Innlent

Draga ber úr eftirliti á heimavist

Menntaskólinn á Egilsstöðum.
Menntaskólinn á Egilsstöðum.

Stjórnendur Menntaskólans á Egilsstöðum verða að taka niður fimm af tólf eftirlitsmyndavélum sem hafa verið notaðar til eftirlits í heimavist skólans. Persónuvernd kannaði málið eftir að athugasemd barst frá nemanda í skólanum.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að eftirlit skyldi heimilt á heimavistinni þar sem meiri starfsemi færi fram þar en heimavist. Persónuvernd taldi samt sem áður að eftirlitið skyldi takmarka frá því sem nú er.

Fjórtán eftirlitsmyndavélum hefur verið komið fyrir í heimavistinni en tvær þeirra eru óvirkar. Persónuvernd fjallaði um þær eftirlitsmyndavélar sem eru virkar og komst að þeirri niðurstöðu að réttlæta mætti notkun sjö þeirra en vill að hinar verði teknar úr notkun.

Á heimavistinni er pláss fyrir um 120 einstaklinga en að auki er þar tölvuver, þvottahús, mötuneyt, bókasafn og kennslustofur auk skrifstofa og hátíðarsals. Það er þessi starfsemi umfram heimavistina sem veldur því að Persónuvernd telur í lagi að hafa eftirlitsvélar uppi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×