubin. Mótmælendurnir andæfðu þætti hans í stefnumótun bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak. 13.3.2006 16:30 Úrvalsvísitalan niður fyrir 6000 stig Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rétt tæp 4% frá opnun markaðar í morgun. Hún er nú komin niður fyrir 6000 stig. Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað töluvert í dag og hefur lækkunin verið einna mest hjá fjármálastofnunum. 13.3.2006 15:30 Hinir efnameiri geti ekki greitt fyrir forgang Bæði Samfylkingin og Vinstri - grænir leggjast gegn þeim hugmyndum að hinum efnameiri verði heimilað að greiða fyrir það að komast framar á biðlista í heilbrigðiskerfinu, en hvatt er til umræðu um það í nýrri skýrslu á vegum nefndar heilbrigðisráðherra. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir markmiðið að kalla eftir skýrum svörum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum. 13.3.2006 15:28 Sjá næstu 50 fréttir
65 milljónir til Vestfjarða Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2006 og fara rúmar 65 milljónir króna til Vestfjarða. Í frétt á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að tíu kirkjur á Vestfjörðum fái styrk en hæsta styrkinn, fjórar milljónir króna, fær Þingeyrarkirkja við Dýrafjörð. 14.3.2006 15:37
Liggur enn á gjörgæslu eftir vinnuslys í Garðabæ Maður sem féll af húsþaki við vinnu sína í Garðabæ í lok febrúar liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala - háskólasjúkrahúss og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn hlaut mikla áverka á brjóstholi við fallið sem voru um fimm metrar. Líða hans er eftir atvikum góð, að sögn vakthafandi læknis. 14.3.2006 15:30
Leggur til að upplýsingar um líffæragjöf komi fram á ökuskírteini Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga. Hann leggur til að farin verði sú leið að notast við upplýsingar á ökuskírteinum líkt og gert sé í Bandaríkjunum, en látnir ökumenn koma oft til greina sem líffæragjafar. 14.3.2006 15:29
Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli í dag. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur Ísafjarðarsýslu en nafninu var síðar breytt í Sparisjóð Þingeyrarhrepps. 14.3.2006 15:21
Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 15:12
Gunnar Einarsson bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Garðabæ Gunnar Einarsson verður bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Garðabæ við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Ítilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ segir að Gunnar sé starfandi bæjarstjóri í Garðabæ en hann tók við embættinu fyrir tæpu ári þegar Ásdís Halla Bragadóttir lét af störfum. 14.3.2006 14:09
Glitnismótið í hraðskák hefst á morgun Á morgun hefst Glitnismótið í hraðskák í Ráðhúsinu í Reykjavík. Meðal þátttakenda á mótinu eru Judit Polgar og Vishy Anand og er mótið er haldið í minningu um Harald Blöndal sem hefði orðið sextugur á þessu ári. Bakhjarl mótsins er Glitnir en undiriritun samnings þess efnis fór fram í húsnæði Gltinis í morgun 14.3.2006 14:00
Hlutur Fons í Plastprenti í sölumeðferð Tæplega 62% hlutur Fons Eignarhaldsfélags í Plastprenti er nú í sölumeðferð hjá MP Fjárfestingarbanka hf. Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er alþjóðlegt fjárfestingafélag sem sérhæfir sig í fjárfestingum í fyrirtækjum með mikla framtíðarmöguleika til vaxtar og hagræðingar. 14.3.2006 13:55
Enn einn kvöldfundurinn um vatnalög Umræður um vatnalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar halda áfram á Alþingi í dag, eftir enn einn kvöldfundinn í gær, þar sem aðeins örfáir þingmenn komust í ræðustól. Ekki er útlit fyrir að umræðu um málið ljúki á næstunni. Við upphaf umræðunnar í gærkvöldi gagnrýndi stjórnarandstaðan fundarstörf forseta og krafðist þess að skipulagi væri komið á þingstörf svo þingmenn gætu skipulagt tíma sinn í samræmi við það. 14.3.2006 13:52
Kanna þarf áhrif á fuglalíf vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli Kanna þarf betur hvaða áhrif efnistaka úr Ingólfsfjalli hafi á fuglalíf, könnun á þessum þætti er á engan hátt fullnægjandi, segir í svari stjórnar Landverndar um frummatsskýrslu sem Fossvélar sendu frá sér í janúar um efnistöku úr fjallinu. 14.3.2006 13:18
Áhrif áliðnaðarins á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands hafa aflað sér lögfræðiálits um hverjar skuldbindingar Íslands séu gagnvart Kyoto-bókuninni og Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Lögfræðiálitið var unnið af Dr Roda Verheyen hjá lögmannsstofu Gunther, Heidel, Wollenteit og Hack í Hamburg. 14.3.2006 12:03
Krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morgun Bæði krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morgun og hækkuðu á ný eftir að markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hafði rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum. 14.3.2006 11:30
Alvarlega slösuð eftir bílslys á Sæbraut Líðan konunnar sem slasaðist í bílslysi á Sæbraut í gærmorgun er stöðug en hún slasaðist mjög alvarlega, er hún enn á gjörgæsludeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. 14.3.2006 10:38
Hannes Hlífar Stefánsson efstur Íslendinga Alþjólega Reykjavíkurskákmótinu lýkur í dag en efstir fyrir síðustu umferð með sex og hálfan vinning eru norski undradrengurinn Magnus Carlsen, Armeninn Gabriel Sargissian og Indverjinn Pentala Harikrishna. 14.3.2006 09:48
Ók of hratt með kerru í eftirdragi Ökumaður, sem lögreglan í Vík í Mýrdal tók nýverið fyrir að aka á hundrað tuttugu og þriggja kílómetra hraða, eða rösklega 40 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða, reyndist líka vera með kerru í eftirdragi. Kerrur eru afar mismunandi vel búnar, en hvað sem þær eru vel úr garði gerðar vill lögreglan benda fólki á að þær eru ekki ætlaðar til hraðaksturs. 14.3.2006 09:45
Tveggja mánaða skilorðsbundinn dómur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í tveggja mánaða skiloðrsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega hundrað þúsund krónur í skaðabætur fyrir líkamárás á skemmtistaðnum Nelly's í nóvember 2004 en meintur vitorðsmaður hans í málinu var sýknaður. 14.3.2006 09:45
Afli íslenskra fiskiskipa dregst saman Afli íslenskra fiskiskipa hefur dregist saman um tæplega fjörutíu prósent á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskistofu í tilefni þess að í lok febrúar var fiskveiðiárið hálfnað. 14.3.2006 09:39
Íbúar Reykjavíkur borga ljósleiðaravæðingu á Seltjarnarnesi Lagning ljósleiðara í mörgum hverfum Reykjavíkur hefur setið á hakanum á sama tíma og borgarbúar eru látnir standa undir kostnaði við ljósleiðaravæðingu í öðrum sveitarfélögum. 14.3.2006 09:34
Eldur í mjölgeymi Eldur kviknaði í mjölgeymi við fiskimjölsverksmiðjuna í Helguvík á níunda tímanum í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á vettvang. Eldurinn náði ekki útbreiðslu og gekk greiðlega að slökkva hann. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af honum en talið er að eldsupptök megi rekja til ofhitnunar á mjöli. 14.3.2006 09:00
Eitt stærsta fíkniefnamál á Litla Hrauni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú eitt stærsta fíkniefnamál, sem upp hefur komið í fangelsinu á Litla Hrauni. Við leit á fanga, sem hafði fengið dags leyfi um helgina, fundust hundrað grömm af hassi og nokkrir tugir gramma af amfetamíni þegar hann kom aftur í fangelsið. Hann var strax settur í einangrunarvist og verið er að rannsaka hvort hann hafi átt vitorðsmenn innan veggja fangelsisins. 14.3.2006 08:45
Féll af snjóbretti og missti meðvitund Ungur drengur missti meðvitund þegar hann féll af snjóbretti í Bláfjöllum í gærkvöld. Þegar var kallað á sjúkrabíl, en þegar hann og lögregla komu á vettvang hafði drengurinn rankað við sér. Engu að síður var hann fluttur á Slysadeild til rannsóknar og reyndist hann óbrotinn. 14.3.2006 08:30
Borgarbúar borga fyrir lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi Lagning ljósleiðara í mörgum hverfum Reykjavíkur hefur setið á hakanum á sama tíma og borgarbúar eru látnir standa undir kostnaði við ljósleiðaravæðingu í öðrum sveitarfélögum. Þessu heldur Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ fram og vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. 14.3.2006 08:00
Markaðsvirði rýrnað um 200 milljarða Markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hefur rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum eftir að Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Þá vekur Morgan Stanley athygli á mikilli hlutabréfaeign bankanna og að íslensku bréfin hafi hækkað um 60 til 75 prósent á einu ári. Ef sú hækkun íslensku bréfanna gengi verulega til baka, eða um 50 prósent, myndi eign bankanna í þeim rýrna um samtals 48 milljarða króna. 14.3.2006 07:49
Atvinnuleysi 1,6% í febrúar Atvinnuleysi á landinu mældist 1,6% í síðasta mánuði en var 2,8% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Vinnumálastofnun birti á vefsíðu sinni í dag. Í ár voru skráðir hátt í 47 þúsund atvinnuleysisdagar á öllu landinu í febrúar sem jafngildir því að rúmlega 2300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá. 13.3.2006 23:15
Utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Danmerkur Tveggja daga opinber heimsókn Geirs H. Haarde utanríkisráðherra og Ingu jónu Þórðardóttur, eiginkonu hans, til Danmerkur, hófst í dag. Heimsóknin hófst með fundi milli utanríkisráðherrans og danska varnarmáraráðherrans, Søren Gade. 13.3.2006 22:15
Engin niðurstaða á fundi Forseti Alþingis átti í kvöld fund með þingflokksformönnum til að reyna að leita leiða til að leysa þann hnút sem umræður um vatnalög iðnaðarráðherra eru komnar í á Alþingi. Ekkert samkomulag náðist. Kvöldfundi um málið var því framhaldið og alls óvíst hvenær annarri umræðu um málið lýkur. 13.3.2006 22:04
Eldur í SR mjöl í Helguvík Eldur kom upp í mjölkæli í fiskimjölsverksmiðju SR mjöls í Helguvík í á níundatímanum í kvöld. Starfsmenn brugðust fljótt og vel við og náðu að halda eldinum í skefjum þar til brunavarnalið suðurnesja kom á staðinn. greiðlega gekk að slökkva eldinn en ekki er vitað um tjón að svo stöddu. 13.3.2006 21:58
Nám í Evrópufræðum á Bifröst fær styrk Meistaranám í Evrópufræðum við viðskiptaháskólanna á Bifröst hefur hlotið styrk til þriggja ára úr Jean Monnet sjóð Evrópusambandsins. Styrkurinn þykir mikil viðurkenning fyrir skólann. 13.3.2006 20:48
Afli fiskiskipa hefur dregist saman um 40% Afli íslenskra fiskiskipa hefur dregist saman um tæplega fjörutíu prósent á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við síðasta ár. 13.3.2006 20:34
Nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. hefur sótt um markaðsleyfi til Evrópsku lyfjastofnunarinnar fyrir nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini. Ef allt gengur að óskum má reikna með að bóluefnið verði komið á markað í Evrópu á næsta ári. 13.3.2006 19:55
Hlutverk Íbúðalánasjóðs endurskoðað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur beðið um að endurskoðun á hlutverki Íbúðalánasjóðs verði hraðað en horft er til þess að breyta honum í heildsölubanka. Halldór fól nýjum félagsmálaráðherra að fylgja málinu eftir þegar breytingar urðu á ríkisstjórninni. 13.3.2006 19:45
Heilbrigðisráðherra tók ekki af skarið Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra tók ekki af skarið í umræðum á Alþingi í dag og lofaði fjármögnun til hágæsluherbergis á Barnaspítalanum. Þess í stað benti hún á að spítalinn hefði ekki haft þetta á forgangslista. Þingumræðurnar voru sprottnar af umfjöllun Kompáss í í gærkvöld, en þar sögðu foreldrar frá átakanlegri reynslu af því þegar barn þeirra dó í höndunum á þeim, á langri leið frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. 13.3.2006 19:30
Húsvíkingar margt reynt í atvinnumálum Pappírsverksmiðja, parketvinnsla, krókódílaeldi, tílapíaeldi, glúkósaverksmiðja, pólýolverksmiðja. Allt eru þetta dæmi um tilraunir til atvinnuuppbyggingar á Húsavík. Bæjarstjórinn á Húsavík segir það lýsa hroka og fordómum þegar því sé haldið fram að þar hafi menn bara beðið eftir álveri. Þvert á móti hafi menn í áratugi leitað að tækifærum. 13.3.2006 19:21
Hlutabréf féllu - krónan lækkaði Hlutabréf í Kauphöll Íslands féllu um nærri fjögur prósent í dag. Þetta er mesta lækkun sem orðið hefur á einum degi hérlendis í eitt og hálft ár. Krónan lækkaði um tvö prósent og hefur hún ekki verið veikari frá því haustið 2004. Erlend fjármálafyrirtæki hafa sent ýmist neikvæðar eða jákvæðar umsagnir um íslensku bankana í dag og um helgina. 13.3.2006 19:13
Ekki í hættu Íslenska bankakerfið er fjarri því að vera í einhverri hættu vegna gagnrýni erlendra fjölmiðla, segir fjármálaráðherra. Danska fjárfestingafélagið Nykredit beindi því umbúðalaust til fjárfesta sinna í dag að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum. 13.3.2006 19:05
Framsókn sameinist Samfylkingu Framsóknarflokkurinn á að skoða af fullri alvöru nánari samvinnu, eða jafnvel sameiningu við Samfylkinguna, segir Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson. Flokkurinn virðist, að hans mati, hafa misst forystuhlutverk sitt í íslenskum stjórnmálum. 13.3.2006 19:00
Harður árekstur við Hvalfjarðargöngin Fólksbifreið lenti í hörðum árekstri við vörubíl með tengivagn á gatnamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar á fimmta tímanum. Þrír voru í fólksbifreiðinni, allt unglingar. Nota þurfti klippur til að ná ökumanni hennar, 17 ára pilti, út úr bílnum og var hann fluttur mikið slasaður til aðhlynningar í Reykjavík. 13.3.2006 18:13
Hjálparstarf kirkjunnar vill að ríkið endurgreiði 2 milljónir Fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar fer fram á að ríkið endurgreiði tvær milljónir króna sem innheimtar voru í virðisaukaskatt af söfnun til neyðaraðstoðar í Pakistan. Söfnunin fór fram með sölu á geisladisknum Hjálpum þeim. 13.3.2006 18:00
Langhlaup en ekki spretthlaup Úrvalsvísitalan lækkaði um rétt tæp 4% í dag og gengi nokkurra stórra fyrirtækja lækkaði um meira en 5%. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir þrátt fyrir þetta enga ástæðu til að óttast hrun á markaðnum. 13.3.2006 17:30
Hvött til að tryggja fjármagn fyrir hágæsluherbergi Siv Friðleifsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, var hvött til þess á þingi í dag til að tryggja fjármagn til að reka hágæsluherbergi á Barnaspítalanum. Ráðherra tók ekki af skarið en sagði málið í skoðun og benti jafnframt á að stjórn spítalans hefði ekki haft slíkt herbergi á forgangslista fyrir þetta fjárlagaár. 13.3.2006 17:30
Eignir lífeyrissjóða 1220 milljarðar Eignir lífeyrissjóðanna námu 1220 milljörðum íslenskra króna í lok janúar og jukust um 54 milljarða í mánuðinum. 13.3.2006 17:15
Engar breytingar fyrr en í október Engar breytingar verða á viðskiptum lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu FL Group, og ferðaskrifstofunnar Star Tours þar til í október að því er fram kemur í tilkynningu frá Sterling. Sterling hefur séð um farþegaflutninga fyrir Star Tours sem nú snýr sér að SAS. 13.3.2006 16:45
Fyrirlestri mótmælt Nokkrir stúdentar við Háskóla Íslands stóð fyrir mótmælum í og við Odda í hádeginu þar sem fram fór fyrirlestur bandaríska fræðimannsins og stjórnmálaráðgjafans Michael Rubin. Mótmælendurnir andæfðu þætti hans í stefnumótun bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak. 13.3.2006 16:30
Úrvalsvísitalan niður fyrir 6000 stig Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rétt tæp 4% frá opnun markaðar í morgun. Hún er nú komin niður fyrir 6000 stig. Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað töluvert í dag og hefur lækkunin verið einna mest hjá fjármálastofnunum. 13.3.2006 15:30
Hinir efnameiri geti ekki greitt fyrir forgang Bæði Samfylkingin og Vinstri - grænir leggjast gegn þeim hugmyndum að hinum efnameiri verði heimilað að greiða fyrir það að komast framar á biðlista í heilbrigðiskerfinu, en hvatt er til umræðu um það í nýrri skýrslu á vegum nefndar heilbrigðisráðherra. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir markmiðið að kalla eftir skýrum svörum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum. 13.3.2006 15:28