Húsvíkingar margt reynt í atvinnumálum 13. mars 2006 19:21 Pappírsverksmiðja, parketvinnsla, krókódílaeldi, tílapíaeldi, glúkósaverksmiðja, pólýolverksmiðja. Allt eru þetta dæmi um tilraunir til atvinnuuppbyggingar á Húsavík. Íbúar á Húsavík fögnuðu ákaft fyrir tveimur vikum þegar Alcoa tilkynnti að það stefndi að því að byggja upp álver í nágrenni bæjarsins. Í umræðunni í kjölfarið hefur ítekað verið spurt: Er álver það eina sem kemur til greina? Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að umræðan sé ótrúlega fordómafull og greina megi ákveðinn hroka þegar menn segi að menn hafi bara setið og beðið eftir álveri. Reinhard segir að á Húsavík hafi menn árum og jafnvel áratugum saman leitað að tækifærum. Hreinn Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur fullyrðir að hvergi á landinu hafi menn skoðað fleiri hugmyndir en á Húsavík, sem kostað hafi bæði ríkið og sveitarfélagið mörghundruð milljónir króna. Rifjum upp nokkur dæmi. Fyrir aldarfjórðungi var ítarlega kannað hvort byggja mætti þar pappírsverksmiðja sem nýta átti gufu frá Þeistareykjum. Ekkert varð úr framkvæmdum. Fyrir áratug hófu menn þar harðviðarvinnslu, söguðu og þurrkuðu við frá Ameríku til að selja til Evrópu. Fyrirtækið varð gjaldþrota. Aðilar sem keyptu þrotabúið breyttu því í parketverksmiðju. Hún fór einnig í þrot. Húsavík harðviður tók við rekstrinum, síðan Skipaafgreiðsla Húsavíkur, en framleiðslan lognaðist út af. Kísilduftverksmiðja var lengi til skoðunar hjá Þingeyingum og átti að koma í stað Kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn. Ekkert varð úr. Kítinverksmiðja sem átti að vinna kítin úr rækjuskel kom aldrei. Hugmyndin um tílapíaeldi byggðist á því að nota jarðhitann til að ala fisk sem lifir í hlýju vatni. Hugmyndin um krókódílaeldi var einnig skoðuð alvarlega, menn hugðust fá skinn og kjöt af krókódílum og í leiðinni laða að forvitna ferðamenn. Rússneskir könnuðu þann möguleika að reisa súrálsverksmiðju við Húsavík en féllu frá hugmyndinni. Glúkósamínverksmiðja, tengd kítinframleiðslu, átti að vinna efni úr rækjuskel gegn slitgigt, en rækjan hvarf. Þá er ótalin pólýolverksmiðja en ríkið er búið að legga 30 milljóna króna hlutafé í fyrirtækið sem ekkert bólar á. Menn halda þó enn í vonina. Ekki hefur þó allt mislukkast. Vinnsla hreindýrakjöts frá Grænlandi var sett á stofn fyrir um tveimur árum og er enn í gangi. Húsvíkingar framleiða vín úr íslenskum berjum og sultugerð framleiðir þar einnig safa og fiskrétti. Í Mývatnssveit er búið að byggja upp jarðböð og framleiðsla að hefjast á vistvænum vörubrettum. Og loks má nefna hvalaskoðunina, sem er sennilega sú nýsköpun á Húsavík sem hefur heppnast best. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Pappírsverksmiðja, parketvinnsla, krókódílaeldi, tílapíaeldi, glúkósaverksmiðja, pólýolverksmiðja. Allt eru þetta dæmi um tilraunir til atvinnuuppbyggingar á Húsavík. Íbúar á Húsavík fögnuðu ákaft fyrir tveimur vikum þegar Alcoa tilkynnti að það stefndi að því að byggja upp álver í nágrenni bæjarsins. Í umræðunni í kjölfarið hefur ítekað verið spurt: Er álver það eina sem kemur til greina? Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að umræðan sé ótrúlega fordómafull og greina megi ákveðinn hroka þegar menn segi að menn hafi bara setið og beðið eftir álveri. Reinhard segir að á Húsavík hafi menn árum og jafnvel áratugum saman leitað að tækifærum. Hreinn Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur fullyrðir að hvergi á landinu hafi menn skoðað fleiri hugmyndir en á Húsavík, sem kostað hafi bæði ríkið og sveitarfélagið mörghundruð milljónir króna. Rifjum upp nokkur dæmi. Fyrir aldarfjórðungi var ítarlega kannað hvort byggja mætti þar pappírsverksmiðja sem nýta átti gufu frá Þeistareykjum. Ekkert varð úr framkvæmdum. Fyrir áratug hófu menn þar harðviðarvinnslu, söguðu og þurrkuðu við frá Ameríku til að selja til Evrópu. Fyrirtækið varð gjaldþrota. Aðilar sem keyptu þrotabúið breyttu því í parketverksmiðju. Hún fór einnig í þrot. Húsavík harðviður tók við rekstrinum, síðan Skipaafgreiðsla Húsavíkur, en framleiðslan lognaðist út af. Kísilduftverksmiðja var lengi til skoðunar hjá Þingeyingum og átti að koma í stað Kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn. Ekkert varð úr. Kítinverksmiðja sem átti að vinna kítin úr rækjuskel kom aldrei. Hugmyndin um tílapíaeldi byggðist á því að nota jarðhitann til að ala fisk sem lifir í hlýju vatni. Hugmyndin um krókódílaeldi var einnig skoðuð alvarlega, menn hugðust fá skinn og kjöt af krókódílum og í leiðinni laða að forvitna ferðamenn. Rússneskir könnuðu þann möguleika að reisa súrálsverksmiðju við Húsavík en féllu frá hugmyndinni. Glúkósamínverksmiðja, tengd kítinframleiðslu, átti að vinna efni úr rækjuskel gegn slitgigt, en rækjan hvarf. Þá er ótalin pólýolverksmiðja en ríkið er búið að legga 30 milljóna króna hlutafé í fyrirtækið sem ekkert bólar á. Menn halda þó enn í vonina. Ekki hefur þó allt mislukkast. Vinnsla hreindýrakjöts frá Grænlandi var sett á stofn fyrir um tveimur árum og er enn í gangi. Húsvíkingar framleiða vín úr íslenskum berjum og sultugerð framleiðir þar einnig safa og fiskrétti. Í Mývatnssveit er búið að byggja upp jarðböð og framleiðsla að hefjast á vistvænum vörubrettum. Og loks má nefna hvalaskoðunina, sem er sennilega sú nýsköpun á Húsavík sem hefur heppnast best.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira