Innlent

Engar breytingar fyrr en í október

Engar breytingar verða á viðskiptum lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu FL Group, og ferðaskrifstofunnar Star Tours þar til í október að því er fram kemur í tilkynningu frá Sterling. Sterling hefur séð um farþegaflutninga fyrir Star Tours sem nú snýr sér að SAS.

Sterling segir að í samningaviðræðum sem upp úr slitnaði hafi Star Tours gert kröfur um afsláttarkjör sem ekki hafi verið hægt að mæta. Þrjú ár eru frá því að slitnaði upp úr samstarfi félaganna en ferðaskrifstofan varð aftur viðskiptavinur Sterling þegar flugfélagið sameinaðist Maersk.

Í tilkynningunni segir að næstu mánuðir verði nýttir til að fylla skarð Star Tours í leiguflugi Sterling. Tekjur Sterling af leiguflugi eru um 20% af heildartekjum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×