Innlent

Tónlistarnemar segja brotið á sér

Tónlistarnemar segja sveitarfélögin beita tónlistarnemendum fyrir sig gegn ríkinu í deilunni um niðurgreiðslur til tónlistarnáms. Þeir hafa lagt fram stjórnsýslukæru.

Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa ákveðið að hætta að greiða niður tónlistarnám hjá fólki eldra en 25 ára og Reykavík niðurgreiðir ekki söngnám fyrir fólk eldra 27 ára. Tónlistarnemar hafa stofnað félag til að gæta hagsmuna sinna, Félag tónlistarnema. Félagið hefur sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru á hendur Reykjavík og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en formaður félagsins segir að strax í næsta mánuði muni tugir tónlistarnema þurfa að hætta námi, en þegar fram í sækir muni ákvörðun sveitarfélaganna hafa áhrif á hundruð og þúsundir.

Aðspurður hvort eðlilegt væri að sveitarfélög greiddu fyrir tónlistarnám íbúa annarra sveitarfélaga, sagði hann að samkvæmt lögum bæri sveitarfélögum að greiða hluta af þessu námi og það væri þá þeirra að vinna úr því hvernig greitt skuli fyrir nemendur sem þurfa að fara á milli sveitarfélaga til náms, þar sem slíkt nám sé ekki í boði í heimabyggð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×