Innlent

Jón Ásgeir bar vitni í héraðsdómi í morgun

Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar og Kristínar Jóhannesdóttur, mómæltu framlagningu gagna sem Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari lagði fram við réttarhöld í Baugsmálinu í morgun. Um er að ræða reikninga sem sagðir eru tengjast bílakaupum fjölskyldunnar í Bandaríkjunum.

Eftir tíu mínútna réttarhlé, ákváðu lögmenn fjölskyldunnar að láta mótmælin nægja en fóru ekki fram á að réttarhaldinu yrði frestað. Jón Ásgeir hefur borið vitni fyrir héraðsdómi í morgun og faðir hans, Jóhannes, mun bera vitni á eftir honum. Nánar verður greint frá málinu í fréttum NFS í hádeginu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×