Fleiri fréttir Fá lægri ellilífeyris- og örorkubætur Lífeyris- og örorkuþegar lífeyrissjóða eru sumir hverjir farnir að finna fyrir nýjum reglum um útreikninga á skuldbindingum lífeyrissjóða vegna örorku. Reglurnar tóku gildi um síðustu áramót og hafa orðið til þess að bætur sumra hafa lækkað. 2.11.2005 07:00 Formaður VG vill skýr svör stjórnvalda um fangaflug Formaður Vinstri grænna spyr stjórnvöld hvort þeim sé kunnugt um að bandaríska leyniþjónustan hafi haft viðdvöl hér á landi með fanga sem hugsanlega sæti pyndingum. Stjórnvöld telja slíkt ósannað en bíða upplýsinga um málið. 2.11.2005 06:45 Brennslubúnaður lagfærður Bilun í katlabúnaði Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík varð til þess að síðustu daga hefur meira borið á því að svartan reyk legði frá spítalanum. 2.11.2005 06:45 Kaupþing og Leifsstöð semja Kaupþing Banki hefur samþykkt að lána Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir stækkun norðurbyggingar flugstöðvarinnar til suðurs og endurgerð annarar hæðar hennar. Lánssamningurinn nemur þrem komma þrem milljörðum króna, og er um að ræða framkvæmdalán sem breytist í langtímalán við lok framkvæmda. Áætlað er að þær taki tvö ár og að heildarkostnaðurinn nemi tæpum 5 milljörðum króna. 2.11.2005 06:45 Kári kærir Vilhjálm ritstjóra Kári Stefánson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur kært Vilhjálm Rafnsson, ritstjóra Læknablaðsins til siðanefndar lækna fyrir að leyfa Jóhanni Tómassyni lækni að birta grein í blaðinu. Sagt var í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að fimm manna ritnefnd Læknablaðsins hafi sagði af sér. 2.11.2005 06:30 Mest ánægja með störf Geirs Haarde Ánægja landsmanna með störf utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra hefur aukist mjög á hálfu ári. Dómsmálaráðherra vermir botninn í könnun Gallup. 2.11.2005 06:30 Ekki með vitund stjórnvalda "Íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um flutninga Bandaríkjamanna á föngum um íslenska lofthelgi, til eða frá áfangastöðum, þar sem þeir kynnu að hafa verið beittir pyndingum," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. 2.11.2005 06:15 Íslendingar í fremstu röð Íslendingar mælast enn í hópi hamingjusömustu þjóða heims samkvæmt nýjum mælingum World Database of Happiness. Danir tróna á toppnum ásamt Svisslendingum og Möltubúum með 8,0 í hamingjueinkunn. 2.11.2005 06:15 Ekið á rolluhóp í tvígang Ekið var á fjórar kindur og skömmu síðar á að minnsta kosti átta til viðbótar við bæinn Eyjanes í Hrútafirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að níu rollur drápust og aflífa þurfti þrjár. 1.11.2005 23:45 Þrír teknir vegna hraðaaksturs Á meðan að lögregluembætti um allt land hafa sinnt útköllum vegna árekstra sem rekja má til hálku hefur lögreglan á Höfn haft í allt öðru að snúast síðustu daga. Þar hafa á síðustu tveimur dögunum þrír verið teknir fyrir hraðaakstur. 1.11.2005 23:00 Einn fluttur á slysadeild Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir áreksturs vörubíls á fólksbíls á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar um hálf átta leytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var smá hálka á brautinni. 1.11.2005 22:46 Ragnhildur Gísladóttir hlýtur bjartsýnisverðlaun Ragnhildur Gísladóttir, söngkona, leikkona og lagahöfundur hlaut í kvöld Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2005 sem afhent voru í Íslensku óperunni. 1.11.2005 21:32 Lóðin fer á markaðsverði Borgarstjóri segir að ekki standi annað til en að Íslandsbanki greiði markaðsverð fyrir lóð Strætós við Kirkjusand. Borgin hefur áhuga á að þar rísi einnig raðhúsabyggð. 1.11.2005 20:30 Skoðuðu launareikninga í dag Pólverjar sem komu til starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar 2B fóru í banka á Egilsstöðum til að skoða launareikningana sína í dag. Fulltrúar launþegahreyfinga ræddu við lögmann starfsmannaleigunnar í dag og verður viðræðum haldið áfram á næstu dögum. 1.11.2005 20:30 Birki fer að vaxa á hálendinu vegna hærra hitastigs Birki mun fara að vaxa á hálendinu og trjátegundir eins beyki og eik munu dafna víða um land á næstu áratugum, rætist spár um hækkun hitastigs á Íslandi, að mati Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings. Þá mun uppskera aukast og kornrækt styrkjast. 1.11.2005 20:30 Lögreglan í málið Lögreglan í Reykjavík telur rétt að skoða hvort efni tímaritsins Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög. Talsmaður Femínistafélagsins segir leitt að útgefandi blaðsins hafi farið þá leið að hafa myndefni blaðsins klámfengið. Ritstjórinn segir um erótík að ræða. 1.11.2005 20:15 Ljósmyndir vegna vegabréfa teknar hjá sýslumönnum Ráða þyrfti ljósmyndara við öll sýslumannsembætti landsins, að mati Ljósmyndarafélags Íslands, ætli ríkið að sjá um passamyndatöku í landinu, þar sem ljósmyndun er lögvernduð iðngrein. 1.11.2005 20:15 Foreldrar í störfum kennara Foreldrar í Reykjanesbæ gengu í störf kennara í Heiðarskóla í morgun þar sem kennarar mættu ekki til starfa. 1.11.2005 19:30 Borgarstjórn leggur fram fimm milljónir vegna skjálfta Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfs í þágu fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan í síðasta mánuði. Tillaga borgarstjóra þar að lútandi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. 1.11.2005 19:13 Strandaglópar vegna óveðurs Nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt vegna óveðursins í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Flestir þeirra 130 sem gistu þar aðfararnótt sunnudags gátu komist leiðar sinnar í gær. 1.11.2005 19:00 Klám? Lögreglan í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun um hvort skoðað verði hvort tímaritið Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög þar sem fjallað er um klám. Blaðinu hefur verið breitt og nú er sýnt miklu meira hold heldur en í blaðinu B&B. 1.11.2005 17:45 Útgáfa fimm ára skuldabréfa Kommunalbanken (lánasjóður sveitarfélaga í Noregi) gaf í dag út þriggja milljarða skuldabréf til fimm ára. Þetta er í fyrsta skipti sem að erlendur banki gefur út skuldabréf í íslenskum krónum til lengri tíma en þriggja ára. 1.11.2005 17:23 Þrír Pólverjanna á leið til Reykjavíkur Þrír af Pólverjunum átján, sem staðið hafa í deilum við starfsmannaleiguna 2B vegna vinnu þeirra við Kárahnjúka, eru á leið til Reykjavíkur og líklega á leið úr landi að sögn Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkum. 1.11.2005 17:15 Lítil svör um kaupin á Sterling Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, fékk lítil svör við spurningum sínum um kaupin á Sterling á hluthafafundi FL Group í dag. Hann ætlar að bera spurningarnar upp aftur og aftur þar til fullnægjandi svör hafa fengist. 1.11.2005 16:50 Stjórnvöld hafi ekki upplýsingar um fangaflug CIA Íslensk stjórnvöld hafa ekki upplýsingar um flutninga Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum um íslenska lofthelgi. 1.11.2005 15:57 Sljóleiki gagnvart ofurkjörum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður. 1.11.2005 15:51 Nokkuð um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag, bæði vegna hálku og þess að sól er lágt á lofti. Bíll valt á hliðina við Starengi í Grafarvogi laust eftir hádegi í dag eftir að ökumaður hans hafði misst stjórn á honum og bíllinn runnið á ljósastaur. Að sögn lögreglu voru slys á fólki minni háttar en bíllinn mun vera skemmdur. 1.11.2005 15:42 Dauðsföllum vegna ofdrykkju fjölgaði um 20% Dauðsföllum af völdum ofdrykkju fjölgaði um 20% í Finnlandi á síðasta ári. Engar tölur eru til um þessi mál hér á landi. 1.11.2005 15:27 Sótti veikan sjómann Björgunarþyrlan Líf sótti í morgun veikan sjómann út af Patreksfirði. Sjómaðurinn er í áhöfn á togaranum Guðmundi í Nesi og þótti nauðsynlegt að flytja hann sem fyrst á sjúkrahús eftir að ljóst var að hann var alvarlega veikur. 1.11.2005 14:41 Stjórnendur KB banka högnuðust um 770 milljónir Sjö æðstu stjórnendur Kaupþings banka högnuðust um samtals 770 milljónir króna í gær með því að nýta sér fimm ára gamlan kauprétt að hlutabréfum í bankanum á því gengi sem gilti fyrir fimm árum. Sigurður Einarsson stjórnarformaður keypti lang mest og hagnast á einum degi um röskar 400 milljónir króna. 1.11.2005 13:47 Neyðarlínan synjaði konunni um aðstoð Það gengur kraftaverki næst að kona skyldi sleppa lifandi þegar tengivagn flatti út bíl hennar í Leirársveit í gærkvöldi. Að sögn móður hennar hafði Neyðarlínan synjað henni um aðstoð áður en óhappið varð. 1.11.2005 13:18 Ráðherra spurður um fangaflug í íslenskri lofthelgi Formaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meint fangaflug CIA um íslenska lofthelgi. Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að séu notaðar til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur. 1.11.2005 12:55 Tæplega 800 milljóna tap Haga Tap Haga, dótturfélags Baugs Group, nam sjö hundrað og átta milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er langt undir væntingum stjórnenda. Ástæðuna segja þeir vera harða samkeppni en Hagar reka meðal annars Bónus, Debenhams, Skeljung, Hagkaup, Topshop, Orkuna, 10-11, og Útilíf. 1.11.2005 12:30 Lífstíll kærir ójafna samkeppnisstöðu Líkamsræktarstöðin Lífstíll í Reykjanesbæ hefur kært ójafna samkeppnisstöðu einkarekinna líkamsræktarstöðva í bænum til Samkeppniseftirlitsins. Von er á niðurstöðu á næstu dögum. 1.11.2005 12:00 D-listi fengi hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta, eða 57 prósent atkvæða, ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin fengi fjórðung atkvæða, Vinstri grænir rúmlega 12 prósent, Framsóknarflokkurinn fjögur og Frjálslyndi flokkurinn rúmlega tvö prósent. 1.11.2005 08:51 CIA virðist oft nota Keflavíkurflugvöll fyrir vélarnar Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að notaðar séu til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur. 1.11.2005 08:06 Danskir háskólar þeir bestu á Norðurlöndunum Danskir háskólar eru þeir bestu á Norðurlöndum þegar kemur að hugvísindum, félagsvísindum og náttúruvísindum. Þetta sýnir könnun hins virta breska menntatímarits The Times Higher Education Supplements, en tímaritið birtir árlega lista yfir 100 bestu háskóla heims. 1.11.2005 08:00 Rækjuvefurinn skráður í Evrópusamkeppni Rækjuvefur Grunnskólans á Hólmavík hefur verið skráður í Evrópusamkeppnina Elearning Awards, þar sem besta námsefnið á Netinu er verðlaunað. Rækjuvefurinn hlaut fyrr í haust fyrstu verðlaun í samkeppni um besta sjávarútvegsvefinn. 1.11.2005 07:59 Lítill fólksflutningabíll valt í Vatnsskarði Lítill fólksflutningabíll með fimm farþegum um borð valt út af veginum í Vatnsskarði í gærkvöldi en engin meiddist. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og gat hann haldið för sinni áfram. 1.11.2005 07:26 Hornfirðingar byggja reiðhöll Reiðhöll verður reist fyrir hestamannafélagið Hornfirðing á landi sem sveitarfélagið Hornafjörður hefur keypt af landbúnaðarráðuneytinu. Vonir standa til að landbúnaðarráðherra styrki framkvæmdina um allt að krónu á móti krónu heimamanna. 1.11.2005 07:15 Jónatan hættur við að hætta Jónatan Garðarsson sjónvarpsmaður er hættur við að hætta í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Hann hafði lýst því yfir í október að hann væri óánægður með hlut menningarefnis í Kastljósinu og að hann myndi hætta nú um mánaðamótin ef ekki yrði úr því bætt. 1.11.2005 07:00 Þungar áhyggjur af fangafluginu Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir þungum áhyggjum af því að bandarískar herflugvélar hafi haft viðkomu hér á landi á leið sinni með fanga til landa þar sem pyntingum er beitt við yfirheyrslur. Hér á landi gildi bann við pyntingum og illri meðferð, sem feli einnig í sér algjört bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður eða látinn sæta ómannúðlegri meðferð. 1.11.2005 06:44 Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra Íslendingar eyddu hærri upphæð í ágúst síðastliðnum en fyrir jólin í fyrra. Eyðsla fyrstu níu mánuði ársins hefur aldrei verið eins mikil og í ár. Reikna má með um fjögurra milljarða króna meiri eyðslu fyrir næstu jól en síðustu. 1.11.2005 06:30 Nauðgaði stúlku á stigapalli 1.11.2005 06:15 Sjá næstu 50 fréttir
Fá lægri ellilífeyris- og örorkubætur Lífeyris- og örorkuþegar lífeyrissjóða eru sumir hverjir farnir að finna fyrir nýjum reglum um útreikninga á skuldbindingum lífeyrissjóða vegna örorku. Reglurnar tóku gildi um síðustu áramót og hafa orðið til þess að bætur sumra hafa lækkað. 2.11.2005 07:00
Formaður VG vill skýr svör stjórnvalda um fangaflug Formaður Vinstri grænna spyr stjórnvöld hvort þeim sé kunnugt um að bandaríska leyniþjónustan hafi haft viðdvöl hér á landi með fanga sem hugsanlega sæti pyndingum. Stjórnvöld telja slíkt ósannað en bíða upplýsinga um málið. 2.11.2005 06:45
Brennslubúnaður lagfærður Bilun í katlabúnaði Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík varð til þess að síðustu daga hefur meira borið á því að svartan reyk legði frá spítalanum. 2.11.2005 06:45
Kaupþing og Leifsstöð semja Kaupþing Banki hefur samþykkt að lána Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir stækkun norðurbyggingar flugstöðvarinnar til suðurs og endurgerð annarar hæðar hennar. Lánssamningurinn nemur þrem komma þrem milljörðum króna, og er um að ræða framkvæmdalán sem breytist í langtímalán við lok framkvæmda. Áætlað er að þær taki tvö ár og að heildarkostnaðurinn nemi tæpum 5 milljörðum króna. 2.11.2005 06:45
Kári kærir Vilhjálm ritstjóra Kári Stefánson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur kært Vilhjálm Rafnsson, ritstjóra Læknablaðsins til siðanefndar lækna fyrir að leyfa Jóhanni Tómassyni lækni að birta grein í blaðinu. Sagt var í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að fimm manna ritnefnd Læknablaðsins hafi sagði af sér. 2.11.2005 06:30
Mest ánægja með störf Geirs Haarde Ánægja landsmanna með störf utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra hefur aukist mjög á hálfu ári. Dómsmálaráðherra vermir botninn í könnun Gallup. 2.11.2005 06:30
Ekki með vitund stjórnvalda "Íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um flutninga Bandaríkjamanna á föngum um íslenska lofthelgi, til eða frá áfangastöðum, þar sem þeir kynnu að hafa verið beittir pyndingum," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. 2.11.2005 06:15
Íslendingar í fremstu röð Íslendingar mælast enn í hópi hamingjusömustu þjóða heims samkvæmt nýjum mælingum World Database of Happiness. Danir tróna á toppnum ásamt Svisslendingum og Möltubúum með 8,0 í hamingjueinkunn. 2.11.2005 06:15
Ekið á rolluhóp í tvígang Ekið var á fjórar kindur og skömmu síðar á að minnsta kosti átta til viðbótar við bæinn Eyjanes í Hrútafirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að níu rollur drápust og aflífa þurfti þrjár. 1.11.2005 23:45
Þrír teknir vegna hraðaaksturs Á meðan að lögregluembætti um allt land hafa sinnt útköllum vegna árekstra sem rekja má til hálku hefur lögreglan á Höfn haft í allt öðru að snúast síðustu daga. Þar hafa á síðustu tveimur dögunum þrír verið teknir fyrir hraðaakstur. 1.11.2005 23:00
Einn fluttur á slysadeild Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir áreksturs vörubíls á fólksbíls á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar um hálf átta leytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var smá hálka á brautinni. 1.11.2005 22:46
Ragnhildur Gísladóttir hlýtur bjartsýnisverðlaun Ragnhildur Gísladóttir, söngkona, leikkona og lagahöfundur hlaut í kvöld Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2005 sem afhent voru í Íslensku óperunni. 1.11.2005 21:32
Lóðin fer á markaðsverði Borgarstjóri segir að ekki standi annað til en að Íslandsbanki greiði markaðsverð fyrir lóð Strætós við Kirkjusand. Borgin hefur áhuga á að þar rísi einnig raðhúsabyggð. 1.11.2005 20:30
Skoðuðu launareikninga í dag Pólverjar sem komu til starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar 2B fóru í banka á Egilsstöðum til að skoða launareikningana sína í dag. Fulltrúar launþegahreyfinga ræddu við lögmann starfsmannaleigunnar í dag og verður viðræðum haldið áfram á næstu dögum. 1.11.2005 20:30
Birki fer að vaxa á hálendinu vegna hærra hitastigs Birki mun fara að vaxa á hálendinu og trjátegundir eins beyki og eik munu dafna víða um land á næstu áratugum, rætist spár um hækkun hitastigs á Íslandi, að mati Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings. Þá mun uppskera aukast og kornrækt styrkjast. 1.11.2005 20:30
Lögreglan í málið Lögreglan í Reykjavík telur rétt að skoða hvort efni tímaritsins Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög. Talsmaður Femínistafélagsins segir leitt að útgefandi blaðsins hafi farið þá leið að hafa myndefni blaðsins klámfengið. Ritstjórinn segir um erótík að ræða. 1.11.2005 20:15
Ljósmyndir vegna vegabréfa teknar hjá sýslumönnum Ráða þyrfti ljósmyndara við öll sýslumannsembætti landsins, að mati Ljósmyndarafélags Íslands, ætli ríkið að sjá um passamyndatöku í landinu, þar sem ljósmyndun er lögvernduð iðngrein. 1.11.2005 20:15
Foreldrar í störfum kennara Foreldrar í Reykjanesbæ gengu í störf kennara í Heiðarskóla í morgun þar sem kennarar mættu ekki til starfa. 1.11.2005 19:30
Borgarstjórn leggur fram fimm milljónir vegna skjálfta Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfs í þágu fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan í síðasta mánuði. Tillaga borgarstjóra þar að lútandi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. 1.11.2005 19:13
Strandaglópar vegna óveðurs Nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt vegna óveðursins í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Flestir þeirra 130 sem gistu þar aðfararnótt sunnudags gátu komist leiðar sinnar í gær. 1.11.2005 19:00
Klám? Lögreglan í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun um hvort skoðað verði hvort tímaritið Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög þar sem fjallað er um klám. Blaðinu hefur verið breitt og nú er sýnt miklu meira hold heldur en í blaðinu B&B. 1.11.2005 17:45
Útgáfa fimm ára skuldabréfa Kommunalbanken (lánasjóður sveitarfélaga í Noregi) gaf í dag út þriggja milljarða skuldabréf til fimm ára. Þetta er í fyrsta skipti sem að erlendur banki gefur út skuldabréf í íslenskum krónum til lengri tíma en þriggja ára. 1.11.2005 17:23
Þrír Pólverjanna á leið til Reykjavíkur Þrír af Pólverjunum átján, sem staðið hafa í deilum við starfsmannaleiguna 2B vegna vinnu þeirra við Kárahnjúka, eru á leið til Reykjavíkur og líklega á leið úr landi að sögn Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkum. 1.11.2005 17:15
Lítil svör um kaupin á Sterling Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, fékk lítil svör við spurningum sínum um kaupin á Sterling á hluthafafundi FL Group í dag. Hann ætlar að bera spurningarnar upp aftur og aftur þar til fullnægjandi svör hafa fengist. 1.11.2005 16:50
Stjórnvöld hafi ekki upplýsingar um fangaflug CIA Íslensk stjórnvöld hafa ekki upplýsingar um flutninga Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum um íslenska lofthelgi. 1.11.2005 15:57
Sljóleiki gagnvart ofurkjörum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður. 1.11.2005 15:51
Nokkuð um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag, bæði vegna hálku og þess að sól er lágt á lofti. Bíll valt á hliðina við Starengi í Grafarvogi laust eftir hádegi í dag eftir að ökumaður hans hafði misst stjórn á honum og bíllinn runnið á ljósastaur. Að sögn lögreglu voru slys á fólki minni háttar en bíllinn mun vera skemmdur. 1.11.2005 15:42
Dauðsföllum vegna ofdrykkju fjölgaði um 20% Dauðsföllum af völdum ofdrykkju fjölgaði um 20% í Finnlandi á síðasta ári. Engar tölur eru til um þessi mál hér á landi. 1.11.2005 15:27
Sótti veikan sjómann Björgunarþyrlan Líf sótti í morgun veikan sjómann út af Patreksfirði. Sjómaðurinn er í áhöfn á togaranum Guðmundi í Nesi og þótti nauðsynlegt að flytja hann sem fyrst á sjúkrahús eftir að ljóst var að hann var alvarlega veikur. 1.11.2005 14:41
Stjórnendur KB banka högnuðust um 770 milljónir Sjö æðstu stjórnendur Kaupþings banka högnuðust um samtals 770 milljónir króna í gær með því að nýta sér fimm ára gamlan kauprétt að hlutabréfum í bankanum á því gengi sem gilti fyrir fimm árum. Sigurður Einarsson stjórnarformaður keypti lang mest og hagnast á einum degi um röskar 400 milljónir króna. 1.11.2005 13:47
Neyðarlínan synjaði konunni um aðstoð Það gengur kraftaverki næst að kona skyldi sleppa lifandi þegar tengivagn flatti út bíl hennar í Leirársveit í gærkvöldi. Að sögn móður hennar hafði Neyðarlínan synjað henni um aðstoð áður en óhappið varð. 1.11.2005 13:18
Ráðherra spurður um fangaflug í íslenskri lofthelgi Formaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meint fangaflug CIA um íslenska lofthelgi. Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að séu notaðar til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur. 1.11.2005 12:55
Tæplega 800 milljóna tap Haga Tap Haga, dótturfélags Baugs Group, nam sjö hundrað og átta milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er langt undir væntingum stjórnenda. Ástæðuna segja þeir vera harða samkeppni en Hagar reka meðal annars Bónus, Debenhams, Skeljung, Hagkaup, Topshop, Orkuna, 10-11, og Útilíf. 1.11.2005 12:30
Lífstíll kærir ójafna samkeppnisstöðu Líkamsræktarstöðin Lífstíll í Reykjanesbæ hefur kært ójafna samkeppnisstöðu einkarekinna líkamsræktarstöðva í bænum til Samkeppniseftirlitsins. Von er á niðurstöðu á næstu dögum. 1.11.2005 12:00
D-listi fengi hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta, eða 57 prósent atkvæða, ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin fengi fjórðung atkvæða, Vinstri grænir rúmlega 12 prósent, Framsóknarflokkurinn fjögur og Frjálslyndi flokkurinn rúmlega tvö prósent. 1.11.2005 08:51
CIA virðist oft nota Keflavíkurflugvöll fyrir vélarnar Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að notaðar séu til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur. 1.11.2005 08:06
Danskir háskólar þeir bestu á Norðurlöndunum Danskir háskólar eru þeir bestu á Norðurlöndum þegar kemur að hugvísindum, félagsvísindum og náttúruvísindum. Þetta sýnir könnun hins virta breska menntatímarits The Times Higher Education Supplements, en tímaritið birtir árlega lista yfir 100 bestu háskóla heims. 1.11.2005 08:00
Rækjuvefurinn skráður í Evrópusamkeppni Rækjuvefur Grunnskólans á Hólmavík hefur verið skráður í Evrópusamkeppnina Elearning Awards, þar sem besta námsefnið á Netinu er verðlaunað. Rækjuvefurinn hlaut fyrr í haust fyrstu verðlaun í samkeppni um besta sjávarútvegsvefinn. 1.11.2005 07:59
Lítill fólksflutningabíll valt í Vatnsskarði Lítill fólksflutningabíll með fimm farþegum um borð valt út af veginum í Vatnsskarði í gærkvöldi en engin meiddist. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og gat hann haldið för sinni áfram. 1.11.2005 07:26
Hornfirðingar byggja reiðhöll Reiðhöll verður reist fyrir hestamannafélagið Hornfirðing á landi sem sveitarfélagið Hornafjörður hefur keypt af landbúnaðarráðuneytinu. Vonir standa til að landbúnaðarráðherra styrki framkvæmdina um allt að krónu á móti krónu heimamanna. 1.11.2005 07:15
Jónatan hættur við að hætta Jónatan Garðarsson sjónvarpsmaður er hættur við að hætta í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Hann hafði lýst því yfir í október að hann væri óánægður með hlut menningarefnis í Kastljósinu og að hann myndi hætta nú um mánaðamótin ef ekki yrði úr því bætt. 1.11.2005 07:00
Þungar áhyggjur af fangafluginu Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir þungum áhyggjum af því að bandarískar herflugvélar hafi haft viðkomu hér á landi á leið sinni með fanga til landa þar sem pyntingum er beitt við yfirheyrslur. Hér á landi gildi bann við pyntingum og illri meðferð, sem feli einnig í sér algjört bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður eða látinn sæta ómannúðlegri meðferð. 1.11.2005 06:44
Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra Íslendingar eyddu hærri upphæð í ágúst síðastliðnum en fyrir jólin í fyrra. Eyðsla fyrstu níu mánuði ársins hefur aldrei verið eins mikil og í ár. Reikna má með um fjögurra milljarða króna meiri eyðslu fyrir næstu jól en síðustu. 1.11.2005 06:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent