Innlent

Leggur til að upplýsingar um líffæragjöf komi fram á ökuskírteini

Mynd/E.Ól.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga. Hann leggur til að farin verði sú leið að notast við upplýsingar á ökuskírteinum líkt og gert sé í Bandaríkjunum, en látnir ökumenn koma oft til greina sem líffæragjafar. Líffæragjafir eru fátíðari á íslandi en á hinum Norðurlöndunum og hér á landi fari helmingi fleiri einstaklingar árlega á biðlista eftir líffærum en þeir sem fá líffæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×