Innlent

Jarðskjálftar við Kistufell í Vatnajökli

Skjálftamælar Veðurstofunnar
Skjálftamælar Veðurstofunnar MYND/Stefán Ólafsson

Jarðskjálfti sem mældist tveir komma níu á Richterskala varð við Kistufell í Vatnajökli í gær. Nokkrir skjálftar hafa orðið á þessum sömu slóðum undanfarna viku.

Aukin skjálftavirkni hefur mælst á svæðinu síðastliðin eitt til tvö ár og Veðurstofan fylgist grannt með mælunum enda er Kistufellið norðaustan við Bárðarbungu og inni á gosbeltinu sem liggur þvert um Ísland. Bárðarbungan er virk eldstöð og skammt suðaustan af henni eru Grímsvötn sem eru ein virkasta eldstöð á Íslandi og eldstöðin Gjálp þar sem gaus árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×