Innlent

Eitt stærsta fíkniefnamál á Litla Hrauni

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú eitt stærsta fíkniefnamál, sem upp hefur komið í fangelsinu á Litla Hrauni. Við leit á fanga, sem hafði fengið dags leyfi um helgina, fundust hundrað grömm af hassi og nokkrir tugir gramma af amfetamíni þegar hann kom aftur í fangelsið. Hann var strax settur í einangrunarvist og verið er að rannsaka hvort hann hafi átt vitorðsmenn innan veggja fangelsisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×