Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? 3. febrúar 2006 08:00 MYND/Vísir Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. Össur Skarphéðinsson, fyrsti formaður Samfylkingarinnar, skrifaði pistil um ráðningu Þorsteins Pálssonar í stöðu ritstjóra hjá Fréttablaðinu á heimasíðu sína í fyrradag undir yfirskriftinni "Sættir Baugs við Sjálfstæðisflokkinn". Þar segir hann ráðninguna vera friðarpípu sem Baugur bjóði Sjálfstæðisflokknum, en eins og kunnugt er er Þorsteinn fyrrverandi formaður flokksins. En Össur segir að í fljótu bragði séu Baugsmenn að taka nokkra áhættu. Þorsteinn geri enga samninga fyrirfram um að hlífa einum eða neinum, og, að á skútunni sé fyrir skarpasti leiðarahöfundur sem skrifi í íslensk dagblöð í dag, þ.e. Guðmundur Magnússon. Össur segir hann ekki hika við að segja álit sitt þó það komi yfirmönnum hans illa, og bendir í því sambandi á leiðara sem Guðmundur skrifaði þegar DV-málið svokallaða stóð sem hæst á dögunum, sem endaði með því að ritstjórar blaðsins sögðu upp. Í umræddum leiðara segir Guðmundur meðal annars að aðeins sé vit í þeirri reglu að eigendur og stjórnarmenmn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna, að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar, ekkert síður en ritstjórnirnar ef út af bregði. Össur segir orðrétt í pistli sínum: „Sú staðreynd að Guðmundur gat birt slíkan leiðara gerði það hins vegar að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna 365-miðla." Sama dag og Össur skrifar þetta var aftur á móti tilkynnt að Guðmundi hafi verið sagt upp sem ritstjórnarfulltrúi blaðsins. Össur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærkvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. Össur Skarphéðinsson, fyrsti formaður Samfylkingarinnar, skrifaði pistil um ráðningu Þorsteins Pálssonar í stöðu ritstjóra hjá Fréttablaðinu á heimasíðu sína í fyrradag undir yfirskriftinni "Sættir Baugs við Sjálfstæðisflokkinn". Þar segir hann ráðninguna vera friðarpípu sem Baugur bjóði Sjálfstæðisflokknum, en eins og kunnugt er er Þorsteinn fyrrverandi formaður flokksins. En Össur segir að í fljótu bragði séu Baugsmenn að taka nokkra áhættu. Þorsteinn geri enga samninga fyrirfram um að hlífa einum eða neinum, og, að á skútunni sé fyrir skarpasti leiðarahöfundur sem skrifi í íslensk dagblöð í dag, þ.e. Guðmundur Magnússon. Össur segir hann ekki hika við að segja álit sitt þó það komi yfirmönnum hans illa, og bendir í því sambandi á leiðara sem Guðmundur skrifaði þegar DV-málið svokallaða stóð sem hæst á dögunum, sem endaði með því að ritstjórar blaðsins sögðu upp. Í umræddum leiðara segir Guðmundur meðal annars að aðeins sé vit í þeirri reglu að eigendur og stjórnarmenmn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna, að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar, ekkert síður en ritstjórnirnar ef út af bregði. Össur segir orðrétt í pistli sínum: „Sú staðreynd að Guðmundur gat birt slíkan leiðara gerði það hins vegar að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna 365-miðla." Sama dag og Össur skrifar þetta var aftur á móti tilkynnt að Guðmundi hafi verið sagt upp sem ritstjórnarfulltrúi blaðsins. Össur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærkvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira