Innlent

Ættu að krefjast þess að Bandaríkjamenn loki Guantanamo

Ríkisstjórn Íslands ætti að krefjast þess að Guantanamo-fangelsinu verði lokað. Þetta sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins í Silfri Egils í dag. Jónína Bjartmarz var gestur Egils í Silfri Egils í dag þar sem umræðuefnið var meðal annars Guantanamo fangelsið sem Bandaríkjamenn reka á Kúbu. Fangelsið hefur verið mjög umdeilt og því verið haldið fram af mannréttindasamtökum að Bandaríkjamenn brjóti á rétti fanga. Jónína sagði að Bandaríkjamenn gætu ekki þóst vera málsvarar lýðræðis á meðan þeir reka fangelsið. Jónína sagði að íslensk stjórnvöld ættu að krefjast þess að Bandaríkjamenn loki fangelsinu að stjórnvöld ættu ekki að hræðast slíkar yfirlýsingar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×