Innlent

Minna slasaður en í fyrstu var talið

Langjökull
Langjökull MYND/Vísir

TF-Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti nú síðdegis vélsleðamann sem hafði slasast á Langjökli. Í fyrstu var talið að maðurinn væri alvarlega slasaður en hann kastaðist af sleða sínum.

Slysið átti sér stað um fjögur leytið í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri er leiðsögumaður og var á ferð með vélsleðahóp. Hópurinn var á leið til baka eftir vélsleðaferð og var langt kominn niður af jöklinum þegar maðurinn keyrði á grjóthaug og kastaðist af sleðanum. Að sögn lögreglu var skyggnið slæmt og nokkur þoka.

Í fyrst var talið að maðurinn væri alvarlega slasaður og var því ákveðið að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hann til Reykjavíkur. Félagar mannsins komu honum móts við þyrluna sem sótti hann í Reykholt. Þyrlan lenti í Reykholti rétt fyrir klukkan fimm og en hálf tíma síðar var komið með manninn á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Vaktahafandi læknir segir líðan mannsins eftir atvikum en hann sé þó ekki alvarlega slasaður. Hann er með ákverka á brjóstholi og mar á baki en gengst nú undir rannsóknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×