Innlent

Flateyringur ber sjálfur 200.000 krónur af óveðurstjóni

Bíll sem er nær gjörónýtur eftir óveðrið á Flateyri.
Bíll sem er nær gjörónýtur eftir óveðrið á Flateyri. MYND/Páll Önundarson

Flateyringurinn Guðjón Guðmundsson kemur til með að þurfa að bera sjálfur skaða upp á 200.000 krónur vegna bíla sem skemmdust í óveðrinu á Flateyri þrátt fyrir tryggingar. Húsatjón fæst hins vegar bætt að fullu.

Þegar bílar skemmast í óveðri er það kaskótrygging bíleigandans sem borgar það tjón. Sjálfsábyrgð bíleigandans dregst hins vegar alltaf frá endurgreiðslu tryggingarinnar og í þessu tilviki er sjálfsábyrgðin af bifreiðunum tveimur sem skemmdust tiltölulega há, eða sem nemur 200.000 krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×