Innlent

Fyrirlestri mótmælt

Nokkrir stúdentar við Háskóla Íslands stóð fyrir mótmælum í og við Odda í hádeginu þar sem fram fór fyrirlestur bandaríska fræðimannsins og stjórnmálaráðgjafans Michael Rubin.

Mótmælendurnir andæfðu þætti hans í stefnumótun bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak og dreifðu þeir meðal annars flugritum þar sem hörðum orðum var farið um Rubin.

Fyrr í dag kærðu þeir hann til lögreglunnar í Reykjavík vegna meintrar aðildar að alþjóðlegum glæp. Fyrirlestur Rubins var mjög vel sóttur og gerðu sumir fundarmanna harða hríð að fyrirlesaranum sem svaraði til baka fullum hálsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×