Innlent

Glitnismótið í hraðskák hefst á morgun

Á morgun hefst Glitnismótið í hraðskák í Ráðhúsinu í Reykjavík. Meðal þátttakenda á mótinu eru Judit Polgar og Vishy Anand og er mótið er haldið í minningu um Harald Blöndal sem hefði orðið sextugur á þessu ári. Bakhjarl mótsins er Glitnir en undiriritun samnings þess efnis fór fram í húsnæði Gltinis í morgun og í ávarpi Einars Sveinssonar, stjórnarformanns Glitnis við undirritunina kom fram að Haraldur Blöndal hafi verið leiftrandi greindur, skemmtilega litríkur og einlægur áhugamaður um framgang skáklistarinnar. Meðal þátttakenda á mótinu er skákmeistarinn Vishy Anand.

Anand segir að til þess að allt gangi upp á móti sem þessu þá verði maður að halda einbeitingu og vera fljótur að hugsa. Hann segir einnig að hraði henti honum vel og því hlakki hann til að taka þátt í mótinu. Anand segir keppinautana vera marga og góða og þeir yngstu séu skæðastir því þeir séu vanir að tefla hratt á netinu. Anad langar líka til að hitta Bobby Fisher á meðan hann er hér á landi. Til stóð að hann tefldi við hann árið 1986 en ekkert varð úr því. Anad fylgdist svo með þegar Fisher kom til Íslands og þegar hann svo ákvað að koma hingað sjálfur minntist hann þess að goðsögnin Fisher byggi hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×