Fleiri fréttir Fleiri ökuníðingar á Akureyri nú en í fyrra Hátt í þrjátíu ökumenn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í gærdag, sem er langt yfir meðallagi, og frá mánaðamótum er búið að svipta fimm ökumenn réttindum vegna ofsaaksturs. Frá áramótum er Akureyrarlögreglan búin að sekta 350 ökumenn fyrir hraðakstur, sem er hátt í sex sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þá sektaði Blönduósslögreglan 85 ökumenn um helgina, sem er líka vel yfir meðallagi. 13.3.2006 12:45 Mótmæli stúdenta í og við Odda Hópur stúdenta við Háskóla Íslands stendur nú fyrir mótmælum í og við Odda, en þar hefst eftir nokkrar mínútur fyrirlestur bandaríska fræðimannsins og stjórnmálaráðgjafans Michael Rubin. Eftir því sem næst verður komist vilja mótmælendurnir andæfa þætti hans í stefnumótun bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak. 13.3.2006 12:15 Þrír Litháar í gæsluvarðhaldi Lithái var handtekin á Keflavíkurflugvelli fyrir um hálfum mánuði síðan og úrskurðaður í gæsluvarðhald, en hann tengist amfetamínframleiðslu hér á landi. Tveir landar hans sitja einnig í gæsluvarðhaldi. 13.3.2006 12:08 Nýtt vaktakerfi vagnstjóra í skoðun hjá BSRB Nýtt vaktakerfi vagnstjóra Strætó er í skoðun hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og BSRB en kynningarfundum á því lauk fyrir helgi. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó kynnti vagnstjórum hitt nýja vaktarkerfi á fjórum fundum í síðustu viku. 13.3.2006 12:05 Auðveldar stuðning við nýsköpun og hátækni Auðveldara verður fyrir lífeyrissjóði að styðja við nýsköpun og hátækni, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Þá fá slík fyrirtæki auknar skattaívilnanir til að auðvelda rannsóknar -og þróunarstarf. Í fyrsta lagi verður reglugerð breytt þannig að fyrirtæki í þróunarstarfi geta verið með svokallaða fyrirfram skráningu í virðisaukaskattskerfnu í 12 ár í stað 6. Þá ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp um að svokallað leiðréttingar tímabil vegna fasteigna lengist úr 10 árum í 20. 13.3.2006 12:01 Alvarlegt umferðarslys á Sæbrautinni Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Sæbraut, laust fyrir hádegi, og er hún nú lokuð frá Kleppsmýrarvegi og Miklubraut. Bráðasveitir lögreglu og slökkviliðs eru nú á Sæbrautinni vegna slyssins. Áreksturinn varð milli rútu og fólksbifreiðar og virðist sem rútan hafi ekið inn í hlið fólksbifreiðarinnar. Aðstæður á vettvangi benda til þess að þetta hafi verið mjög alvarlegt slys, og hefur lögreglan staðfest að svo sé. Ökumennirnir voru einir í farartækjum sínum. 13.3.2006 11:59 Iðnaðarnefnd fundar vegna vatnalaga Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan ellefu þar sem ræða hin umdeildu vatnalög. Önnur umræða um málið hófst á þingi fyrir viku en deilur um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni urðu til þess að stjórnarandstaðan greip til málþófs. 13.3.2006 10:45 Sterling missir stærsta viðskiptavin sinn Lágjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group, hefur misst stærsta viðskiptavin sinn yfir til SAS. Þetta á við um farþegaflutninga fyrir Star Tour næstu tvö ferðatímabil og snýst um flutning á umþaðbil 200 þúsund manns. Það jafngildir að þrjár flugvélar með tilheyrandi áhöfnum séu í stanslausum flutningumn fyrir Star Tour. Sölustjóri ferðaskrifstofunnar segir þetta stærsta samning í sögu dönsku ferðarþjónustunnar, en talsmaður Sterling segir að félagið hafi ekki getað teygt sig lengra í tilboði sínu, en gert var. 13.3.2006 10:15 Rauð viðvörunarljós blikka á Íslandi Rauð viðvörunarljós eru farin að blikka á Íslandi, segir í fyrirsögn norska blaðsins Dagens Næringsliv um helgina. Þar er meðal annars vitnað í nýlega greiningu Fitch Rating, sem leiddi til lækkunar á gengi og verðbréfum í síðustu viku. Blaðamenn blaðsins, sem voru hér við efnisöflun, segja að Ísledingar hafi með gríðarlegri lántöku, náð að kaupa nokkur eftirsóknarverð fyrirtækið í Evrópu. 13.3.2006 09:09 Tugir þúsunda steraskammta fundust Tugir þúsunda ólöglegra steraskammta fundust við húsleit í líkamsræktarstöð í Reykjavík fyrir helgi. Að sögn Morgunblaðisns hefur lengi leikið grunur á að þar væru seldir ólögleglir sterar og var því aflað húsleitarheimilda. Einn maður var handtekinn vegna rannsóknarinnar, en hann hefur verið látinn laus þar sem málið telst að mestu upplýst. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn smyglaði efnunum sjálfur til landsins, eða var einungis viðriðinn sölu þess. 13.3.2006 07:45 Treystir sér ekki til að halda þyrlunum starfandi Tæknistjóri flugtæknideildar Landhelgisgæslunnar hefur sagt upp störfum og segir í viðtali við Fréttablaðið að hann treysti sér ekki til að halda vélum gæslunnar starfandi út árið fyrir þá fjármuni, sem til þess eru ætlaðir. Stóra þyrlan er enn í skoðun, en sú minni komst í gagnið fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið frá um tíma vegna bilunar. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir í viðtali við Fréttablaðið að hann telji fjármuni til viðhalds vélanna duga út allt árið, ef rétt sé á haldið. 13.3.2006 07:45 Ráðleggja fjárfestum að selja íslensk skuldabréf Danska fjárfestingafélagið Nykredit beinir því til fjárfesta sinna að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum vegna þess að hættan á að glata þeim fjármunum sé orðin of mikil. Þetta kom fram á vefsíðu Jótlandspóstsins seint í gærkvöldi. Þar segir yfirmaður greiningadeildar Nykredid að hann geti til dæmis ekki ráðlagt nokkrum manni að fjárfesta í KB banka, við núverandi aðstæður bankans, og víðar í evrópu séu stórir fjárfestar hættir að taka þátt í útrás íslenskra fyrirtækja. 13.3.2006 07:00 Uppselt í sólina um páskana Að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð Íslendingar munu baða sig á sólgylltum ströndum um páskana. Skipulagðar sólarlandaferðir fyrir páskafríið eru hvarvetna löngu uppseldar. Þá eru ótaldir þeir sem ferðast á eigin vegum. 12.3.2006 20:30 Apple trúir ekki fjöldatölum ipodspilara á Íslandi Ekki fæst lengur gert við ipodspilara sem keyptir eru í útlöndum nema kassakvittun sé framvísað, vegna þess að í höfuðstöðvum Apple eru menn vantrúaðir á að svo margir ipodar geti verið á Íslandi miðað við íslenskar sölutölur. 12.3.2006 20:00 Sauðfé rúið Mikið líf og fjör var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Þar fylgdust börn og fullorðnir með því þegar sauðféð í garðinum var rúið og fengu að sjá hvað verður um ullina. Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður á Hvanneyri mætti til að rýja fé en það hefur hann gert síðustu ár. 12.3.2006 19:33 Fögnuðu 90 ára afmæli Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband Íslands fögnuðu í dag 90 ára afmæli sínu. Í tilefni af því voru hátíðarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sá staður er valinn þar sem stofnfundurinn var á sínum tíma haldinn í Bárubúð sem þá stóð þar. Leiðtogar jafnaðarmanna frá ýmsum tímum héldu ávörp í tilefni dagsins. 12.3.2006 19:27 Fræða ungmenni um kynlíf Læknanemar fara í yfir 200 heimsóknir á þessu ári í menntaskóla til að fræða ungmenni um kynlíf. Um er að ræða sjálfboðaverkefni sem staðið hefur í nokkur ár og er árangurinn að þeirra mati góður. Læknanemar hafa staðið fyrir kynfræðslu meðal menntaskólanema í nokkur ár. 12.3.2006 19:13 Viðvörunarljós blikka í fjármálaheiminum Öll viðvörunarljós eru farin að blikka í efnahagslífinu á Íslandi að mati sérfræðings hjá Fitch Rating. Mikil lántaka bankanna hér á landi var umfjöllunarefni norsks viðskiptablaðs um helgina en blaðið velti því upp hvort að ekki stefni í kreppu í íslenskum fjármálaheimi. 12.3.2006 19:00 Botnvörpur valda umhverfisspjöllum Sjómenn, sem gert hafa mynd um skaðsemi botnvörpunnar á lífríkið, segja botninn umhverfis Ísland stórskemmdan. Þeir vilja láta loka ákveðnum svæðum fyrir botnvörpu. 12.3.2006 18:19 Glitnir tekur við af Íslandsbanka Íslandsbanki hefur skipt um nafn og heitir nú Glitnir. Þetta er gert vegna aukinnar alþjóðlegrar starfsemi bankans. Um þúsund starfsmönnum, íslenskum, norskum, frá Bretlandi og Lúxembúrg, hafði verið stefnt í Háskólabíó klukkan 6 í gær til að kynna þeim breytingar á starfseminni. 12.3.2006 18:15 Engin heimild fyrir tónlistarhúsi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nauðsynlegt sé að fresta stórframkvæmdum. Hann sagði í Silfri Egils á NFS í dag að engin heimild væri í fjárlögum fyrir milljarðaútgjöldum vegna byggingar tónlistarhúss og að ótækt væri að skuldbinda ríkið til áratuga án þess að haft sé samráð við fjárlaganefnd. 12.3.2006 16:55 Sameining samþykkt í A-Húnavatnssýslu Íbúar Húnavatnshrepps og Áshrepps í Austur- Húnavatnssýslu samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Húnavatnshreppur er ekki nema ársgamall en hann varð til þann 1. janúar 2006 þegar sameining Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatnshrepps, Torfalækjarhrepps og Sveinsstaðahrepps tók gildi. Áshreppur bætist nú í þennan hóp. 12.3.2006 14:38 Grímuklædd reiðsýning Grímuklæddir knapar og hestar sýna glæsilega tilburði á fjölskylduhátíð sem haldin er í reiðhöllinni nú um helgina. Það eru sjö hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni í samvinnu við Landsbankann. 12.3.2006 14:15 Grasalyf gegn fuglaflensu Íslenskur vísindamaður er að þróa bóluefni gegn fuglaflensu úr plöntum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Efnaverkfræðingurinn Örn Aðalsteinsson fer fyrir hópi vísindamanna, en hann er forstjóri InB:Biotechnologies í Bandaríkjunum. 12.3.2006 13:28 Merki Glitnis hengt upp á Kirkjusandi Í morgun var verið að setja nýtt nafn og merki fyrrum Íslandsbanka, nú Glitnis, við Kirkjusand. Glitnir er með 25 útibú víða um land og væntanlega verða þau merkt á næstu dögum. Heimasíða bankans er orðin rauð og þeir sem fara inn á heimabankann sem isb.is eru sendir beint á veffangið glitnir.is. 12.3.2006 13:24 Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Flugvél frá flugfélaginu New Sealand var snúið til Keflavíkurflugvallar þegar uppgötvaðist að einhver ólestur var á kælingu tækja. Vélin var þá stödd 514 sjómílur í suðvestur af Íslandi og lenti vélin heilu og höldnu í Keflavík í morgun. 12.3.2006 13:05 Opið í Bláfjöllum Fannfergið í nótt dugði til svo að loks mætti opna aftur í Bláfjöllum eftir að lyfturnar höfðu staðið óhreyfðar í tæpa tvo mánuði. Það má því búast við löngum röðum í lyfturnar í dag enda margir óþreyjufullir að komast á skíði. 12.3.2006 12:00 Sumarbústaður alelda Gamall sumarbústaður í Norðlingaholti varð alelda í nótt. Bústaðurinn er í rjóðri rétt fyrir utan nýja hverfið. Slökkviliðið var kallað út klukkan rúmlega þrjú og stóð slökkvistarf í einn og hálfan klukkutíma. Fara þurfti aftur á staðinn í morgun til að slökkva í glóðum. 12.3.2006 11:08 Fannfergi í Reykjavík Blautum snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margir hafa væntanlega komið að bílum sínum freðnum. Þá er bara að munda sköfurnar og muna að hreinsa ísinn almennilega af rúðunum. Frá Vegagerðinni berast þær upplýsingar að snjóþekja sé víða í Árnes- og Rangárvallasýslu, hálka og þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir og snjóþekja er víða á Austurlandi. Mokstur stendur yfir. 12.3.2006 11:04 Giftingarhringar og farsímar í páskaeggjum Ótrúlegust hlutir geta leynst í páskaeggjum en á síðustu árum hafa giftingarhringir og gsm símar verið meðal þess sem þar hefur mátt finna. Páskaeggin byrja að streyma í verslanir eftir helgi. 12.3.2006 11:02 Íslandsbanki heitir nú Glitnir Íslandsbanki, sem slíkur, er ekki lengur til. Glitnir er hið nýja nafn bankans. Forstjórinn segir að Íslandsbanki hafi verið eitt besta nafn sem hægt var að nota, en hið nýja henti betur fyrir starfsemina í dag. 12.3.2006 11:00 Íslandsbanki verður Glitnir Íslandsbanki veitir þjónustu sína héðan í frá undir nafninu Glitnir. Þetta var tilkynnt á fundi bankans í dag. Samhliða nýju nafni tekur bankinn upp nýtt merki og útlit. Dótturfélög bankans og skrifstofur í fimm löndum heita einnig framvegis Glitnir. 11.3.2006 19:20 Valgerður sakar Styrmi um óvild í sinn garð Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sakar ritstjóra Morgunblaðsins um óvild í sinn garð. Hún telur ritstjórann jafnvel eiga erfitt með að eiga eðlileg samskipti við konur án þess að tala niður til þeirra. 11.3.2006 19:18 Vatnalög til iðnaðarnefndar Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman til fundar á mánudag, meðal annars til að ræða hugsanlega réttaróvissu vegna Kárahnjúka í tengslum við vatnalög. Umræðu um frumvarpið umdeilda var frestað í dag. Iðnaðarráðherra segir þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að falsa ummæli hennar um málið. 11.3.2006 18:50 Mikill viðbúnaður vegna væntanlegs Kötlugoss Ef Katla gýs gæti fylgt gosinu gríðarstórt jökulhlaup sem talið er geta verið nærri sjö sinnum stærra en hlaupið á Skeiðarársandi árið 1996. Undirbúningsvinna vegna væntanlegrar rýmingar stendur yfir en rýma gæti þurft svæðið frá Þykkvabæ og austur fyrir Meðalland. 11.3.2006 18:45 07.07.07 vinsæll brúðkaupsdagur Flestir laugardagar yfir sumartímann eru vinsælir til þess að ganga í það heilaga. Einn laugardagur virðist þó ætla að verða öðrum vinsælli en það er sjöundi júlí á næsta ári og eru dæmi um að kirkjur séu uppbókaðar á þessum tíma. 11.3.2006 18:45 París á suðupunkti Óttast er að upp úr sjóði í París í kvöld líkt og í gærkvöldi, þegar óeirðalögregla réðst gegn námsmönnum sem höfðu lagt undir sig Sorbonne-háskóla. Íslendingar í París segja að andrúmsloftið minni einna helst á stúdentaóeirðirnar 1968. 11.3.2006 18:25 Umræðum um vatnalög frestað fram á mánudag Umræðum á Alþingi um umdeild vatnalög var frestað laust fyrir klukkan fjögur. Það var gert að ósk Birkis Jóns Jónssonar formanns iðnaðarnefndar, en fundur í nefndinni um málið hefur verið boðaður á mánudag. 11.3.2006 15:58 Símkerfið gaf sig undan álagi Fullkomið brúðkaup, leikritið sem sló öll aðsóknarmet á Akureyri í vetur, er að endurtaka leikinn í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Símkerfi leikhússins sprakk í morgun og á fyrsta degi miðasölu í gær seldust fjögur þúsund miðar. Sýningar hefjast í lok apríl. 11.3.2006 15:51 Marteinn leiðir í Mosfellsbæ Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista framsóknarmanna til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi í gær. Marteinn Magnússon, markaðsstjóri skipar fyrsta sæti listans. 11.3.2006 14:38 Spólað í skíðabrekkunni Óprúttinn ökumaður skemmdi gróður og skíðafæri fyrir börnum í Grafarvogi í morgun eða nótt með því að spóla í hringi í skíðabrekkunni við Dalshús. 11.3.2006 14:30 Sól og þoka á alpamóti Bikarmót í alpagreinum 15 ára og eldri fer fram í Tungudal á Ísafirði nú um helgina. Færi er með besta móti og veður stillt að sögn Jakobs Tryggvasonar hjá Skíðafélaginu. Um 60 þátttakendur taka þátt í mótinu. 11.3.2006 13:50 Tvennar sameiningarkosningar Tvennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga fara fram í dag. Annars vegar í Strandasýslu þar sem kosið er um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps og hins vegar í Austur- Húnavatnssýslu þar sem kosið verður um sameiningu Áshrepps og Húnavatnshrepps. 11.3.2006 12:25 Getur hækkað verð fyrirtækja Ný raforkulög sem tóku gildi um áramótin hafa töluverð áhrif á mörg iðnfyrirtæki. Verði hækkunum velt út í verðlagið geta þær numið yfir 20%. 11.3.2006 12:20 Ungir og aldnir tefla til sigurs Mona Khaled sigraði Lárus Ara Knútsson, sér langtum stigahærri skákmann, í fimmtu umferð Reykjavíkurskákmótsins í gær, en Mona er Arabameistari kvenna í skák, aðeins ellefu ára að aldri. Bjarni Magnússon, sem á níræðisaldri hefur sjaldan verið sterkari, gerði jafntefli við sterkan alþjóðlegan meistara frá Bandaríkjunum, Ylon Schwarz. 11.3.2006 11:51 Sjá næstu 50 fréttir
Fleiri ökuníðingar á Akureyri nú en í fyrra Hátt í þrjátíu ökumenn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í gærdag, sem er langt yfir meðallagi, og frá mánaðamótum er búið að svipta fimm ökumenn réttindum vegna ofsaaksturs. Frá áramótum er Akureyrarlögreglan búin að sekta 350 ökumenn fyrir hraðakstur, sem er hátt í sex sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þá sektaði Blönduósslögreglan 85 ökumenn um helgina, sem er líka vel yfir meðallagi. 13.3.2006 12:45
Mótmæli stúdenta í og við Odda Hópur stúdenta við Háskóla Íslands stendur nú fyrir mótmælum í og við Odda, en þar hefst eftir nokkrar mínútur fyrirlestur bandaríska fræðimannsins og stjórnmálaráðgjafans Michael Rubin. Eftir því sem næst verður komist vilja mótmælendurnir andæfa þætti hans í stefnumótun bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak. 13.3.2006 12:15
Þrír Litháar í gæsluvarðhaldi Lithái var handtekin á Keflavíkurflugvelli fyrir um hálfum mánuði síðan og úrskurðaður í gæsluvarðhald, en hann tengist amfetamínframleiðslu hér á landi. Tveir landar hans sitja einnig í gæsluvarðhaldi. 13.3.2006 12:08
Nýtt vaktakerfi vagnstjóra í skoðun hjá BSRB Nýtt vaktakerfi vagnstjóra Strætó er í skoðun hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og BSRB en kynningarfundum á því lauk fyrir helgi. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó kynnti vagnstjórum hitt nýja vaktarkerfi á fjórum fundum í síðustu viku. 13.3.2006 12:05
Auðveldar stuðning við nýsköpun og hátækni Auðveldara verður fyrir lífeyrissjóði að styðja við nýsköpun og hátækni, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Þá fá slík fyrirtæki auknar skattaívilnanir til að auðvelda rannsóknar -og þróunarstarf. Í fyrsta lagi verður reglugerð breytt þannig að fyrirtæki í þróunarstarfi geta verið með svokallaða fyrirfram skráningu í virðisaukaskattskerfnu í 12 ár í stað 6. Þá ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp um að svokallað leiðréttingar tímabil vegna fasteigna lengist úr 10 árum í 20. 13.3.2006 12:01
Alvarlegt umferðarslys á Sæbrautinni Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Sæbraut, laust fyrir hádegi, og er hún nú lokuð frá Kleppsmýrarvegi og Miklubraut. Bráðasveitir lögreglu og slökkviliðs eru nú á Sæbrautinni vegna slyssins. Áreksturinn varð milli rútu og fólksbifreiðar og virðist sem rútan hafi ekið inn í hlið fólksbifreiðarinnar. Aðstæður á vettvangi benda til þess að þetta hafi verið mjög alvarlegt slys, og hefur lögreglan staðfest að svo sé. Ökumennirnir voru einir í farartækjum sínum. 13.3.2006 11:59
Iðnaðarnefnd fundar vegna vatnalaga Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan ellefu þar sem ræða hin umdeildu vatnalög. Önnur umræða um málið hófst á þingi fyrir viku en deilur um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni urðu til þess að stjórnarandstaðan greip til málþófs. 13.3.2006 10:45
Sterling missir stærsta viðskiptavin sinn Lágjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group, hefur misst stærsta viðskiptavin sinn yfir til SAS. Þetta á við um farþegaflutninga fyrir Star Tour næstu tvö ferðatímabil og snýst um flutning á umþaðbil 200 þúsund manns. Það jafngildir að þrjár flugvélar með tilheyrandi áhöfnum séu í stanslausum flutningumn fyrir Star Tour. Sölustjóri ferðaskrifstofunnar segir þetta stærsta samning í sögu dönsku ferðarþjónustunnar, en talsmaður Sterling segir að félagið hafi ekki getað teygt sig lengra í tilboði sínu, en gert var. 13.3.2006 10:15
Rauð viðvörunarljós blikka á Íslandi Rauð viðvörunarljós eru farin að blikka á Íslandi, segir í fyrirsögn norska blaðsins Dagens Næringsliv um helgina. Þar er meðal annars vitnað í nýlega greiningu Fitch Rating, sem leiddi til lækkunar á gengi og verðbréfum í síðustu viku. Blaðamenn blaðsins, sem voru hér við efnisöflun, segja að Ísledingar hafi með gríðarlegri lántöku, náð að kaupa nokkur eftirsóknarverð fyrirtækið í Evrópu. 13.3.2006 09:09
Tugir þúsunda steraskammta fundust Tugir þúsunda ólöglegra steraskammta fundust við húsleit í líkamsræktarstöð í Reykjavík fyrir helgi. Að sögn Morgunblaðisns hefur lengi leikið grunur á að þar væru seldir ólögleglir sterar og var því aflað húsleitarheimilda. Einn maður var handtekinn vegna rannsóknarinnar, en hann hefur verið látinn laus þar sem málið telst að mestu upplýst. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn smyglaði efnunum sjálfur til landsins, eða var einungis viðriðinn sölu þess. 13.3.2006 07:45
Treystir sér ekki til að halda þyrlunum starfandi Tæknistjóri flugtæknideildar Landhelgisgæslunnar hefur sagt upp störfum og segir í viðtali við Fréttablaðið að hann treysti sér ekki til að halda vélum gæslunnar starfandi út árið fyrir þá fjármuni, sem til þess eru ætlaðir. Stóra þyrlan er enn í skoðun, en sú minni komst í gagnið fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið frá um tíma vegna bilunar. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir í viðtali við Fréttablaðið að hann telji fjármuni til viðhalds vélanna duga út allt árið, ef rétt sé á haldið. 13.3.2006 07:45
Ráðleggja fjárfestum að selja íslensk skuldabréf Danska fjárfestingafélagið Nykredit beinir því til fjárfesta sinna að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum vegna þess að hættan á að glata þeim fjármunum sé orðin of mikil. Þetta kom fram á vefsíðu Jótlandspóstsins seint í gærkvöldi. Þar segir yfirmaður greiningadeildar Nykredid að hann geti til dæmis ekki ráðlagt nokkrum manni að fjárfesta í KB banka, við núverandi aðstæður bankans, og víðar í evrópu séu stórir fjárfestar hættir að taka þátt í útrás íslenskra fyrirtækja. 13.3.2006 07:00
Uppselt í sólina um páskana Að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð Íslendingar munu baða sig á sólgylltum ströndum um páskana. Skipulagðar sólarlandaferðir fyrir páskafríið eru hvarvetna löngu uppseldar. Þá eru ótaldir þeir sem ferðast á eigin vegum. 12.3.2006 20:30
Apple trúir ekki fjöldatölum ipodspilara á Íslandi Ekki fæst lengur gert við ipodspilara sem keyptir eru í útlöndum nema kassakvittun sé framvísað, vegna þess að í höfuðstöðvum Apple eru menn vantrúaðir á að svo margir ipodar geti verið á Íslandi miðað við íslenskar sölutölur. 12.3.2006 20:00
Sauðfé rúið Mikið líf og fjör var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Þar fylgdust börn og fullorðnir með því þegar sauðféð í garðinum var rúið og fengu að sjá hvað verður um ullina. Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður á Hvanneyri mætti til að rýja fé en það hefur hann gert síðustu ár. 12.3.2006 19:33
Fögnuðu 90 ára afmæli Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband Íslands fögnuðu í dag 90 ára afmæli sínu. Í tilefni af því voru hátíðarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sá staður er valinn þar sem stofnfundurinn var á sínum tíma haldinn í Bárubúð sem þá stóð þar. Leiðtogar jafnaðarmanna frá ýmsum tímum héldu ávörp í tilefni dagsins. 12.3.2006 19:27
Fræða ungmenni um kynlíf Læknanemar fara í yfir 200 heimsóknir á þessu ári í menntaskóla til að fræða ungmenni um kynlíf. Um er að ræða sjálfboðaverkefni sem staðið hefur í nokkur ár og er árangurinn að þeirra mati góður. Læknanemar hafa staðið fyrir kynfræðslu meðal menntaskólanema í nokkur ár. 12.3.2006 19:13
Viðvörunarljós blikka í fjármálaheiminum Öll viðvörunarljós eru farin að blikka í efnahagslífinu á Íslandi að mati sérfræðings hjá Fitch Rating. Mikil lántaka bankanna hér á landi var umfjöllunarefni norsks viðskiptablaðs um helgina en blaðið velti því upp hvort að ekki stefni í kreppu í íslenskum fjármálaheimi. 12.3.2006 19:00
Botnvörpur valda umhverfisspjöllum Sjómenn, sem gert hafa mynd um skaðsemi botnvörpunnar á lífríkið, segja botninn umhverfis Ísland stórskemmdan. Þeir vilja láta loka ákveðnum svæðum fyrir botnvörpu. 12.3.2006 18:19
Glitnir tekur við af Íslandsbanka Íslandsbanki hefur skipt um nafn og heitir nú Glitnir. Þetta er gert vegna aukinnar alþjóðlegrar starfsemi bankans. Um þúsund starfsmönnum, íslenskum, norskum, frá Bretlandi og Lúxembúrg, hafði verið stefnt í Háskólabíó klukkan 6 í gær til að kynna þeim breytingar á starfseminni. 12.3.2006 18:15
Engin heimild fyrir tónlistarhúsi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nauðsynlegt sé að fresta stórframkvæmdum. Hann sagði í Silfri Egils á NFS í dag að engin heimild væri í fjárlögum fyrir milljarðaútgjöldum vegna byggingar tónlistarhúss og að ótækt væri að skuldbinda ríkið til áratuga án þess að haft sé samráð við fjárlaganefnd. 12.3.2006 16:55
Sameining samþykkt í A-Húnavatnssýslu Íbúar Húnavatnshrepps og Áshrepps í Austur- Húnavatnssýslu samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Húnavatnshreppur er ekki nema ársgamall en hann varð til þann 1. janúar 2006 þegar sameining Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatnshrepps, Torfalækjarhrepps og Sveinsstaðahrepps tók gildi. Áshreppur bætist nú í þennan hóp. 12.3.2006 14:38
Grímuklædd reiðsýning Grímuklæddir knapar og hestar sýna glæsilega tilburði á fjölskylduhátíð sem haldin er í reiðhöllinni nú um helgina. Það eru sjö hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni í samvinnu við Landsbankann. 12.3.2006 14:15
Grasalyf gegn fuglaflensu Íslenskur vísindamaður er að þróa bóluefni gegn fuglaflensu úr plöntum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Efnaverkfræðingurinn Örn Aðalsteinsson fer fyrir hópi vísindamanna, en hann er forstjóri InB:Biotechnologies í Bandaríkjunum. 12.3.2006 13:28
Merki Glitnis hengt upp á Kirkjusandi Í morgun var verið að setja nýtt nafn og merki fyrrum Íslandsbanka, nú Glitnis, við Kirkjusand. Glitnir er með 25 útibú víða um land og væntanlega verða þau merkt á næstu dögum. Heimasíða bankans er orðin rauð og þeir sem fara inn á heimabankann sem isb.is eru sendir beint á veffangið glitnir.is. 12.3.2006 13:24
Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Flugvél frá flugfélaginu New Sealand var snúið til Keflavíkurflugvallar þegar uppgötvaðist að einhver ólestur var á kælingu tækja. Vélin var þá stödd 514 sjómílur í suðvestur af Íslandi og lenti vélin heilu og höldnu í Keflavík í morgun. 12.3.2006 13:05
Opið í Bláfjöllum Fannfergið í nótt dugði til svo að loks mætti opna aftur í Bláfjöllum eftir að lyfturnar höfðu staðið óhreyfðar í tæpa tvo mánuði. Það má því búast við löngum röðum í lyfturnar í dag enda margir óþreyjufullir að komast á skíði. 12.3.2006 12:00
Sumarbústaður alelda Gamall sumarbústaður í Norðlingaholti varð alelda í nótt. Bústaðurinn er í rjóðri rétt fyrir utan nýja hverfið. Slökkviliðið var kallað út klukkan rúmlega þrjú og stóð slökkvistarf í einn og hálfan klukkutíma. Fara þurfti aftur á staðinn í morgun til að slökkva í glóðum. 12.3.2006 11:08
Fannfergi í Reykjavík Blautum snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margir hafa væntanlega komið að bílum sínum freðnum. Þá er bara að munda sköfurnar og muna að hreinsa ísinn almennilega af rúðunum. Frá Vegagerðinni berast þær upplýsingar að snjóþekja sé víða í Árnes- og Rangárvallasýslu, hálka og þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir og snjóþekja er víða á Austurlandi. Mokstur stendur yfir. 12.3.2006 11:04
Giftingarhringar og farsímar í páskaeggjum Ótrúlegust hlutir geta leynst í páskaeggjum en á síðustu árum hafa giftingarhringir og gsm símar verið meðal þess sem þar hefur mátt finna. Páskaeggin byrja að streyma í verslanir eftir helgi. 12.3.2006 11:02
Íslandsbanki heitir nú Glitnir Íslandsbanki, sem slíkur, er ekki lengur til. Glitnir er hið nýja nafn bankans. Forstjórinn segir að Íslandsbanki hafi verið eitt besta nafn sem hægt var að nota, en hið nýja henti betur fyrir starfsemina í dag. 12.3.2006 11:00
Íslandsbanki verður Glitnir Íslandsbanki veitir þjónustu sína héðan í frá undir nafninu Glitnir. Þetta var tilkynnt á fundi bankans í dag. Samhliða nýju nafni tekur bankinn upp nýtt merki og útlit. Dótturfélög bankans og skrifstofur í fimm löndum heita einnig framvegis Glitnir. 11.3.2006 19:20
Valgerður sakar Styrmi um óvild í sinn garð Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sakar ritstjóra Morgunblaðsins um óvild í sinn garð. Hún telur ritstjórann jafnvel eiga erfitt með að eiga eðlileg samskipti við konur án þess að tala niður til þeirra. 11.3.2006 19:18
Vatnalög til iðnaðarnefndar Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman til fundar á mánudag, meðal annars til að ræða hugsanlega réttaróvissu vegna Kárahnjúka í tengslum við vatnalög. Umræðu um frumvarpið umdeilda var frestað í dag. Iðnaðarráðherra segir þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að falsa ummæli hennar um málið. 11.3.2006 18:50
Mikill viðbúnaður vegna væntanlegs Kötlugoss Ef Katla gýs gæti fylgt gosinu gríðarstórt jökulhlaup sem talið er geta verið nærri sjö sinnum stærra en hlaupið á Skeiðarársandi árið 1996. Undirbúningsvinna vegna væntanlegrar rýmingar stendur yfir en rýma gæti þurft svæðið frá Þykkvabæ og austur fyrir Meðalland. 11.3.2006 18:45
07.07.07 vinsæll brúðkaupsdagur Flestir laugardagar yfir sumartímann eru vinsælir til þess að ganga í það heilaga. Einn laugardagur virðist þó ætla að verða öðrum vinsælli en það er sjöundi júlí á næsta ári og eru dæmi um að kirkjur séu uppbókaðar á þessum tíma. 11.3.2006 18:45
París á suðupunkti Óttast er að upp úr sjóði í París í kvöld líkt og í gærkvöldi, þegar óeirðalögregla réðst gegn námsmönnum sem höfðu lagt undir sig Sorbonne-háskóla. Íslendingar í París segja að andrúmsloftið minni einna helst á stúdentaóeirðirnar 1968. 11.3.2006 18:25
Umræðum um vatnalög frestað fram á mánudag Umræðum á Alþingi um umdeild vatnalög var frestað laust fyrir klukkan fjögur. Það var gert að ósk Birkis Jóns Jónssonar formanns iðnaðarnefndar, en fundur í nefndinni um málið hefur verið boðaður á mánudag. 11.3.2006 15:58
Símkerfið gaf sig undan álagi Fullkomið brúðkaup, leikritið sem sló öll aðsóknarmet á Akureyri í vetur, er að endurtaka leikinn í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Símkerfi leikhússins sprakk í morgun og á fyrsta degi miðasölu í gær seldust fjögur þúsund miðar. Sýningar hefjast í lok apríl. 11.3.2006 15:51
Marteinn leiðir í Mosfellsbæ Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista framsóknarmanna til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi í gær. Marteinn Magnússon, markaðsstjóri skipar fyrsta sæti listans. 11.3.2006 14:38
Spólað í skíðabrekkunni Óprúttinn ökumaður skemmdi gróður og skíðafæri fyrir börnum í Grafarvogi í morgun eða nótt með því að spóla í hringi í skíðabrekkunni við Dalshús. 11.3.2006 14:30
Sól og þoka á alpamóti Bikarmót í alpagreinum 15 ára og eldri fer fram í Tungudal á Ísafirði nú um helgina. Færi er með besta móti og veður stillt að sögn Jakobs Tryggvasonar hjá Skíðafélaginu. Um 60 þátttakendur taka þátt í mótinu. 11.3.2006 13:50
Tvennar sameiningarkosningar Tvennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga fara fram í dag. Annars vegar í Strandasýslu þar sem kosið er um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps og hins vegar í Austur- Húnavatnssýslu þar sem kosið verður um sameiningu Áshrepps og Húnavatnshrepps. 11.3.2006 12:25
Getur hækkað verð fyrirtækja Ný raforkulög sem tóku gildi um áramótin hafa töluverð áhrif á mörg iðnfyrirtæki. Verði hækkunum velt út í verðlagið geta þær numið yfir 20%. 11.3.2006 12:20
Ungir og aldnir tefla til sigurs Mona Khaled sigraði Lárus Ara Knútsson, sér langtum stigahærri skákmann, í fimmtu umferð Reykjavíkurskákmótsins í gær, en Mona er Arabameistari kvenna í skák, aðeins ellefu ára að aldri. Bjarni Magnússon, sem á níræðisaldri hefur sjaldan verið sterkari, gerði jafntefli við sterkan alþjóðlegan meistara frá Bandaríkjunum, Ylon Schwarz. 11.3.2006 11:51