Innlent

Loðnukvótinn tvöfaldaður

Loðna.
Loðna.

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka loðnukvótann í 210 þúsund tonn en áður hafði hann gefið út 100 þúsund tonna kvóta. Íslensk skip fá að veiða 150 þúsund tonn af heildarkvótanum. Þetta gerir hann samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar.

Alls mældust 614 þúsund tonn af kynþroska loðnu við mælingar rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar út af Norðurlandi dagana 26. janúar til 1. febrúar. Hafrannsóknastofnun telur því að mælingin samsvari 210 þúsund tonna hámarksafla þegar 400 þúsund tonn hafa verið dregin frá til að tryggja hrygningarstofninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×