Fleiri fréttir

Vilja að stjórnarskrárnefnd geri tillögur um aðskilnað ríkis og kirkju

Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju skora á stjórnarskrárnefnd að taka skýra afstöðu til aðskilnaðs ríkis og kirkju við endurskoðun stjórnaskrárinnar. Um mannréttindamál sé að ræða en mati samtakanna verður sextugasta og önnur grein stjórnarskrárinnar er lítur að Þjóðkirkjunni að víkja.

Snjóflóðahætta á Tröllaskaga

Veðurstofa Íslands varar við snjóflóðum á Tröllaskaga. Þeim tilmælum er beint til vélsleðamanna á norðanverðum Tröllaskaga að sýna fulla aðgát á ferðum um fjalllendið þar í dag.

Eldur í stjórnstöð skíðalyftu

Slökkviliðið á Ólafsvík var kallað út um klukkan hálf eitt í dag vegna bruna í stjórnstöð skíðalyftunnar við bæinn. Brunan má rekja til fikts í börnum en greiðlega gekk að slökkva eldinn og er tjónið lítið.

Hallar á hlut kvenna í sveitarstjórnum á Vestfjörðum

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á Vestfjörðum er 37% en konur eru færri en karlar í öllum sveitastjórnum Vestfjarða nema í Broddaneshreppi. Á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að hlutfall kvenna hafi aukist smám saman á síðastliðnum fimmtíu árum. Þá hefur hlutfall kvenna einnig aukist samhliða fækkun sveitafélaga. Aðeins 25 konur eru oddvitar af 98 oddvitum sveitafélaganna.

Ófært yfir Eyrarfjall

Vegir er víða auðir um sunnanvert landið en þó eru hálkublettir á Hellisheiði. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er sumsstaðar á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þá er ófært yfir Eyrarfjall. Einhver hálka og hálkublettir eru víða um norðan- og austanvert landið, einkum á fjallvegum en helstu leiðir eru færar.

Prófkjör á Akureyri og í Árborg í dag

Sjálfstæðismenn í Árborg og Framsóknarmenn á Akureyri velja í dag frambjóðendur sína fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ljóst er að breytingar verða á oddvitasveit beggja flokka.

Bauð í allar lóðir nema eina

Byggingarverktakinn Benedikt Jósepsson sem bauð í allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell nema eina - fær að kaupa þær ef hann getur fjármagnað þær.

Leki kom að bát í Hafnarfjarðarhöfn

Leki kom að bát sem var á siglingu út úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun og var honum snúið við. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um átta leitið til að dæla úr bátnum og var það mætt að smábátahöfninni stuttu síðar. Verið er að vinna við að dæla úr bátnum og kafarar eru að reyna að þétta gatið.

Kominn í leitirnar

Þroskaskertur karlmaður á miðjum aldri sem saknað hafði verið í síðan í gær er kominn í leitirnar, heill á húfi. Hann fannst um átta leytið í morgun á Álftanesi en hans hafði þá verið leitað í rúmlega hálfan sólarhring.

Tindastóll opinn í dag

Skíðafólk norðan heiða ætti að geta gert sér glaðan dag í Tindastól í dag en fjallið verður opið frá 12 til 5. Lyftan verður opin en aðstæður eru með því besta í dag, púðursnjór, sunnan þrír metrar á sekúndu og tveggja stiga frost.

Vatnsleki á Hótel Borg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan níu í kvöld vegna vatnsleka á Hótel Borg. Vatn flæddi inn í tvö herbergi og vatnið var byrjað að leka niður um gólfið niður í veislusalinn á hótelinu. Framvkæmdir eru í gangi í hótelinu þessa dagana og svo virðist sem mannleg mistök hafi orsakað lekann. Slökkviliðsmönnum tókst að stöðva lekann á innan við klukkutíma.

Dagsbrún enn áhugasöm um Orkla Media

Eigendur Orkla Media fjölmiðlarisans eru reiðubúnir að hlusta á tilboð í félagið, að því er norskir fjölmiðlar greina frá í dag. Forstjóri Dagsbrúnar segir stjórn fyrirtækisins enn áhugasama um Orkla.

Landsflug krafið skýringa

Heilbrigðisráðuneyti og bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hafa krafið Landsflug um skýringar á því hvers vegna sjúkraflugvél hafi ekki verið til staðar tvívegis á tveimur dögum þegar hennar var þörf. Framkvæmdastjóri Landsflugs segir félagið hafa staðið við skuldbindingar sínar og auk þess hafi ekki verið um bráðaútköll að ræða í umræddum tilvikum.

Dagsbrún vill að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaði

Ríkisútvarpið á að draga sig út af auglýsingamarkaði, sagði Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar hf., á aðalfundi félagsins sem fram fór í dag. Þórdís segir það ótrúlegt að afskipti ríkisvaldsins eða aðgerðarleysi myndi reynast fyrirtækinu þrándur í götu, á sama tíma og það væri í mikilli sókn.

Fjórtán og hálfs árs fangelsi fyrir manndráp

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Frey Kristmundsson í fjórtán og hálfs árs fangelsi fyrir að verða Braga Halldórssyni að bana. Sigurður Freyr stakk fórnarlamb sitt til bana í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í ágúst á síðasta ári.

Jón Gerald fór með hreinan spuna

Jón Gerald Sullenberger fór með hreinan spuna við yfirheyrslur hjá lögreglu. Þetta segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en hann rak Pizza Hut, sem var í eigu fjölskyldunnar og átti í viðskiptum við Jón Gerald.

Forsætisráðherra fundar með Tony Blair

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans halda til Bretlands á þriðjudag næstkomandi þar sem forsætisráherra mun meðal annars eiga fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þá mun forsætisráðherra einnig heimsækja íslensk fyrirtæki og ávarpa fulltrúa úr bresku fjármála- og atvinnulífi. Heimsókn þeirra hjóna lýkur síðdegis á föstudag.

Nokkur afskipti af umferðaróhöppum og hraðakstri

14 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í umdæmi Áltanes, Garðabæ og Hafnarfirði í vikunni. Þá var ökumaður bifreiðar, sem lenti í hörðum þriggja bíla árekstri, fluttur á slysadeild til rannsóknar. Á miðvikudag var mjög alvarlegt umferðarslys á Bæjarbraut í Garðabæ þar sem ekið var á 16 ára gamla stúlku sem var gangandi.

Þrír áfram í gæsluvarðahaldi vegna innflutnings á fíkniefnum

Litháarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna innflutnings á amfetamíni í fljótandi formi fyrir stuttu, voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 24. febrúar. Þá hefur einnig gæsluvarðhaldi verið framlengt yfir ungum manni sem sakaður er um innflutning á tæplega fjórum kílóum af amfetamíni.

Landvernd á móti tilraunaborholum í Kerlingafjöllum

Landvernd telur að hafna beri umsókn um tilraunaborholur vegna hugsanlegra jarðvarmamannvirkja í Kerlingafjöllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Í yfirlýsingunni segir að hætta sé á að jarðborununum fylgi óafturkræf náttúrupspjöll.

Þrjá bílveltur á svipuðum slóðum

Þrjár bílveltur urðu í gærkvöldi og nótt í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi. Tveir bílanna fóru útaf þjóðveginum í Langadal en slæmt veður, blinbylur og hálka var á þessum slóðum þegar bílarnir fóru útaf veginum. Annar bíllinn lenti hálfur ofan í tjörn en engann sakaði. Bílarnir eru nokkuð skemmdir.

Taka þarf fullt tillit til minnihlutahópa

Borgar- og bæjarstjórnir verða að taka fullt tilllit til minnihlutahópa í jafnréttisáætlunum sínum svo þeir verði ekki útundan. Þetta sögðu borgarstóri og formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar við upphaf landsfundar jafnréttisnefnda.

Fjórtán og hálfs árs fangelsi fyrir manndráp

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Sigurð Frey Kristmundsson í fjórtán og hálfs árs fangelsi fyrir að bana Braga Halldórssyni í íbúð við Hverfisgötu í ágúst síðastliðnum. Sigurður Freyr stakk Braga með hnífi í brjóstholið með þeim afleiðingum að hann lést skömmu síðar.

Fimm mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag liðlega fimmtuga konu í fimm mánaða fangelsi og til ævilangrar ökuleyfissviptingar fyrir að hafa ítrekað ekið undir áhrifum áfengis. Konan var ákærð fyrir að hafa í þrígang verið tekin fyrir ölvunarakstur í Kópavogi á síðasta ári, þar af tvo daga í röð í ágúst.

Þremenningar játa á sig hraðbankarán

Tveir karlmenn og ein kona, sem handtekin voru vegna gruns um að hafa brotið upp hraðbanka í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði og stolið þaðan hundruðum þúsunda króna, hafa viðurkennt brotið og vísað á þýfið.

Framhaldsskólanemar gagnrýna styttingu stúdentsprófs

Mörg þúsund framhaldsskólanemar hafa sent menntamálaráðherra póstkort þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð hans vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagsmunaráði íslensrka framhaldsskólanema.

Mega ekki veiða of mikið

Loðnuveiðar ganga vel við Vestmannaeyjar. Helsta vandamál sjómanna er að veiða ekki meira en svo að vinnslan hafi undan því, vegna þess hversu lítill kvótinn er á sem minnst að fara í bræðslu.

Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu

Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum

FL Group kaupir hlut í Bang og Olufsen

FL Group hefur keypt ríflega átta prósenta hluta í danska félaginu Bang og Olufsen eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Kauphallar Íslands. Markaðsvirði hlutarins er um 7,5 milljarðar króna.

Sparisjóður Keflavíkur kaupir afgreiðslu Landsbanka í Sandgerði

Landsbankinn og Sparisjóðurinn í Keflavík hafa gert samkomulag um kaup Sparisjóðsins á afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum sparisjóðurinn mun taka við öllum eignum og skuldum afgreiðslunnar 5. mars ásamt póstafgreiðslu í Sandgerði sem Landsbankinn og Íslandspóstur eru aðilar að.

Þrír handteknir vegna hraðbankaráns

Lögreglan á Akureyri handtók í morgun þrjá menn á bílaleigubíl sem grunaðir eru um að hafa brotið upp hraðbanka í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði í nótt og stolið þaðan hundruðum þúsunda króna.

313 buðu í lóðir í Úlfarsárdal

313 skiluðu 4.240 gildum kauptilboðum í byggingarrétt fyrir 408 íbúðir á 120 lóðum í Úlfarsárdal. Frestur til að skila inn tilboðum rann út í gær og unnu starfsmenn framkvæmdasviðs sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðirnar og skrá þau.

Fyrirtæki búi sig undir fuglaflensu

Fyrirtækin gætu þurft að búa sig undir nýjar aðstæður ef ríkari kröfur verða gerðar til þeirra um samfélagslega ábyrgð vegna fuglaflensu sem einsýnt þykir að berist til landsins. Þetta segja Samtök verslunar og þjónustu.

Prófkjör hjá Framsóknarflokknum á Akureyri á morgun

Framsóknarmenn á Akureyri og í Hrísey halda á morgun opið prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningaarnar í vor. Nítján manns eru í framboði, þrettán karlar og sex konur, en nýr oddviti flokksins verður kjörinn þar sem Jakob Björnsson, oodviti framsóknarmanna til fjölda ára, gefur ekki kost á sér áfram.

Hafa tekið á um 100 handrukkurum og eiturlyfjasölum

Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn frá nokkrum embættum hafa haft afskipti af um það bil hundrað handrukkurum og eiturlyfjasölum síðan skipulagðar aðgerðir hófust gegn þessum hópum í fyrravor.

Tjón á Flateyri ekki bætt að fullu

Tjón af völdum óveðursins á Flateyri fæst ekki að fullu bætt af tryggingafélögunum. Héraðsblaðið Bæjarins besta sagði frá þessu.

Tíu árekstrar á Akureyri í gær

Tíu árekstrar urðu á Akureyri í gær sem alla má rekja til slæms skygnis og hálku, og er árekstrafjöldinn langt yfir meðaltali þar í bæ. Engin meiddist þó í þessari hrynu, en talsvert eignatjón varð. Nú er farið að hlýna í veðri og varar lögreglan við enn meiri hálku en í gær.

Peningum stolið úr hraðbanka á Fáskrúðsfirði

Hraðbanki Landsbankans í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði var brotinn upp í nótt og þaðan stolið peningum. Ekki liggur enn fyrir hversu miklir peningar voru í bankanum en verið er að ganga úr skugga um það.

Dagblað Dagsbrúnar verði stærst í Danmörku

Dagblaðið sem Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, ætlar að gefa út í Danmörku verður gefið í út í 500 þúsund eintökum dag hvern og verður þannig langstærsta dagblað Danmerkur. Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir heimildarmönnum sínum í málinu.

Enn verið að opnað tilboð í lóðir í Úlfarsárdal

Starfsmenn framkvæmdasviðs unnu sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðir í Úlfarsárdal og skrá þau. Klukkan hálfátta í morgun voru þeir enn að og var þá búið að skrá tilboð á fjórða hundrað bjóðenda.

Sjá næstu 50 fréttir