Innlent

Ferðakaupstefna sett í Reykjavík

Um 450 mans frá 17 löndum eru nú staddir hér á landi í tilefni Mid-Atlantic, ferðakaupstefnu Icelandair. Kaupstefnan var sett í ráðhúsinu nú undir kvöld og lýkur á sunnudag.

Ferðakaupstefna Icelandair er nú haldin í 14. sinn og er hún með stærra sniði í ár. Umfang kaupstefnunnar hefur aukist ár frá ári og í ár koma um 450 fulltrúar frá 17 löndum á kaupstefnuna. Markmið hennar er að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu og auka komu ferðamanna til landsins. Flestir fulltrúar kaupstefnunnar koma frá þeim löndum sem Icelandair flýgur til en fulltrúar frá Sviss, Þýskalandi og Hollandi eru nýliðar á kaupstefnunni í ár. Það voru Árni Þór Sigurðsson, fyrsti varaforseti borgarstjórnar og bogarfulltrúi R-listans, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs Iclenadair, sem settu kaupstefnuna formlega í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×