Innlent

Atvinnuleysi 1,6% í febrúar

Atvinnuleysi á landinu mældist 1,6% í síðasta mánuði en var 2,8% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Vinnumálastofnun birti á vefsíðu sinni í dag.

Í ár voru skráðir hátt í 47 þúsund atvinnuleysisdagar á öllu landinu í febrúar sem jafngildir því að rúmlega 2300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá.

Vinnumálastofnun segir yfirleitt litlar breytingar á fjölda atvinnulausra frá febrúar til mars og spáir því að atvinnuleysið á landinu í þessum mánuði verði á bilinu 1,4 - 1,7%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×