Innlent

Vill að útboðinu verði hnekkt

MYND/Valgarður Gíslason

Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri Grænna vill að útboðinu á einbýlishúsalóðunum við Úlfarsfell verði hnekkt, lóðirnar boðnar út að nýju og að dregið verði úr umsóknum um lóðirnar. Jafnframt að þær verði seldar á föstu verði. Þetta er viðbragð við þeirri niðurstöðu að einn einstaklingur átti hæsta tilboðið í 39 af 40 einbýlishúsalóðir á nýja svæðinu. Sá maður starfar jafnframt sem byggingarverktaki en fyrirtækjum var meinað að bjóða í lóðirnar. Borgarstjóri er ekki ánægður með þessa niðurstöðu og sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir í gær að þessi niðurstaða væri ekki í samræmi við það markmið sem lagt var upp með, að einstaklingar fengju tækifæri til byggja yfir sig einbýlishús og parhús. Við því verði brugðist strax eftir helgi í samræmi við fyrirvara sem settir voru í útboðsskilmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×