Innlent

Blaðamannaverðlaunin 2005

Gerður Kristný Guðjónsdóttir hlaut Blaðamannaverðlaun ársins fyrir óhefðbundna blaðamennsku og ítarlegar rannsóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdísardóttur „Myndin af pabba". 

 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku, fyrir úttekt á einkavæðingu ríkisbankanna og fréttaskrif um aðkomu áhrifamanna í aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs.

Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fékk verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2005 fyrir ítarlega umfjöllun um rekstur og starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss í kjölfar sameiningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×