Innlent

Langhlaup en ekki spretthlaup

Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis.
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis. MYND/Gunnar V. Andrésson

Úrvalsvísitalan lækkaði um rétt tæp 4% í dag og gengi nokkurra stórra fyrirtækja lækkaði um meira en 5%.

Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir þrátt fyrir þetta enga ástæðu til að óttast hrun á markaðnum. Lækkun úrvalsvísitölunnar í dag er ekkert til að hafa verulegar áhyggjur af.

Ingólfur segir viðskipti með hlutabréf langhlaup en ekki spretthlaup og fyrir þá sem horfi svoleiðis á málið sé engin ástæða til að hafa áhyggjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×