Innlent

Þurfa bæði að spara kvóta og ná honum öllum

MYND/365

Loðnusjómenn þurfa nú bæði að spara sér kvótann og gæta þess um leið að ná honum öllum því útlit er fyrir að loðnan sé að fara að hrygna og drepast og þar með veiðist ekki meir.

Það er því eins konar haltu mér - slepptu mér stemning á miðunum sem nú eru á Faxaflóa. Reynt er að frysta allt sem veiðist til að fá sem mest út úr þeim óvenju litla kvóta, sem úthlutað var í ár, en töluvert betra verð fæst fyrir frysta loðnu til manneldis en loðnu í bræðslu til skepnufóðurs.

Fjölveiðiskipið Engey RE er löngu hætt að veiða loðnu sjálft, heldur er á miðunum og kaupir loðnu af öðrum veiðiskipum. Þar eru um 270 tonn fryst á sólarhring og er búið að frysta hátt í sex þúsund tonn þar um borð.

Það sem ekki hentar til manneldis er fryst til þorskeldis, en ekkert fer í bræðslu þótt fullkomin bræðsla sé um borð. Það má rekja til flókinnar reglulgerðar um bræðslu, sem skipið uppfyllir ekki.

Hrognataka og frysting hefst á Akranesi í dag en ljóst er að horgnafrysting verður ekki nema lítið brot af því seem hún hefur verið um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×