Innlent

Skotið á hús í Fossvogi

Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík var kvödd að húsi í Fossvogi undir morgun til að rannsaka skotárás, sem gerð var á hús þar. Riffilkúlu var skotið þar á glugga um klukkan hálf fimm í morgun með þeim afleiðingum að hún fór í gegn um tvöfalt gler og í gegnum gardínu fyrir innan.

Íbúa hússins sakaði ekki og ekkert liggur fyrir um það hver tilræðismaðurinn er, eftir því sem Fréttastofa NFS kemst næst.----




Fleiri fréttir

Sjá meira


×