Innlent

Krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morgun

Bæði krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morugun og hækkuðu á ný eftir að markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hafði rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum.

Lækkunin byrjaði eftir að Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Viðskipti voru lífleg í kauphöllinni í morgun og á tólfta tímanum hafði krónan styrkst um tæpt prósent frá í gær og úrvalsvísitalan um rúmlega tvö prósent. Fjárfestum er því líklega létt eftir spennu síðustu daga. það styrkir þá bjartsýni að KB banki tók í gær 43 milljarða króna sambankalán í Evrópu á hagstæðum kjörum.

Það gerðist þrátt fyrir að Morgan Stanley vekti í gær athygli á mikilli hlutabréfaeign bankanna í íslenskum fyrirtækjum og að íslensku bréfin hafi hækkað um 60 til 75 prósent á einu ári. Ef sú hækkun íslensku bréfanna gengi verulega til baka, eða um 50 prósent, myndi eign bankanna í þeim rýrna um samtals 48 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×