Innlent

Ný innheimmtumiðstöð opnuð á Blönduósi

Á haustmánuðum ákvað dómsmálaráðherra að flytja innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landinu í heild til embættis sýslumannsins á Blönduósi. Markmiðið með þessum breytingum er að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar í öllu landinu.

Stefnt er að því að innheimtumiðstöðin taki til starfa í byrjun apríl nk. með fjórum starfsmönnum þar af einum stjórnanda og hefur verið auglýst eftir starfsfólki en umsóknarfrestur rennur út 26. febrúar nk..  Í fyrstunni verður fengist við innheimtu nýrra fullnustuhæfra mála, en þar er átt við sakamál sem fengið hafa endanlega ákvörðun dóms eða stjórnvalda um sektir og sakarkostnað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×