Innlent

Nám í Evrópufræðum á Bifröst fær styrk

Mynd/Hari

Meistaranám í Evrópufræðum við viðskiptaháskólanna á Bifröst hefur hlotið styrk til þriggja ára úr Jean Monnet sjóð Evrópusambandsins. Styrkurinn þykir mikil viðurkenning fyrir skólann.

Meistaranám í Evrópufræðum hefst næsta haust á Bifröst en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt nám hérlendis. Styrkurinn er mikil viðurkenning fyrir námið og skólann en styrkurinn er aðeins veittur til háskólastofnanna í Evrópu sem þykja standa í fremstu röð í Evrópufræðum.

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst, segist merkja mikinn áhuga fyrir námi í Evrópufræðum meðal nema á Bifröst. Hann segir að eftirspurn eftir aukinni þekkingu á sviði Evrópufræða sé einnig alltaf að aukast í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×