Innlent

Lítið meiddur eftir margar veltur

Ökumaður pallbíls, sem valt margar veltur eftir þjóðveginum austan við Hvolsvöll síðdegis í gær, slapp ótrúlega lítið meiddur að sögn sjónarvotta. Þegar bíllinn nam loks staðar, gerónýtur, var hann enn uppi á veginum, en svo vel vildi til að enginn bíll kom á móti í sömu andrá og bíllinn valt. Tildrög veltunnar liggja ekki fyrir, en engin hálka var á veginum og skyggni gott. Slökkvilið var kallað á vettvang til að hreinsa olíu og bensín af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×