Innlent

OR segir Landvernd ganga of langt í andstöðunni

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur líkir andstöðu Landverndar við framkvæmdir í Kerlingarfjöllum við umhverfisverndarsamtökin sem sneru sér að því að fá bann við þorskveiðum þegar þeim hafði tekist að stöðva hvalveiðar.

Landvernd vill ekki að orkuveitan fái að bora tilraunaborholur í Kerlingarfjöllum vegna hugsanelgs jarðvarmaorkuvers. Bent er á að þetta sé vinsælt útivistarsvæði og að borun þarna muni hafa rask í för með sér sem ekki verði bætt. Þessi afstaða kemur forsvarsmönnum Orkuveitunnar á óvart enda litið svo á að meiri sátt hafi verið um jarðvarmaorkuver en vatnsaflsorkuver.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×