Innlent

Borgarstjóri kannar lóðaútboð

Steinunn Valdís Ósakarsdóttir, borgarstjóri segir að það verði brugðist við eftir helgi við þeim tíðindum að byggingarverktaki fær að óbreyttu - sem einstaklingur allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell, nema eina. Sá maður er byggingarverktaki en hann bauð í lóðirnar sem einstaklingur. Verktökum var meinað að bjóða í lóðirnar. Maðurinn átti hæsta tilboðið í 39 af 40 lóðum og þarf að greiða fyrir þær um 780 milljónir króna eða um 20 milljónir fyrir hverja lóð.

Steinunn Valdís segir að þessi niðurstaða sé ekki í anda þess sem að var stefnt í útboðinu þ.e. því að þarna fengju einstaklingar tækifæri á að fá lóð undir hús sín. Málið verði skoðað eftir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×