Innlent

Aðeins sekt fyrir að smygla dópi inn á Litla-Hraun

Tvítug stúlka var síðastliðinn föstudag dæmd sek í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að smygla tæplega 9 grömmum af amfetamíni inn á Litla-Hraun. Héraðsdómi þótti hæfileg refsing 150.000 króna sekt eða 12 daga fangelsi.

Þann 17. desember síðastliðinn voru 8,9 grömm af amfetamíni tekin af stúlkunni í heimsóknarálmu Litla-Hrauns en efninu hugðist hún smygla inn í fangelsið sem heimsóknargestur. Stúlkan játaði brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins og fór fram á vægustu refsingu en hún hefur ekki áður gerst sek um refsivert brot. Við ákvörðun refsingar var þó litið til þess um hve mikið magn var að ræða og til að þess að hve alvarlegt þykir að bera fíkniefni inn í fangelsi. Hæfileg refsing þótti að hún greiddi 150 þúsund krónu í fésekt eða sæti ella í 12 daga fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp af Ástu Stefánsdóttur héraðsdómara Héraðsdóms Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×