Fleiri fréttir

Ekki tilkynnt um virkan eignarhlut í Búnaðarbankanum

Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum.

Þriðjungur af bifreiðasköttum til vegagerðar

Skattekjur ríkissjóðs af bifreiðum voru yfir fjörutíu og fimm milljarðar króna á síðustu tíu árum. Af þeim tekjum fóru aðeins rúmir fimmtán milljarðar króna til Vegagerðarinnar. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að annaðhvort ætti að lækka skattana eða verja meiru til vegagerðar.

Sjúkraflug lengist ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni

Samgönguráðherra tekur í kvöld við undirskriftalista þar sem þess er krafist að tekið verði tillit til öryggishagsmuna landsbyggðarinnar vegna sjúkraflugs, þegar ákveðið verður hvort og þá hvert Reykjavíkurflugvöllur verður færður.

Flateyringur ber sjálfur 200.000 krónur af óveðurstjóni

Flateyringurinn Guðjón Guðmundsson kemur til með að þurfa að bera sjálfur skaða upp á 200.000 krónur vegna bíla sem skemmdust í óveðrinu á Flateyri þrátt fyrir tryggingar. Húsatjón fæst hins vegar bætt að fullu.

Jarðskjálftar við Kistufell í Vatnajökli

Jarðskjálfti sem mældist tveir komma níu á Richterskala varð við Kistufell í Vatnajökli í gær. Nokkrir skjálftar hafa orðið á þessum sömu slóðum undanfarna viku.

Vélstjórar fella kjarasamning í annað sinn

Vélstjórar á fiskiskipum felldu nýgerðan kjarasamning við LÍÚ með aðeins tveggja atkvæða mun. Skrifað var undir samninginn um áramót en þetta er í annað sinn sem vélstjórar fella kjarasamning á innan við ári, en þeir felldu einnig samning sem gerður var á fyrri hluta síðasta árs.

Sagði þingmanni að hann ætti að skammast sín

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingar, að hann ætti að skammast sín í fyrirspurnatíma á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði Kristján opinbera það í hvert skipti sem hann færi í ræðustól að hann kynni ekki reikning.

Vilja rannsókn á sölu Búnaðarbankans

Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir því við upphaf þingfundar að rannsókn yrði hafin á sölu Búnaðarbankans og blekkingum sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, segir kaupendur hafa beitt.

Þurfa bæði að spara kvóta og ná honum öllum

Loðnusjómenn þurfa nú bæði að spara sér kvótann og gæta þess um leið að ná honum öllum því útlit er fyrir að loðnan sé að fara að hrygna og drepast og þar með veiðist ekki meir.

Hagnaður SPRON rúmir fjórir milljarðar

Hagnaður SPRON á síðasta ári nam fjórum koma einum milljarði króna og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins sem birt var í dag. Hagnaðurinn jókst um 150 prósent á milli ára og nema heildareignir SPRON-samstæðunnar nú 115 milljörðum króna.

Utandagskrárumræða á Alþingi um tálbeitunotkun

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga. Í ljósi umfjöllunar Kompáss á Stöð 2 og NFS í gær um barnaníðinga, og notkun á tálbeitum til að lokka þá fram, þurfi að ræða á vettvangi Alþingis hvort ekki verði að rýmka heimildir lögreglu til að beita því ráði.

Aðeins sekt fyrir að smygla dópi inn á Litla-Hraun

Tvítug stúlka var síðastliðinn föstudag dæmd sek í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að smygla tæplega 9 grömmum af amfetamíni inn á Litla-Hraun. Héraðsdómi þótti hæfileg refsing 150.000 króna sekt eða 12 daga fangelsi.

Skýringar Landsflugs ekki fullnægjandi

Þriðja tilvikið þar sem sjúkraflugvél var ekki til staðar í Vestmannaeyjum þegar á þurfti að halda kom upp á föstudag. Skýringar Landsflugs á þessum tilvikum eru engan veginn fullnægjandi, segir bæjarstjórinn í Eyjum.

Ný gögn í Baugsmálinu

Uppnám varð við aðalmeðferð í Baugsmálinu svo kallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar ákæruvaldið lagði fram ný gögn í málinu sem verjendur höfðu ekki séð áður og ákæruvaldið fékk fyrst í hendurnar í gær. Áætlað er að vitnaleiðslur yfir öllum ákærðu í málinu fari fram í dag.

Sign fer í víking

Hljómsveitin Sign er á förum til Bretlands þar sem hún mun koma fram á sínum fyrstu tónleikum utan Íslands þann 28. febrúar. Tónleikarnir fara fram á Barfly í Camden Town í London en þegar hefur töluverður fjöldi blaðamanna og útsendara plötufyrirtækja boðað komu sína á tónleikana.

Jón Ásgeir bar vitni í héraðsdómi í morgun

Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar og Kristínar Jóhannesdóttur, mómæltu framlagningu gagna sem Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari lagði fram við réttarhöld í Baugsmálinu í morgun.

Hvalaskoðunarbátur vélarvana

Skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Reykjavík óskaði eftir aðstoð björgunarskipsins Ásríms. S. Björnssonar undir kvöld í gær, þar sem vél bátsins hafði stöðvast, líklega af olíuleysi, eftir því sem Frétastofan kemst næst.

Ný gögn lögð fram í Baugsmálinu

Uppnám varð við aðalmeðferð Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar ákærandi lagði fram ný gögn í málinu sem tengjast bílainnflutningi tveggja hinna ákærðu, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kristínar Jóhannesdóttur. Verjendur óskuðu eftir tíu mínútna réttarhléi, sem nú stendur yfir, til að fara yfir gögnin en óvíst er með framhaldið.

Ný innheimmtumiðstöð opnuð á Blönduósi

Á haustmánuðum ákvað dómsmálaráðherra að flytja innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landinu í heild til embættis sýslumannsins á Blönduósi. Markmiðið með þessum breytingum er að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar í öllu landinu.

Loðnuskip að fikra sig fyrir Garðskaga

Loðnuskipin, sem enn eiga eitthvað eftir af kvóta, eru nú að fikra sig fyrir Garðskaga inn á Faxaflóa á eftir loðnugöngunni, og veiða ekki nema smá slatta í einu til frystingar.

Skotið á hús í Fossvogi

Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík var kvödd að húsi í Fossvogi undir morgun til að rannsaka skotárás, sem gerð var á hús þar.

Ættu að krefjast þess að Bandaríkjamenn loki Guantanamo

Ríkisstjórn Íslands ætti að krefjast þess að Guantanamo-fangelsinu verði lokað. Þetta sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins í Silfri Egils í dag. Jónína Bjartmarz var gestur Egils í Silfri Egils í dag

Silvía Nótt til Aþenu?

Þótt Silvía Nótt hafi sigrað í keppninni um framlag Íslands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva er óvíst að hún flytji lagið í Aþenu því kærumál gegn laginu er enn í gangi. Margir hafa líkt athyglinni sem lagið og flytjandinn hafa fengið við farsa.

Eyþór Arnalds vann yfirburðarsigur í Árborg

Eyþór Arnalds fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vann yfirburðarsigur í prófkjöri flokksins í Árborg. Sitjandi leiðtoga var afdráttarlaust hafnað. Jóhannes Gunnar Bjarnason er nýr leiðtogi Framsóknarflokks á Akureyri.

Sóðaleg viðskipti

Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt í viðskiptafræði segir að S-hópurinn hafi beitt blekkingum þegar hann keypti Búnaðarbankann. Hann segir að viðskiptin hafi verið sóðaleg og rannsókn á þeim eigi að fara fram.

OR segir Landvernd ganga of langt í andstöðunni

Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur líkir andstöðu Landverndar við framkvæmdir í Kerlingarfjöllum við umhverfisverndarsamtökin sem sneru sér að því að fá bann við þorskveiðum þegar þeim hafði tekist að stöðva hvalveiðar.

Vilja hindra að Big-Ben fái Úlfarsfellslóðirnar

Meirihlutinn í borginni ætlar að leita allra leiða til þess að hnekkja þeirri niðurstöðu að allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell, nema ein, fari til sama mannsins. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur að þessi niðurstaða hafi verið fyrirséð og vill endurtaka lóðaúthlutunina og láta draga um hver fái lóðirnar.

Langstærsti þjóðgarður Evrópu í burðarliðnum

Allt stefnir í að langstærsti þjóðgarður í Evrópu verði að veruleika á Íslandi á næstu árum. Umhverfisráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp um svokallaðan Vatnajökulsþjóðgarð næsta haust. Hann myndi ná allt frá Skaftafelli í suðri til Ásbirgis í norðri.

Ætla að mótmæla skerðingu náms

Nemendur Menntaskólans á Akureyri hyggjast fella niður nám á miðvikudaginn í næstu viku, til að mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs.

Harður árekstur tveggja bíla

Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar um klukkan hálftvö í nótt. Fleiri voru í bílunum, en þeir sluppu ómeiddir. Grunur leikur á að ökumaður annars bílsins hafi verið ölvaður. Töluverð olía lak úr bílunum eftir áreksturinn og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang til að hreinsa veginn.

Tveir í haldi grunaðir um sölu fíkniefna

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði grunaðir um sölu á hassi. Mennirnir voru handteknir um tíuleytið í gærmorgun í Ísafjarðardjúpi, þar sem þeir voru á leiðinni akandi til Ísafjarðarbæjar.

Ofsaakstur á Kjalarnesi

Lögreglan á Akranesi stöðvaði ungan ökumann fyrir ofsaakstur á Kjalarnesi í gær en hann mældist á 170 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var nýkominn með fullnaðarskírteini en hefur nú sviptur því til bráðabirgða.

Gerður Kristný fékk Blaðamannaverðlaun Íslands

Gerður Kristný Guðjónsdóttir fékk Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir bók sína Myndin af pabba en verðlaunin voru afhent í gærkvöldi. Bókin segir af lífi Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar en við gerð bókarinnar lagðist Gerður Kristný í ítarlegar rannsóknir á lífi þeirra.

Slapp betur en útlit var fyrir

Maður á miðjum aldri sem kastaðist af vélsleða á Langjökli í gær, hefur verið útskrifaður af slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Vill að útboðinu verði hnekkt

Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri Grænna vill að útboðinu á einbýlishúsalóðunum við Úlfarsfell verði hnekkt, lóðirnar boðnar út að nýju og að dregið verði úr umsóknum um lóðirnar. Jafnframt að þær verði seldar á föstu verði. Þetta er viðbragð við þeirri niðurstöðu að einn einstaklingur átti hæsta tilboðið í 39 af 40 einbýlishúsalóðir á nýja svæðinu.

Ölvaður ók á vegg Hvalfjarðaganga

Ungur, ölvaður ökumaður endaði bílferð sína í nótt með því að aka utan í vegg í Hvalfjarðargöngum. Tilkynning um atburðinn barst lögreglu laust eftir miðnætti. Þegar að var komið lá þegar ljóst fyrir að maðurinn hafði sopið ótæpilega á áfengum miði áður en hann settist undir stýri.

Eyþór Arnalds vann yfirburðarsigur

Eyþór Arnalds vann yfirburðarsigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg, en sitjandi oddvita flokksins hafnað. Jóhannes Bjarnason mun leiða Framsóknarmenn á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Eyþór, sem er fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kom, sá og sigraði í sínu fyrsta framboði í Árborg.

Silvía Nótt sigraði forkeppnina

Til hamingju Ísland í flutningi Silvíu Nætur verður framlag Íslendinga í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Aþenu í maí. Það kom fáum á óvart að lagið vann yfirburðarsigur í forkeppni söngvakeppninnar sem haldin var í gær. Lagið hlaut meira en sjötíu þúsund atkvæði af þeim rúmlega hundraðþúsund atkvæðum sem bárust.

Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar um klukkan hálftvö í nótt.

Blaðamannaverðlaunin 2005

Gerður Kristný Guðjónsdóttir hlaut Blaðamannaverðlaun ársins fyrir óhefðbundna blaðamennsku og ítarlegar rannsóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdísardóttur „Myndin af pabba".

Tónlistarnemar segja brotið á sér

Tónlistarnemar segja sveitarfélögin beita tónlistarnemendum fyrir sig gegn ríkinu í deilunni um niðurgreiðslur til tónlistarnáms. Þeir hafa lagt fram stjórnsýslukæru.

Borgarstjóri kannar lóðaútboð

Steinunn Valdís Ósakarsdóttir, borgarstjóri segir að það verði brugðist við eftir helgi við þeim tíðindum að byggingarverktaki fær að óbreyttu - sem einstaklingur allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell, nema eina. Sá maður er byggingarverktaki en hann bauð í lóðirnar sem einstaklingur. Verktökum var meinað að bjóða í lóðirnar.

Hvalveiði þjóðir að ná yfirhöndinni

Umhverfisráðherra Ástralíu segir hvalveiðiþjóðir vera að ná yfirhöndinni í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins segir þetta herbragð hjá ráðherranum.

Minna slasaður en í fyrstu var talið

TF-Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti nú síðdegis vélsleðamann sem hafði slasast á Langjökli. Í fyrstu var talið að maðurinn væri alvarlega slasaður en hann kastaðist af sleða sínum.

Sjá næstu 50 fréttir