Fleiri fréttir Hlemmur-Selfoss Bæjarráð í Árborg og bæjarstjórnin í Hveragerði samþykktu í gær að fela bæjarstjórum sveitarfélaganna að ræða við strætó bs. um möguleika á strætóferðum milli Reykjavíkur og Selfoss um Hveragerði. 3.2.2006 10:38 Loðnukvótinn tvöfaldaður Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka loðnukvótann í 210 þúsund tonn en áður hafði hann gefið út 100 þúsund tonna kvóta. Íslensk skip fá að veiða 150 þúsund tonn af heildarkvótanum. Þetta gerir hann samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. 3.2.2006 10:24 Draga ber úr eftirliti á heimavist Stjórnendur Menntaskólans á Egilsstöðum verða að taka niður fimm af tólf eftirlitsmyndavélum sem hafa verið notaðar til eftirlits í heimavist skólans. Persónuvernd kannaði málið eftir að athugasemd barst frá nemanda í skólanum. 3.2.2006 10:16 Tvöfalt fleiri á móti virkjun en með henni 65 prósent landsmanna eru andvíg því að ráðist verði í byggingu Norðlingaölduveitu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt er í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 3.2.2006 09:54 Mikið framboð á millilandaflugi SAS flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. Til að byrja með býður félagið fargjald á aðeins sex þúsund krónur aðra leiðina, með flugvallarskatti. Þá er Iceland Express að auka ferðatíðni sína og bæta sex nýjum áfangastöðum við ytra, auk þess sem félagið er að hefja áætlunarlfug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Loks hafa Flugleiðir engin áform um að draga úr ferðatíðni sinni þannig að nú stefnir í lang mesta sætaframboð í millilandaflugi til þessa. 3.2.2006 09:45 320 tæknifrjóvganir niðurgreiddar ár hvert Ríkið niðurgreiðir 320 tæknifrjóvgunaraðgerðir á ári samkvæmt samningi sem hefur verið gerður milli Landspítala háskólasjúkrahúss og ArtMedica. 3.2.2006 09:31 Lítið meiddur eftir margar veltur Ökumaður pallbíls, sem valt margar veltur eftir þjóðveginum austan við Hvolsvöll síðdegis í gær, slapp ótrúlega lítið meiddur að sögn sjónarvotta. Þegar bíllinn nam loks staðar, gerónýtur, var hann enn uppi á veginum, en svo vel vildi til að enginn bíll kom á móti í sömu andrá og bíllinn valt. Tildrög veltunnar liggja ekki fyrir, en engin hálka var á veginum og skyggni gott. Slökkvilið var kallað á vettvang til að hreinsa olíu og bensín af veginum. 3.2.2006 09:15 Tveir þriðju vilja álver Tveir af hverjum þremur íbúum í Reykjanesbæ eru hlynntir því að álver verði reist í Helguvík. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Nítján prósent íbúa eru andvíg álveri en fimmtán prósent taka ekki afstöðu. 3.2.2006 09:08 Tilboð í IcelandExpress Ekki fæst upp gefið hverjir eða hversu margir skiluðu inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Expres, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. Félagið er til sölu þar sem eigednur þess eru orðnir stórir hluthafar í FL Group, en félögin eru í beinni samkeppni. 3.2.2006 08:45 Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. 3.2.2006 08:15 Utanríkismálanefnd boðuð til fundar Utanríkismálanefnd Alþingis var í gærkvöld, óvænt boðuð til fundar með Geir H. Haarde utanríkisráðherra, klukkan ellefu í dag. Ný staða er nú uppi í varnarviðræðunum, eftir að Íslendingar buðust til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. 3.2.2006 08:15 Fræðaþing landbúnaðarins viðamikið að vanda Átrúnaður og hefðir í sauðfjárbúskap er meðal þess sem hægt er að kynna sér á Fræðaþingi landbúnaðarins sem hófst í dag. Fræðaþingið er árlegur viðburður en þar er kynnt nýsköpun í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu, ásamt niðurstöðum úr hagnýtum rannsóknum í jarðrækt og búfjárrækt. 3.2.2006 08:00 Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. 3.2.2006 08:00 Hækka laun á Akranesi Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að fullnýta heimildir Launanefndar sveitarfélaga til að hækka laun leikskólakennara og hækka laun þeirra starfsmanna sem lægst launin hafa. Laun hinna lægst launuðu hækka því um allt að tólf prósent. 3.2.2006 08:00 Forsetafrúin hneig niður Dorrit Moussaieff forsetafrú fékk aðsvif og hneig óvænt niður þegar hún heilsaði gestum við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gær. Ekki er vitað hvað olli aðsvifinu en Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði í viðtali við Fréttablaðið að Dorrit hefði dregið sig í hlé frá athöfninni og ekki tekið þátt í henni frekar. 3.2.2006 07:00 Ferðakaupstefna sett í Reykjavík Um 450 mans frá 17 löndum eru nú staddir hér á landi í tilefni Mid-Atlantic, ferðakaupstefnu Icelandair. Kaupstefnan var sett í ráðhúsinu nú undir kvöld og lýkur á sunnudag. 2.2.2006 23:31 Nánast ómögulegt að vera ritstjóri og sitja í stjórnarskrárnefnd samtímis Það verður mjög erfitt fyrir Þorstein Pálsson að vera óháður ritstjóri Fréttablaðsins á meðan hann er talsmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd. Þetta segir ritstjórinn fyrrverandi, Össur Skarphéðinsson, sem einnig situr í nefndinni. Hann segir jafnframt að átök hafi átt sér stað innan nefndarinnar sem hann kveðst eiga von á að eigi eftir að harðna þegar fram í sækir. 2.2.2006 23:24 Vöruskiptahallinn áfram mikill Íslendingar halda áfram að flytja mun meira af vörum til landsins en frá því. Vöruskiptahallinn í janúar er um helmingi meiri í ár en í janúar á síðasta ári. 2.2.2006 23:05 Formaður Gusts segir af sér Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gust, sagði af sér formennsku á félgasfundi Gusts í kvöld. Þóra taldi sig ekki hafa nægan stuðning félagsmanna til að takast á við uppkaup á hesthúsum á svæðinu. Fjárfestar eiga nú þegar tæplega helming af húsum á svæðinu. Meirihluti félagsmanna vill að nýtt athafnasvæði verði gert fyrir félagið á Kjóavöllum en Þóra vill hins vegar ekki flytja starfsemi félagsins frá Glaðheimum. 2.2.2006 22:27 Baugur vill kaupa Thorntons Baugur hafi augastað á breska smásölufyrirtækinu Thorntons sem rekur súkkulaðiverslanir. Talið er að forsvarsmenn Baugs sjái þar mögleika á samstarfi milli Thorntons, te og kaffiverslana Whittards of Chelsea, sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, og heilsuverslanna Julians Graves, sem Baugur á meirihluta í. 2.2.2006 22:00 Dorrit fékk aðsvif Dorrit Moussaieff, forsetafrú, fékk aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunna í dag. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að Dorrit hafi ekki getað tekið þátt í athöfn bókmenntaverðlaunanna. Hún fer í rannsóknir á morgun vegna aðsvifsins. 2.2.2006 19:50 Menntamálaráðherra og kennaraforystan ná sögulegri sátt Menntamálaráðherra og kennaraforystan náðu sögulegri sátt í dag og munu vinna saman að endurskoðun á námi í tengslum við styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 19:14 Kvikmynd um laxveiði frá árinu 1947 finnst Við tiltekt í kompu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fundust óvænt 16 millímetra filmur með kvikmynd Kjartans Ó. Bjarnasonar prentara um laxveiðar hér á landi á fimmta áratugnum. Þetta er hrein gersemi laxveiðimanna og einstök söguleg heimild. 2.2.2006 19:07 Guðfinna Einarsdóttir fagnar 109 ára afmæli í dag Elsti Íslendingurinn sem sögur fara af er Guðfinna Einarsdóttir. Á langri ævi hennar hafa átta þjóðhöfðingar verið yfir Íslandi, þar af þrír konungar, en þegar hún fæddist árið 1897 var Kristján níundi konungur Íslands. 2.2.2006 18:57 Varnarviðræður hafnar að nýju Nýr flötur er kominn á viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi varnarsamstarf ríkjanna en Íslendingar hafa boðist til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. Viðræður ríkjanna hófust að nýju í Washington í dag eftir nokkurt hlé. 2.2.2006 18:49 Netheimur varar við Kama Sutra veirunni Tölvuveiran Kama Sutra mun ráðast á sýktar tölvur á morgun 3. febrúar. Nyxem-D veiran eða Kama Sutra Veiran eins og flestir þekkja hana, sem sýnir sig í myndum af Kama Sutra, hefur mikinn eyðileggingarmátt (destructive payload), og fer í gang 30 mínútum eftir að tölvan hefur verið ræst 3ja dag hvers mánaðar. 2.2.2006 18:07 Gjaldfrjálsir leikskólar í Reykjavík 2008 Leikskóladvöl í Reykjavík verður gjaldfrjáls haustið 2008 samkvæmt frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingar og fjármál Reykjavíkurborgar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs í dag. 2.2.2006 17:39 Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. 2.2.2006 17:30 Ríkið sýknað af bótakröfu drengs með heilalömun Hæstiréttur sýknaði í dag ríkið af bótakröfu fatlaðs drengs sem varð fyrir heilaskaða á síðustu dögum meðgöngu hans árið 2002. Aðstandendur drengsins töldu að um mistök starfsfólks Landsspítalans sé ástæða þess að hann er í dag með heilalömun. 2.2.2006 17:29 Tekist á um umhverfismál á þingi Þingmaður vinstri - grænna segir nýja úttekt Ríkisendurskoðunar á aðild Íslands að Samningnum um líffræðilega fjölbreytni áfellisdóm yfir stjórnvöldum í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hafnar því og segir stefnumótunartillögu í umhverfismálum að vænta á þessu ári. 2.2.2006 17:12 Sumarljós og svo kemur nóttin hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár í flokki fagurbókmennta. Þá fékk Kristín G. Guðnadóttir, Eiríkur Þorláksson, Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir og fleiri verðlaunin í flokki fræðirita fyrir bók sína Kjarval. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í beinni útsendingu hér á NFS á fimmta tímanum. 2.2.2006 16:01 Hildur Eir Bolladóttir guðfræðingur valin í Laugarnesprestakalli Valnefnd í Laugarnesprestakalli ákvað á fundi sínum nýlega að leggja til að Hildi Eir Bolladóttur, guðfræðingi, verði veitt embætti prests í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. 2.2.2006 15:59 Hringsnerist ef ég reyndi að sætta alla Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir erfitt að ná niðurstöðu um loðnuveiðar, ef sætta eigi þá sem gagnrýna hann fyrir að úthluta of litlum loðnukvóta og þá sem gagnrýna hann fyrir að leyfa veiðar yfir höfuð. 2.2.2006 15:49 Geir H. Haarde mun í dag eiga fundi með Condoleezzu Rice Geir H. Haarde, utanríkisráðherra mun í dag eiga fundi með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. 2.2.2006 15:48 Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi Prófkjör Samfylkingarinnar verður haldið laugardaginn 4. febrúar næstkomandi. Meðfylgjandi er listi frambjóðenda ásamt sætum sem þau sækjast eftir í prófkjörinu. Búist er við fyrstu tölum um kl. 21.00 sama dag. 2.2.2006 15:36 Menntamálaráðherra hlustaði á rödd skynseminnar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði menntamálaráðherra til hamingju með að hafa loksins hlustað á rödd skynseminnar með því að falla frá áætlunum um að þröngva styttingu náms til stúdentsprófs upp á kennara og menntakerfið. Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 15:35 Meirihluti íbúa Reykjanesbæjar vill álver í Helguvík Gallup gerði símakönnun um miðjan janúar og sögðust alls 66,5% þeirra sem afstöðu tóku frekar eða mjög hlynntir álveri í Helguvík sem yrði knúið jarðvarmaorku frá Hitaveitu Suðurnesja. 2.2.2006 15:21 Undirrituðu samkomulag um styttingu á námstíma til stúdentsprófs Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 15:01 Langlundargeðið á þrotum Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru orðnir þreyttir á því hve dregist hefur að ganga frá kjarasamningum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga. 2.2.2006 13:44 Bókmenntaverðlaunin veitt í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í flokki fræðirita og fagurbókmennta. Sýnt verður beint frá afhendingu verðlaunanna á NFS klukkan fjögur í dag. 2.2.2006 13:01 Samstarf um heildarendurskoðun náms Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 13:00 Ferðist langar leiðir í ökunám Fjöldi ökunema þarf að ferðast tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að afla sér þjálfunar sem sett verður sem skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis taki ný reglugerð um ökunám gildi óbreytt. 2.2.2006 12:45 Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku. 2.2.2006 12:30 Ræða varnarmál í dag Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd. 2.2.2006 12:15 Í harða samkeppni við flugfélögin Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera. 2.2.2006 12:05 Sjá næstu 50 fréttir
Hlemmur-Selfoss Bæjarráð í Árborg og bæjarstjórnin í Hveragerði samþykktu í gær að fela bæjarstjórum sveitarfélaganna að ræða við strætó bs. um möguleika á strætóferðum milli Reykjavíkur og Selfoss um Hveragerði. 3.2.2006 10:38
Loðnukvótinn tvöfaldaður Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka loðnukvótann í 210 þúsund tonn en áður hafði hann gefið út 100 þúsund tonna kvóta. Íslensk skip fá að veiða 150 þúsund tonn af heildarkvótanum. Þetta gerir hann samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. 3.2.2006 10:24
Draga ber úr eftirliti á heimavist Stjórnendur Menntaskólans á Egilsstöðum verða að taka niður fimm af tólf eftirlitsmyndavélum sem hafa verið notaðar til eftirlits í heimavist skólans. Persónuvernd kannaði málið eftir að athugasemd barst frá nemanda í skólanum. 3.2.2006 10:16
Tvöfalt fleiri á móti virkjun en með henni 65 prósent landsmanna eru andvíg því að ráðist verði í byggingu Norðlingaölduveitu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt er í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 3.2.2006 09:54
Mikið framboð á millilandaflugi SAS flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. Til að byrja með býður félagið fargjald á aðeins sex þúsund krónur aðra leiðina, með flugvallarskatti. Þá er Iceland Express að auka ferðatíðni sína og bæta sex nýjum áfangastöðum við ytra, auk þess sem félagið er að hefja áætlunarlfug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Loks hafa Flugleiðir engin áform um að draga úr ferðatíðni sinni þannig að nú stefnir í lang mesta sætaframboð í millilandaflugi til þessa. 3.2.2006 09:45
320 tæknifrjóvganir niðurgreiddar ár hvert Ríkið niðurgreiðir 320 tæknifrjóvgunaraðgerðir á ári samkvæmt samningi sem hefur verið gerður milli Landspítala háskólasjúkrahúss og ArtMedica. 3.2.2006 09:31
Lítið meiddur eftir margar veltur Ökumaður pallbíls, sem valt margar veltur eftir þjóðveginum austan við Hvolsvöll síðdegis í gær, slapp ótrúlega lítið meiddur að sögn sjónarvotta. Þegar bíllinn nam loks staðar, gerónýtur, var hann enn uppi á veginum, en svo vel vildi til að enginn bíll kom á móti í sömu andrá og bíllinn valt. Tildrög veltunnar liggja ekki fyrir, en engin hálka var á veginum og skyggni gott. Slökkvilið var kallað á vettvang til að hreinsa olíu og bensín af veginum. 3.2.2006 09:15
Tveir þriðju vilja álver Tveir af hverjum þremur íbúum í Reykjanesbæ eru hlynntir því að álver verði reist í Helguvík. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Nítján prósent íbúa eru andvíg álveri en fimmtán prósent taka ekki afstöðu. 3.2.2006 09:08
Tilboð í IcelandExpress Ekki fæst upp gefið hverjir eða hversu margir skiluðu inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Expres, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. Félagið er til sölu þar sem eigednur þess eru orðnir stórir hluthafar í FL Group, en félögin eru í beinni samkeppni. 3.2.2006 08:45
Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. 3.2.2006 08:15
Utanríkismálanefnd boðuð til fundar Utanríkismálanefnd Alþingis var í gærkvöld, óvænt boðuð til fundar með Geir H. Haarde utanríkisráðherra, klukkan ellefu í dag. Ný staða er nú uppi í varnarviðræðunum, eftir að Íslendingar buðust til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. 3.2.2006 08:15
Fræðaþing landbúnaðarins viðamikið að vanda Átrúnaður og hefðir í sauðfjárbúskap er meðal þess sem hægt er að kynna sér á Fræðaþingi landbúnaðarins sem hófst í dag. Fræðaþingið er árlegur viðburður en þar er kynnt nýsköpun í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu, ásamt niðurstöðum úr hagnýtum rannsóknum í jarðrækt og búfjárrækt. 3.2.2006 08:00
Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. 3.2.2006 08:00
Hækka laun á Akranesi Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að fullnýta heimildir Launanefndar sveitarfélaga til að hækka laun leikskólakennara og hækka laun þeirra starfsmanna sem lægst launin hafa. Laun hinna lægst launuðu hækka því um allt að tólf prósent. 3.2.2006 08:00
Forsetafrúin hneig niður Dorrit Moussaieff forsetafrú fékk aðsvif og hneig óvænt niður þegar hún heilsaði gestum við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gær. Ekki er vitað hvað olli aðsvifinu en Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði í viðtali við Fréttablaðið að Dorrit hefði dregið sig í hlé frá athöfninni og ekki tekið þátt í henni frekar. 3.2.2006 07:00
Ferðakaupstefna sett í Reykjavík Um 450 mans frá 17 löndum eru nú staddir hér á landi í tilefni Mid-Atlantic, ferðakaupstefnu Icelandair. Kaupstefnan var sett í ráðhúsinu nú undir kvöld og lýkur á sunnudag. 2.2.2006 23:31
Nánast ómögulegt að vera ritstjóri og sitja í stjórnarskrárnefnd samtímis Það verður mjög erfitt fyrir Þorstein Pálsson að vera óháður ritstjóri Fréttablaðsins á meðan hann er talsmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd. Þetta segir ritstjórinn fyrrverandi, Össur Skarphéðinsson, sem einnig situr í nefndinni. Hann segir jafnframt að átök hafi átt sér stað innan nefndarinnar sem hann kveðst eiga von á að eigi eftir að harðna þegar fram í sækir. 2.2.2006 23:24
Vöruskiptahallinn áfram mikill Íslendingar halda áfram að flytja mun meira af vörum til landsins en frá því. Vöruskiptahallinn í janúar er um helmingi meiri í ár en í janúar á síðasta ári. 2.2.2006 23:05
Formaður Gusts segir af sér Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gust, sagði af sér formennsku á félgasfundi Gusts í kvöld. Þóra taldi sig ekki hafa nægan stuðning félagsmanna til að takast á við uppkaup á hesthúsum á svæðinu. Fjárfestar eiga nú þegar tæplega helming af húsum á svæðinu. Meirihluti félagsmanna vill að nýtt athafnasvæði verði gert fyrir félagið á Kjóavöllum en Þóra vill hins vegar ekki flytja starfsemi félagsins frá Glaðheimum. 2.2.2006 22:27
Baugur vill kaupa Thorntons Baugur hafi augastað á breska smásölufyrirtækinu Thorntons sem rekur súkkulaðiverslanir. Talið er að forsvarsmenn Baugs sjái þar mögleika á samstarfi milli Thorntons, te og kaffiverslana Whittards of Chelsea, sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, og heilsuverslanna Julians Graves, sem Baugur á meirihluta í. 2.2.2006 22:00
Dorrit fékk aðsvif Dorrit Moussaieff, forsetafrú, fékk aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunna í dag. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að Dorrit hafi ekki getað tekið þátt í athöfn bókmenntaverðlaunanna. Hún fer í rannsóknir á morgun vegna aðsvifsins. 2.2.2006 19:50
Menntamálaráðherra og kennaraforystan ná sögulegri sátt Menntamálaráðherra og kennaraforystan náðu sögulegri sátt í dag og munu vinna saman að endurskoðun á námi í tengslum við styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 19:14
Kvikmynd um laxveiði frá árinu 1947 finnst Við tiltekt í kompu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fundust óvænt 16 millímetra filmur með kvikmynd Kjartans Ó. Bjarnasonar prentara um laxveiðar hér á landi á fimmta áratugnum. Þetta er hrein gersemi laxveiðimanna og einstök söguleg heimild. 2.2.2006 19:07
Guðfinna Einarsdóttir fagnar 109 ára afmæli í dag Elsti Íslendingurinn sem sögur fara af er Guðfinna Einarsdóttir. Á langri ævi hennar hafa átta þjóðhöfðingar verið yfir Íslandi, þar af þrír konungar, en þegar hún fæddist árið 1897 var Kristján níundi konungur Íslands. 2.2.2006 18:57
Varnarviðræður hafnar að nýju Nýr flötur er kominn á viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi varnarsamstarf ríkjanna en Íslendingar hafa boðist til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. Viðræður ríkjanna hófust að nýju í Washington í dag eftir nokkurt hlé. 2.2.2006 18:49
Netheimur varar við Kama Sutra veirunni Tölvuveiran Kama Sutra mun ráðast á sýktar tölvur á morgun 3. febrúar. Nyxem-D veiran eða Kama Sutra Veiran eins og flestir þekkja hana, sem sýnir sig í myndum af Kama Sutra, hefur mikinn eyðileggingarmátt (destructive payload), og fer í gang 30 mínútum eftir að tölvan hefur verið ræst 3ja dag hvers mánaðar. 2.2.2006 18:07
Gjaldfrjálsir leikskólar í Reykjavík 2008 Leikskóladvöl í Reykjavík verður gjaldfrjáls haustið 2008 samkvæmt frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingar og fjármál Reykjavíkurborgar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs í dag. 2.2.2006 17:39
Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. 2.2.2006 17:30
Ríkið sýknað af bótakröfu drengs með heilalömun Hæstiréttur sýknaði í dag ríkið af bótakröfu fatlaðs drengs sem varð fyrir heilaskaða á síðustu dögum meðgöngu hans árið 2002. Aðstandendur drengsins töldu að um mistök starfsfólks Landsspítalans sé ástæða þess að hann er í dag með heilalömun. 2.2.2006 17:29
Tekist á um umhverfismál á þingi Þingmaður vinstri - grænna segir nýja úttekt Ríkisendurskoðunar á aðild Íslands að Samningnum um líffræðilega fjölbreytni áfellisdóm yfir stjórnvöldum í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hafnar því og segir stefnumótunartillögu í umhverfismálum að vænta á þessu ári. 2.2.2006 17:12
Sumarljós og svo kemur nóttin hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár í flokki fagurbókmennta. Þá fékk Kristín G. Guðnadóttir, Eiríkur Þorláksson, Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir og fleiri verðlaunin í flokki fræðirita fyrir bók sína Kjarval. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í beinni útsendingu hér á NFS á fimmta tímanum. 2.2.2006 16:01
Hildur Eir Bolladóttir guðfræðingur valin í Laugarnesprestakalli Valnefnd í Laugarnesprestakalli ákvað á fundi sínum nýlega að leggja til að Hildi Eir Bolladóttur, guðfræðingi, verði veitt embætti prests í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. 2.2.2006 15:59
Hringsnerist ef ég reyndi að sætta alla Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir erfitt að ná niðurstöðu um loðnuveiðar, ef sætta eigi þá sem gagnrýna hann fyrir að úthluta of litlum loðnukvóta og þá sem gagnrýna hann fyrir að leyfa veiðar yfir höfuð. 2.2.2006 15:49
Geir H. Haarde mun í dag eiga fundi með Condoleezzu Rice Geir H. Haarde, utanríkisráðherra mun í dag eiga fundi með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. 2.2.2006 15:48
Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi Prófkjör Samfylkingarinnar verður haldið laugardaginn 4. febrúar næstkomandi. Meðfylgjandi er listi frambjóðenda ásamt sætum sem þau sækjast eftir í prófkjörinu. Búist er við fyrstu tölum um kl. 21.00 sama dag. 2.2.2006 15:36
Menntamálaráðherra hlustaði á rödd skynseminnar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði menntamálaráðherra til hamingju með að hafa loksins hlustað á rödd skynseminnar með því að falla frá áætlunum um að þröngva styttingu náms til stúdentsprófs upp á kennara og menntakerfið. Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 15:35
Meirihluti íbúa Reykjanesbæjar vill álver í Helguvík Gallup gerði símakönnun um miðjan janúar og sögðust alls 66,5% þeirra sem afstöðu tóku frekar eða mjög hlynntir álveri í Helguvík sem yrði knúið jarðvarmaorku frá Hitaveitu Suðurnesja. 2.2.2006 15:21
Undirrituðu samkomulag um styttingu á námstíma til stúdentsprófs Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 15:01
Langlundargeðið á þrotum Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru orðnir þreyttir á því hve dregist hefur að ganga frá kjarasamningum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga. 2.2.2006 13:44
Bókmenntaverðlaunin veitt í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í flokki fræðirita og fagurbókmennta. Sýnt verður beint frá afhendingu verðlaunanna á NFS klukkan fjögur í dag. 2.2.2006 13:01
Samstarf um heildarendurskoðun náms Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 13:00
Ferðist langar leiðir í ökunám Fjöldi ökunema þarf að ferðast tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að afla sér þjálfunar sem sett verður sem skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis taki ný reglugerð um ökunám gildi óbreytt. 2.2.2006 12:45
Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku. 2.2.2006 12:30
Ræða varnarmál í dag Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd. 2.2.2006 12:15
Í harða samkeppni við flugfélögin Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera. 2.2.2006 12:05