Innlent

Tveir í haldi grunaðir um sölu fíkniefna

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði grunaðir um sölu á hassi. Mennirnir voru handteknir um tíuleytið í gærmorgun í Ísafjarðardjúpi, þar sem þeir voru á leiðinni akandi til Ísafjarðarbæjar. Lögregluna grunaði að för mannanna tengdist fíkniefamisferli og við leit í bifreiðinni fannst hass í sölueiningum.

Mennirnir hafa báðir komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Lögreglustjórinn á Ísafirði hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×