Innlent

Lífstíll kærir ójafna samkeppnisstöðu

Líkamsræktarstöðin Lífstíll í Reykjanesbæ hefur kært ójafna samkeppnisstöðu einkarekinna líkamsræktarstöðva í bænum til Samkeppniseftirlitsins. Von er á niðurstöðu á næstu dögum.

Óánægja eigenda Lífstíls gildir fyrst og fremst um meintan stuðning bæjarins við líkamsræktarstöðina Perluna en hún leigir um þrjúhundruð og fjörutíu fermetra húsnæði auk aðstöðu í afgreiðslu og hreinlætisaðstöðu í Sundmiðstöðinni. Þá sér Perlan um ljósabekki í Sundmiðstöðinni fyrir sunddeild ÍRB og sjá bæjarstarfsmenn um þá vinnu, skrá niður tímapantanir og innheimta.

Leigan er samtals tæplega tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Hiti og rafmagn er innifalið í leigunni. Þegar leigusamningurinn var gerður átti að gera sérstakt samkomulag um fyrirkomulag í afgreiðslu og aðgangsstýringu en ekki er ljóst í hverju það felst.

Vikar Sigurjónsson, annar tveggja eigenda Lífstíls, telur að með þessum samningi fái Perlan stuðning sem nemur hátt í sjö hundruð þúsund krónur á mánuði. Hann telur að Perlan þurfi ekki að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem eðlilegt væri að hún greiddi fyrir, til dæmis laun starfsmanna í afgreiðslu.

Sjálfur greiðir hann tæplega 500 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu, laun starfsmanna í afgreiðslu og opinber gjöld. Munurinn sé sá að Perlan greiði um tvö hundruð og fjörutíu þúsund í fastan kostnað á mánuði meðan sjálfur greiðir hann um níu hundruð þúsund.

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir þungum áhyggjum af því að bandarískar herflugvélar hafi haft viðkomu hér á landi á leið sinni með fanga til landa þar sem pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Hér á landi gildi bann við pyndingum og illri meðferð, sem feli einnig í sér algjört bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyndaður eða látinn sæta ómannúðlegri meðferð. Amnesty skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn fangaflutningum af þessu tagi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×