Innlent

Loðnuskip að fikra sig fyrir Garðskaga

Loðnuskipin, sem enn eiga eitthvað eftir af kvóta, eru nú að fikra sig fyrir Garðskaga inn á Faxaflóa á eftir loðnugöngunni, og veiða ekki nema smá slatta í einu til frystingar. Loðnan er nú komin fast að hrygningu, en að henni lokinni drepst hún og sekkur til botns. Sjómenn telja að þessari óvenju rýru loðnuvertíð ljúki síðar í vikunni.---




Fleiri fréttir

Sjá meira


×